Rökkurtími risaveldis Jón Ormur Halldórsson skrifar 13. desember 2012 06:00 "Það er alltaf morgunn í Bandaríkjunum," sagði sá vinsæli forseti Ronald Reagan og víst er margt þar vestra sem minnir á bjart árdegi. Nú húmar hins vegar hratt að kvöldi fyrir heimsveldi Bandaríkjanna. Það er niðurstaða nýrrar skýrslu sem samin var fyrir Bandaríkjaforseta af sérfræðingum frá sextán stofnunum sem vinna að upplýsingaöflun og njósnum í þágu öryggis og utanríkisstefnu landsins. Þetta varðar alla því Bandaríkin hafa verið akkeri heimsmála í marga áratugi og sá aðili sem öllum öðrum fremur hefur mótað dagskrá alþjóðamála.Alger sérstaða Hvað sem mönnum sýnist um nýja og gamla hegðun Bandaríkjanna sem heimsveldis þá hefur afl landsins og vilji ráðamanna til að beita því skipt sköpum. Bandaríkin ein voru helmingur af hagkerfi heimsins fyrir sextíu árum og eru enn ríflega fimmtungur þess. ESB er heldur stærra. Nú segja menn að Kína verði komið fram úr báðum innan fimmtán ára. Bandaríkin nota hins vegar nærri eins mikið fé til hermála og allar aðrar þjóðir á jörðinni til samans. Sumir telja líka landið öflugasta heimsveldi allra tíma vegna getu þess til að verja margvíslega hagsmuni sína samtímis um allan hnöttinn. Stundum með hernaði, oftar með hótunum en þó langoftast með óhemju stóru og þéttu neti áhrifa. Aðdráttaraflið eitt og sér er líka gild rót áhrifa.Stjórnleysi og ofurvald Alþjóðakerfið hefur um aldir einkennst af spennu á milli stjórnleysis og vilja til stöðugleika. Stjórnleysi er innbyggt í kerfi þar sem öll ríki eru fullvalda og ekkert miðstjórnarvald er til. Ofurvald eins ríkis er ein fárra leiða fram hjá stjórnleysinu. Þannig var um breska heimsveldið sem mótað alþjóðakerfið með hagsmunum sínum og afli en tryggði líka oft sæmilegan frið og opin viðskipti. Þannig var þetta líka, og er að einhverju leyti enn, með heimsveldi Bandaríkjanna. Menn kalla þessi tvö tímabil stundum Pax Britannica og Pax Americana í minningu um rómverska friðinn sem auðvitað var alls ekki friður fyrir alla, frekar en sá breski eða bandaríski. Nú segja menn að Pax Americana sé að líða undir lok og að innan nokkurra ára verði heimurinn svo breyttur að ekkert eitt ríki beri ægishjálm yfir önnur.Minni hroki Skýrslan sem Obama fékk í hendur nú í vikunni er ólík þeim plöggum sem Bush forveri hans fékk frá sömu aðilum. Þá ríkti sannfæring um algera og varanlega yfirburði Bandaríkjanna. Rætt var um getu Bandaríkjanna til að heyja styrjaldir til varnar þeim hagsmunum sem þau kynnu að telja sig hafa, jafnvel tvær styrjaldir samtímis á ólíkum svæðum heimsins og af ólíku tilefni ef svo vildi til. Stjórn á heiminum var spurning um hvernig blokkir Bandaríkin mynduðu í hverju máli. Eftir hrakfarirnar í Írak, forystuleysi í umhverfismálum, uppgang annarra ríkja og einangrun Bandaríkjanna í mörgum heimsmálum er þetta breytt. Plögg frá nýliðnum tíma eru vitnisburður um það sem valdinu verður oftast að falli, þetta sem Grikkir kölluðu húbris og við þýðum, þó ekki vel, sem hroka eða dramb.Innsýn Mikilvægi skýrslunnar nýju er ekki fólgið í þeim upplýsingum sem þar er að finna. Fræðimenn hafa áður bent á allt sem þar er sagt. Sumir hafa þusað um þessa hluti lengi. Það skiptir hins vegar máli hver segir þetta og við hvern hann talar. Þetta er skýrsla færustu embættismanna stofnana ríkisins til forsetans sjálfs. Þarna fæst innsýn í hugarheim og stöðumat þeirra fjölmörgu sem móta utanríkisstefnu Bandaríkjanna, því það gerir forsetinn ekki einn. Sá heimur hefur breyst og um leið matið á möguleikum, viðfangsefnum og stefnu Bandaríkjanna.Nýtt valdajafnvægi Stöðugleiki í alþjóðakerfinu hefur aðeins náðst með einu öðru formi en ofurvaldi eins ríkis. Það er með valdajafnvægi stórvelda. Margar af stærstu spurningum tímans snúa því að rísandi stórveldum, hagsmunum þeirra og afli. Og svo að því hvernig Bandaríkjunum muni takast að vinna með þeim. Það samstarf yrði á miklu meiri jafnréttisgrundvelli en kynslóðir bandarískra ráðamanna hafa tamið sér eða þurft að þekkja.Öðruvísi Það má líka spyrja hvort eðlisbreyting verði á alþjóðakerfinu við þá gífurlegu tilfærslu á auði, völdum og áhrifum sem á sér stað þessi árin frá vestri til austurs í heiminum og með brotthvarfi Bandaríkjanna úr hlutverki ofurveldis. Alþjóðakerfið er skilgetið afkvæmi engilsaxnesku stórveldanna sem hafa ráðið því í tvær aldir. Þar tók sonur við af móður. Nýju stórveldin eru öðruvísi ríki. Þau hafa líka annan skilning á sögu síðustu alda.Neysla og ójöfnuður Eitt verður þó æ líkara. Það er neyslumynstur þjóða. Millistéttir eru í slíkri sókn um alla jörðina að fátt er að breyta heiminum eins mikið. Keimlíkir draumar neytenda þjappa kannski heiminum saman. En búa líka til aðra vá, umhverfiseyðingu og auðlindaátök. Það sýnir stóraukna samtengingu heimsins yfir landamæri ríkja að skýrslan telur vöxt millistétta vera eitt af stóru heimsmálunum. Um leið bendir hún á að óstöðugleiki og ófriður getur hlotist af vaxandi ójöfnuði innan einstakra samfélaga heimsins.Skýrslan sem Obama fékk í hendur nú í vikunni er ólík þeim plöggum sem Bush forveri hans fékk frá sömu aðilum. Þá ríkti sannfæring um algera og varanlega yfirburði Bandaríkjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
"Það er alltaf morgunn í Bandaríkjunum," sagði sá vinsæli forseti Ronald Reagan og víst er margt þar vestra sem minnir á bjart árdegi. Nú húmar hins vegar hratt að kvöldi fyrir heimsveldi Bandaríkjanna. Það er niðurstaða nýrrar skýrslu sem samin var fyrir Bandaríkjaforseta af sérfræðingum frá sextán stofnunum sem vinna að upplýsingaöflun og njósnum í þágu öryggis og utanríkisstefnu landsins. Þetta varðar alla því Bandaríkin hafa verið akkeri heimsmála í marga áratugi og sá aðili sem öllum öðrum fremur hefur mótað dagskrá alþjóðamála.Alger sérstaða Hvað sem mönnum sýnist um nýja og gamla hegðun Bandaríkjanna sem heimsveldis þá hefur afl landsins og vilji ráðamanna til að beita því skipt sköpum. Bandaríkin ein voru helmingur af hagkerfi heimsins fyrir sextíu árum og eru enn ríflega fimmtungur þess. ESB er heldur stærra. Nú segja menn að Kína verði komið fram úr báðum innan fimmtán ára. Bandaríkin nota hins vegar nærri eins mikið fé til hermála og allar aðrar þjóðir á jörðinni til samans. Sumir telja líka landið öflugasta heimsveldi allra tíma vegna getu þess til að verja margvíslega hagsmuni sína samtímis um allan hnöttinn. Stundum með hernaði, oftar með hótunum en þó langoftast með óhemju stóru og þéttu neti áhrifa. Aðdráttaraflið eitt og sér er líka gild rót áhrifa.Stjórnleysi og ofurvald Alþjóðakerfið hefur um aldir einkennst af spennu á milli stjórnleysis og vilja til stöðugleika. Stjórnleysi er innbyggt í kerfi þar sem öll ríki eru fullvalda og ekkert miðstjórnarvald er til. Ofurvald eins ríkis er ein fárra leiða fram hjá stjórnleysinu. Þannig var um breska heimsveldið sem mótað alþjóðakerfið með hagsmunum sínum og afli en tryggði líka oft sæmilegan frið og opin viðskipti. Þannig var þetta líka, og er að einhverju leyti enn, með heimsveldi Bandaríkjanna. Menn kalla þessi tvö tímabil stundum Pax Britannica og Pax Americana í minningu um rómverska friðinn sem auðvitað var alls ekki friður fyrir alla, frekar en sá breski eða bandaríski. Nú segja menn að Pax Americana sé að líða undir lok og að innan nokkurra ára verði heimurinn svo breyttur að ekkert eitt ríki beri ægishjálm yfir önnur.Minni hroki Skýrslan sem Obama fékk í hendur nú í vikunni er ólík þeim plöggum sem Bush forveri hans fékk frá sömu aðilum. Þá ríkti sannfæring um algera og varanlega yfirburði Bandaríkjanna. Rætt var um getu Bandaríkjanna til að heyja styrjaldir til varnar þeim hagsmunum sem þau kynnu að telja sig hafa, jafnvel tvær styrjaldir samtímis á ólíkum svæðum heimsins og af ólíku tilefni ef svo vildi til. Stjórn á heiminum var spurning um hvernig blokkir Bandaríkin mynduðu í hverju máli. Eftir hrakfarirnar í Írak, forystuleysi í umhverfismálum, uppgang annarra ríkja og einangrun Bandaríkjanna í mörgum heimsmálum er þetta breytt. Plögg frá nýliðnum tíma eru vitnisburður um það sem valdinu verður oftast að falli, þetta sem Grikkir kölluðu húbris og við þýðum, þó ekki vel, sem hroka eða dramb.Innsýn Mikilvægi skýrslunnar nýju er ekki fólgið í þeim upplýsingum sem þar er að finna. Fræðimenn hafa áður bent á allt sem þar er sagt. Sumir hafa þusað um þessa hluti lengi. Það skiptir hins vegar máli hver segir þetta og við hvern hann talar. Þetta er skýrsla færustu embættismanna stofnana ríkisins til forsetans sjálfs. Þarna fæst innsýn í hugarheim og stöðumat þeirra fjölmörgu sem móta utanríkisstefnu Bandaríkjanna, því það gerir forsetinn ekki einn. Sá heimur hefur breyst og um leið matið á möguleikum, viðfangsefnum og stefnu Bandaríkjanna.Nýtt valdajafnvægi Stöðugleiki í alþjóðakerfinu hefur aðeins náðst með einu öðru formi en ofurvaldi eins ríkis. Það er með valdajafnvægi stórvelda. Margar af stærstu spurningum tímans snúa því að rísandi stórveldum, hagsmunum þeirra og afli. Og svo að því hvernig Bandaríkjunum muni takast að vinna með þeim. Það samstarf yrði á miklu meiri jafnréttisgrundvelli en kynslóðir bandarískra ráðamanna hafa tamið sér eða þurft að þekkja.Öðruvísi Það má líka spyrja hvort eðlisbreyting verði á alþjóðakerfinu við þá gífurlegu tilfærslu á auði, völdum og áhrifum sem á sér stað þessi árin frá vestri til austurs í heiminum og með brotthvarfi Bandaríkjanna úr hlutverki ofurveldis. Alþjóðakerfið er skilgetið afkvæmi engilsaxnesku stórveldanna sem hafa ráðið því í tvær aldir. Þar tók sonur við af móður. Nýju stórveldin eru öðruvísi ríki. Þau hafa líka annan skilning á sögu síðustu alda.Neysla og ójöfnuður Eitt verður þó æ líkara. Það er neyslumynstur þjóða. Millistéttir eru í slíkri sókn um alla jörðina að fátt er að breyta heiminum eins mikið. Keimlíkir draumar neytenda þjappa kannski heiminum saman. En búa líka til aðra vá, umhverfiseyðingu og auðlindaátök. Það sýnir stóraukna samtengingu heimsins yfir landamæri ríkja að skýrslan telur vöxt millistétta vera eitt af stóru heimsmálunum. Um leið bendir hún á að óstöðugleiki og ófriður getur hlotist af vaxandi ójöfnuði innan einstakra samfélaga heimsins.Skýrslan sem Obama fékk í hendur nú í vikunni er ólík þeim plöggum sem Bush forveri hans fékk frá sömu aðilum. Þá ríkti sannfæring um algera og varanlega yfirburði Bandaríkjanna.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun