Hélt hann gæti aldrei rappað aftur 14. desember 2012 06:00 „Ég man að eitt af því fyrsta sem ég hugsaði þegar ég fattaði hvað hafði gerst var hvort ég gæti einhvern tímann rappað aftur," segir rapparinn Ívar Schram sem gefur út fyrstu sólóplötu sína, Barcelona, í dag. Á plötunni rifjar Ívar, sem rappar undir listamannsnafninu Immo, upp afdrifaríkt atvik sumarið 2011 í Barcelona. Þá réðst ókunnugur maður á hann og beit af honum neðri vörina. Tveimur aðgerðum og einu og hálfu ári síðar er enn þá langt í land að vörin verði sú sama en framfarirnar hafa þó verið miklar. „Ég man ekkert eftir sjálfu atvikinu, það er eins og líkaminn verndi mann fyrir svona lífsreynslu. Ég man allt fyrir og eftir, en sem betur fer fann ég engan sársauka. Ég fór beint í bráðabirgðaaðgerð í Barcelona áður en ég flaug heim og var bannað að líta í spegil á leiðinni." Plötuna Barcelona samdi Ívar mestmegnis í bataferlinu en hann segist skyndilega hafa fyllst innblæstri. Vinnuferlið hefur staðið yfir síðastliðið ár og ýmsir listamenn leggja honum lið á plötunni. Bræðurnir úr Retro Stefson, Unnsteinn og Logi, taka hvor sitt lagið með Ívari sem og tónlistarmaðurinn Friðrik Dór og söngkonan Valborg Ólafsdóttir. „Platan er ekkert þunglynd heldur létt og skemmtileg. Ég hef tæklað þetta áfall með húmorinn að vopni og það endurspeglast vonandi í plötunni." Barcelona kemur í verslanir í dag en útgáfutónleikar verða þann 20. desember á Faktorý.- áp Tónlist Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég man að eitt af því fyrsta sem ég hugsaði þegar ég fattaði hvað hafði gerst var hvort ég gæti einhvern tímann rappað aftur," segir rapparinn Ívar Schram sem gefur út fyrstu sólóplötu sína, Barcelona, í dag. Á plötunni rifjar Ívar, sem rappar undir listamannsnafninu Immo, upp afdrifaríkt atvik sumarið 2011 í Barcelona. Þá réðst ókunnugur maður á hann og beit af honum neðri vörina. Tveimur aðgerðum og einu og hálfu ári síðar er enn þá langt í land að vörin verði sú sama en framfarirnar hafa þó verið miklar. „Ég man ekkert eftir sjálfu atvikinu, það er eins og líkaminn verndi mann fyrir svona lífsreynslu. Ég man allt fyrir og eftir, en sem betur fer fann ég engan sársauka. Ég fór beint í bráðabirgðaaðgerð í Barcelona áður en ég flaug heim og var bannað að líta í spegil á leiðinni." Plötuna Barcelona samdi Ívar mestmegnis í bataferlinu en hann segist skyndilega hafa fyllst innblæstri. Vinnuferlið hefur staðið yfir síðastliðið ár og ýmsir listamenn leggja honum lið á plötunni. Bræðurnir úr Retro Stefson, Unnsteinn og Logi, taka hvor sitt lagið með Ívari sem og tónlistarmaðurinn Friðrik Dór og söngkonan Valborg Ólafsdóttir. „Platan er ekkert þunglynd heldur létt og skemmtileg. Ég hef tæklað þetta áfall með húmorinn að vopni og það endurspeglast vonandi í plötunni." Barcelona kemur í verslanir í dag en útgáfutónleikar verða þann 20. desember á Faktorý.- áp
Tónlist Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira