Eimskip og endurreisn Íslands Margrét Hrafnsdóttir skrifar 18. desember 2012 06:00 Eimskipafélag Íslands, okkar elsta skipafélag, var stofnað 17. janúar 1914.. Var almennt álitið að með stofnun þess væri stigið eitt stærsta heillaspor í sögu og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Mættu á fimmta hundrað manns í Fríkirkjuna í Reykjavík að fagna fæðingu þessa „óskabarns þjóðarinnar" og hefur það nafn loðað við fyrirtækið síðan. Frá upphafi var saga þessa farsæla fyrirtækis tengd fossunum okkar. Eru ófáir þeir Íslendingar sem nöfn á borð við MS Gullfoss og Dettifoss ylja um hjartarætur. Skip þessi voru og eru tákn um frelsi og feng, þjóðbraut út í hinn stóra heim sem sprengdi í loft upp margra alda einangrun og átthagafjötra og ótæmandi uppspretta frásagna af ævintýrum og svaðilförum þegar þau skiluðu farþegum og áhöfnum sínum heilum á húfi í ferðalok. Ýmislegt gengið á Og það hefur gengið á ýmsu. Á upphafsárum félagsins urðu skrifstofur þess eldi að bráð í stórbruna. Goðafoss fórst 1918. Um tíma lokuðu stríðsátök tveggja heimstyrjalda Evrópu að mestu og ýttu undir Ameríkusiglingar. Á árunum 1944-5 voru bæði Goðafoss og Dettifoss skotnir niður af Þjóðverjum. Gríðarlegt tjón varð þegar vöruskemma félagsins varð eldi að bráð en byggð var ný og sú stærsta á landinu. Háskólasjóðurinn var stofnaður til minningar um stofnendur félagsins í Vesturheimi. Erlend vöruhús voru tekin í notkun í London og New York í eigu Eimskips. Fleiri skrifstofur voru svo opnaðar víða um heim. Á langri ferð hefur hróður félagsins borist víða, enda rekstur þess yfirleitt með ágætum. Í bankahruninu 2008 gerðust hins vegar þau tíðindi að sjálft móðurskipið, Eimskip, rakst á sker og strandaði. Sjálfsagt má endalaust deila um rekstur félagsins í „góðærinu" 2001-2008 en það er erfitt að sjá annað en að endurreisn félagsins frá 2009 hafi tekist vel – ég leyfi mér að segja, vonum framar – enda skilaði hún hagnaði til íslenska ríkisins og þjóðarinnar strax árið 2010 án þess að eigendur tækju út arðgreiðslur. Þannig hefur félagið í takt við íslenska þjóðarsál lagt sitt af mörkum á erfiðum tímum og stutt við bakið á íþróttafélögum og framúrskarandi einstaklingum, endurreist hinn dýrmæta Háskólasjóð Íslands og látið sig varða um menningu og listir. Fleiri siglingaleiðir hafa verið opnaðar undanfarin ár, vöxtur félagsins innanlands sem erlendis hefur verið góður og ný skip í smíðum í eigu Eimskips væntanleg í íslenska flotann á næstu árum! Sagan heldur því áfram að endurtaka sig! Þjóðin á mikið undir Það er því ekkert skrítið þótt miklar kröfur séu gerðar til þessa óskabarns þjóðarinnar. Á öll íslenska þjóðin mikið undir því að endurreisn hins íslenska hlutabréfamarkaðar heppnist sem best. Eftirvæntingin var því gríðarlega mikil þegar kunngert varð um að Eimskip færi á markað á þessu ári. Auðvitað áttu kaupréttarsamningar fárra yfirmanna félagsins að bíða þess að félagið skilaði góðum árangri áfram og nú á markaði. En Íslendingar eru sanngjarnir og fyrirgefa vonandi þessa óþolinmæði þeirra sem náðu góðum árangri með félagið, enda hafa þeir nú séð að sér og gefið eftir þessa kauprétti. Í samhengi sögunnar eru því öll teikn á himni um að Eimskip haldi áfram að farnast vel héðan í frá sem endranær. Í sátt við samfélagið Það er til mikils að vinna að Eimskip og önnur fyrirtæki sem hyggjast taka þátt í endurreisn íslenska hlutabréfamarksins nái að gera slíkt farsællega og í sátt við samfélagið. Eingöngu þannig mun almenningur með tíð og tíma fá tiltrú á hlutabréfakaupum aftur sem eðlilegum hluta af fjárfestingum og sparnaðarleiðum sínum. Efling alíslenskra stórfyrirtækja og hins íslenska hlutabréfamarkaðar mun svo aftur hafa í för með sér stóraukna atvinnuuppbyggingu og ný framtíðarstörf fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Það er ekki aðeins þjóðarhagur, það er forsenda tilveru okkar. Krefjumst ekki fullkomnunar heldur óskum þess að Eimskip haldi áfram að vera framúrskarandi og leiðandi á sínu sviði til framtíðar! Sá tími mun koma. Sagan segir okkur það. Nú er rúmt ár þar til Eimskip á eitt hundrað ára afmæli. Það verður gaman að sjá hvernig þá hefur til tekist með fyrirtækið á íslenskum hlutabréfamarkaði áður en önnur starfsöld þess rís! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Eimskipafélag Íslands, okkar elsta skipafélag, var stofnað 17. janúar 1914.. Var almennt álitið að með stofnun þess væri stigið eitt stærsta heillaspor í sögu og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Mættu á fimmta hundrað manns í Fríkirkjuna í Reykjavík að fagna fæðingu þessa „óskabarns þjóðarinnar" og hefur það nafn loðað við fyrirtækið síðan. Frá upphafi var saga þessa farsæla fyrirtækis tengd fossunum okkar. Eru ófáir þeir Íslendingar sem nöfn á borð við MS Gullfoss og Dettifoss ylja um hjartarætur. Skip þessi voru og eru tákn um frelsi og feng, þjóðbraut út í hinn stóra heim sem sprengdi í loft upp margra alda einangrun og átthagafjötra og ótæmandi uppspretta frásagna af ævintýrum og svaðilförum þegar þau skiluðu farþegum og áhöfnum sínum heilum á húfi í ferðalok. Ýmislegt gengið á Og það hefur gengið á ýmsu. Á upphafsárum félagsins urðu skrifstofur þess eldi að bráð í stórbruna. Goðafoss fórst 1918. Um tíma lokuðu stríðsátök tveggja heimstyrjalda Evrópu að mestu og ýttu undir Ameríkusiglingar. Á árunum 1944-5 voru bæði Goðafoss og Dettifoss skotnir niður af Þjóðverjum. Gríðarlegt tjón varð þegar vöruskemma félagsins varð eldi að bráð en byggð var ný og sú stærsta á landinu. Háskólasjóðurinn var stofnaður til minningar um stofnendur félagsins í Vesturheimi. Erlend vöruhús voru tekin í notkun í London og New York í eigu Eimskips. Fleiri skrifstofur voru svo opnaðar víða um heim. Á langri ferð hefur hróður félagsins borist víða, enda rekstur þess yfirleitt með ágætum. Í bankahruninu 2008 gerðust hins vegar þau tíðindi að sjálft móðurskipið, Eimskip, rakst á sker og strandaði. Sjálfsagt má endalaust deila um rekstur félagsins í „góðærinu" 2001-2008 en það er erfitt að sjá annað en að endurreisn félagsins frá 2009 hafi tekist vel – ég leyfi mér að segja, vonum framar – enda skilaði hún hagnaði til íslenska ríkisins og þjóðarinnar strax árið 2010 án þess að eigendur tækju út arðgreiðslur. Þannig hefur félagið í takt við íslenska þjóðarsál lagt sitt af mörkum á erfiðum tímum og stutt við bakið á íþróttafélögum og framúrskarandi einstaklingum, endurreist hinn dýrmæta Háskólasjóð Íslands og látið sig varða um menningu og listir. Fleiri siglingaleiðir hafa verið opnaðar undanfarin ár, vöxtur félagsins innanlands sem erlendis hefur verið góður og ný skip í smíðum í eigu Eimskips væntanleg í íslenska flotann á næstu árum! Sagan heldur því áfram að endurtaka sig! Þjóðin á mikið undir Það er því ekkert skrítið þótt miklar kröfur séu gerðar til þessa óskabarns þjóðarinnar. Á öll íslenska þjóðin mikið undir því að endurreisn hins íslenska hlutabréfamarkaðar heppnist sem best. Eftirvæntingin var því gríðarlega mikil þegar kunngert varð um að Eimskip færi á markað á þessu ári. Auðvitað áttu kaupréttarsamningar fárra yfirmanna félagsins að bíða þess að félagið skilaði góðum árangri áfram og nú á markaði. En Íslendingar eru sanngjarnir og fyrirgefa vonandi þessa óþolinmæði þeirra sem náðu góðum árangri með félagið, enda hafa þeir nú séð að sér og gefið eftir þessa kauprétti. Í samhengi sögunnar eru því öll teikn á himni um að Eimskip haldi áfram að farnast vel héðan í frá sem endranær. Í sátt við samfélagið Það er til mikils að vinna að Eimskip og önnur fyrirtæki sem hyggjast taka þátt í endurreisn íslenska hlutabréfamarksins nái að gera slíkt farsællega og í sátt við samfélagið. Eingöngu þannig mun almenningur með tíð og tíma fá tiltrú á hlutabréfakaupum aftur sem eðlilegum hluta af fjárfestingum og sparnaðarleiðum sínum. Efling alíslenskra stórfyrirtækja og hins íslenska hlutabréfamarkaðar mun svo aftur hafa í för með sér stóraukna atvinnuuppbyggingu og ný framtíðarstörf fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Það er ekki aðeins þjóðarhagur, það er forsenda tilveru okkar. Krefjumst ekki fullkomnunar heldur óskum þess að Eimskip haldi áfram að vera framúrskarandi og leiðandi á sínu sviði til framtíðar! Sá tími mun koma. Sagan segir okkur það. Nú er rúmt ár þar til Eimskip á eitt hundrað ára afmæli. Það verður gaman að sjá hvernig þá hefur til tekist með fyrirtækið á íslenskum hlutabréfamarkaði áður en önnur starfsöld þess rís!
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar