Þegar viðskipti verða fjárfesting 18. desember 2012 06:00 Nýjasta útspil Íbúðalánasjóðs er að koma fullnustueignum sínum í sértilgert leigufélag. Leigufélaginu er ætlað að leigja út fasteignir sem sjóðurinn hefur leyst til sín, eftir að lánþegar sjóðsins fóru í vanskil með lánin sem hvíldu á eignunum. Eignirnar sem flytjast af efnahagsreikningi Íbúðalánasjóðs yfir í þetta leigufélag eru um sjö hundruð samkvæmt fréttum. Til þess að Íbúðalánasjóður gæti farið út í þessa gjörninga þurfti að breyta lögum um Íbúðalánasjóð þar sem sjóðnum var ekki heimilt að leigja út fasteignir fyrir lagabreytinguna. Tilgangur Íbúðalánasjóðs var áður gagngert sá að a) lána einstaklingum til íbúðarkaupa og b) lána fasteignafélögum og verktökum fyrir nýbyggingum og leiguíbúðum. Í dag hefur tilgangur Íbúðalánasjóðs hins vegar tekið þeim stakkaskiptum sem eru tíundaðar hér á undan. Íbúðalánasjóður hefur orðið bæði í senn stór aðili í fjármögnun íbúðarhúsnæðis og, sem er áhugaverðara, stærsti leigusali landsins. Enn fremur mun leigufélag Íbúðalánasjóðs leigja íbúðir út á kostnaðarverði. Raunverulegir hagsmunir Það verður að teljast fagnaðarefni að leigumarkaður á Íslandi sé að eflast og að traustar stoðir séu að byggjast undir þann markað. Hins vegar verður að draga í efa hverjir raunverulegir hagsmunir Íbúðalánasjóðs eru. Tökum dæmi: Aðili á veð í 40% fasteigna í Reykjanesbæ sem eru í skilum. Aðilinn sér hins vegar fram á að þurfa að taka yfir eignarhald í 20% þeirra fasteigna sem hann hafði veð í í Reykjanesbæ innan næstu 6 mánaða. Við það að eignast stóran hluta af eignum á litlu svæði myndast söluþrýstingur á aðilann, sem gæti hugsanlega leitt til lækkunar til skamms tíma á fasteignum í Reykjanesbæ. Gefum okkur að verðlækkunin yrði 20%. Við það að aðilinn væri að selja eignir á X verði, þyrfti hann einnig að standa frammi fyrir því að þeir sem eru enn þá í skilum gætu séð markaðsvirði eigna sinna fara undir útistandandi höfuðstól. Niðurstaðan er því að hagsmunirnir eru þeir að selja ekki eignir og leigja þær frekar út til að forðast lækkun fasteigna og þar af leiðandi að forðast frekari vanskil á því markaðssvæði. Hver er tilgangur þess að leigja út sjö hundruð fasteignir á verði sem Íbúðalánasjóður telur vera kostnaðarverð? Íbúðalánasjóður er nú þegar gjaldþrota, er að lenda í miklum vandræðum með reiðufé sem hann kemur ekki í útlán og er að ganga í gegnum tímabil mikilla vanskila og höfuðstólsleiðréttinga. Er þetta þá rétti tíminn til þess að taka fullnustueignir félagsins og leigja þær út á kostnaðarverði? Er þetta heiðarlegt útspil Íbúðalánasjóðs gagnvart einkaaðilum á fasteignamarkaði? Er það stefna hins opinbera að reka fasteignir á kostnaðarverði? Er möguleiki að þetta nýja fasteignafélag Íbúðalánasjóðs verði nýr baggi á rekstri sjóðsins? Arðsemissjónarmið Undirritaður telur mikilvægt að arðsemissjónarmið eigi að ráða för þegar að farið er út í atvinnurekstur og þá sérstaklega fjárhagslega viðkvæman rekstur eins og rekstur fasteigna er. Undirritaður telur einnig mjög óeðlilegt að fasteignir Íbúðalánasjóðs séu einfaldlega ekki auglýstar til sölu á því markaðsverði sem fæst fyrir eignirnar, þar sem Íbúðalánasjóður er útlánafyrirtæki en ekki fasteignarekandi. „Þegar viðskipti verða að fjárfestingu", er eitthvað sem kemur í hugann þegar maður les um áform Íbúðalánasjóðs. Sá sem sér viðskiptatækifæri í því að kaupa t.d. íbúð og gera hana upp, til þess að hagnast á endursölu. Þegar verð í endursölu er ekki það sem hann bjóst við, ákveður hann að búa sjálfur í íbúðinni, viðskiptin breyttust í fjárfestingu. Sama gildir um Íbúðalánasjóð. Sjóðurinn lánaði til fasteignakaupa á Íslandi og sá viðskipti í því. Þegar endurheimtur lánanna verða síðan aðrar en var lagt upp með í byrjun, ákveður sjóðurinn að reka sjálfur þær eignir sem hann lánaði fyrir en fengust ekki endurgreiddar. Viðskiptin urðu að fjárfestingu og nú á að reka fjárfestinguna á kostnaðarverði. Undirritaður vonar að ráðamenn séu ekki að endurtaka mistök sænskra stjórnvalda í fjármálakreppu Norðurlandanna um 1992 þegar fasteignafélög voru stofnuð úr „slæmum" eignum banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýjasta útspil Íbúðalánasjóðs er að koma fullnustueignum sínum í sértilgert leigufélag. Leigufélaginu er ætlað að leigja út fasteignir sem sjóðurinn hefur leyst til sín, eftir að lánþegar sjóðsins fóru í vanskil með lánin sem hvíldu á eignunum. Eignirnar sem flytjast af efnahagsreikningi Íbúðalánasjóðs yfir í þetta leigufélag eru um sjö hundruð samkvæmt fréttum. Til þess að Íbúðalánasjóður gæti farið út í þessa gjörninga þurfti að breyta lögum um Íbúðalánasjóð þar sem sjóðnum var ekki heimilt að leigja út fasteignir fyrir lagabreytinguna. Tilgangur Íbúðalánasjóðs var áður gagngert sá að a) lána einstaklingum til íbúðarkaupa og b) lána fasteignafélögum og verktökum fyrir nýbyggingum og leiguíbúðum. Í dag hefur tilgangur Íbúðalánasjóðs hins vegar tekið þeim stakkaskiptum sem eru tíundaðar hér á undan. Íbúðalánasjóður hefur orðið bæði í senn stór aðili í fjármögnun íbúðarhúsnæðis og, sem er áhugaverðara, stærsti leigusali landsins. Enn fremur mun leigufélag Íbúðalánasjóðs leigja íbúðir út á kostnaðarverði. Raunverulegir hagsmunir Það verður að teljast fagnaðarefni að leigumarkaður á Íslandi sé að eflast og að traustar stoðir séu að byggjast undir þann markað. Hins vegar verður að draga í efa hverjir raunverulegir hagsmunir Íbúðalánasjóðs eru. Tökum dæmi: Aðili á veð í 40% fasteigna í Reykjanesbæ sem eru í skilum. Aðilinn sér hins vegar fram á að þurfa að taka yfir eignarhald í 20% þeirra fasteigna sem hann hafði veð í í Reykjanesbæ innan næstu 6 mánaða. Við það að eignast stóran hluta af eignum á litlu svæði myndast söluþrýstingur á aðilann, sem gæti hugsanlega leitt til lækkunar til skamms tíma á fasteignum í Reykjanesbæ. Gefum okkur að verðlækkunin yrði 20%. Við það að aðilinn væri að selja eignir á X verði, þyrfti hann einnig að standa frammi fyrir því að þeir sem eru enn þá í skilum gætu séð markaðsvirði eigna sinna fara undir útistandandi höfuðstól. Niðurstaðan er því að hagsmunirnir eru þeir að selja ekki eignir og leigja þær frekar út til að forðast lækkun fasteigna og þar af leiðandi að forðast frekari vanskil á því markaðssvæði. Hver er tilgangur þess að leigja út sjö hundruð fasteignir á verði sem Íbúðalánasjóður telur vera kostnaðarverð? Íbúðalánasjóður er nú þegar gjaldþrota, er að lenda í miklum vandræðum með reiðufé sem hann kemur ekki í útlán og er að ganga í gegnum tímabil mikilla vanskila og höfuðstólsleiðréttinga. Er þetta þá rétti tíminn til þess að taka fullnustueignir félagsins og leigja þær út á kostnaðarverði? Er þetta heiðarlegt útspil Íbúðalánasjóðs gagnvart einkaaðilum á fasteignamarkaði? Er það stefna hins opinbera að reka fasteignir á kostnaðarverði? Er möguleiki að þetta nýja fasteignafélag Íbúðalánasjóðs verði nýr baggi á rekstri sjóðsins? Arðsemissjónarmið Undirritaður telur mikilvægt að arðsemissjónarmið eigi að ráða för þegar að farið er út í atvinnurekstur og þá sérstaklega fjárhagslega viðkvæman rekstur eins og rekstur fasteigna er. Undirritaður telur einnig mjög óeðlilegt að fasteignir Íbúðalánasjóðs séu einfaldlega ekki auglýstar til sölu á því markaðsverði sem fæst fyrir eignirnar, þar sem Íbúðalánasjóður er útlánafyrirtæki en ekki fasteignarekandi. „Þegar viðskipti verða að fjárfestingu", er eitthvað sem kemur í hugann þegar maður les um áform Íbúðalánasjóðs. Sá sem sér viðskiptatækifæri í því að kaupa t.d. íbúð og gera hana upp, til þess að hagnast á endursölu. Þegar verð í endursölu er ekki það sem hann bjóst við, ákveður hann að búa sjálfur í íbúðinni, viðskiptin breyttust í fjárfestingu. Sama gildir um Íbúðalánasjóð. Sjóðurinn lánaði til fasteignakaupa á Íslandi og sá viðskipti í því. Þegar endurheimtur lánanna verða síðan aðrar en var lagt upp með í byrjun, ákveður sjóðurinn að reka sjálfur þær eignir sem hann lánaði fyrir en fengust ekki endurgreiddar. Viðskiptin urðu að fjárfestingu og nú á að reka fjárfestinguna á kostnaðarverði. Undirritaður vonar að ráðamenn séu ekki að endurtaka mistök sænskra stjórnvalda í fjármálakreppu Norðurlandanna um 1992 þegar fasteignafélög voru stofnuð úr „slæmum" eignum banka.
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun