Að æfa sig í foreldrahlutverkinu 18. desember 2012 06:00 Hér í Brekkubæjarskóla á Akranesi höfum við undanfarin ár boðið nemendum í 10. bekk að taka þátt í forvarnarverkefninu „Hugsað um barn". Verkefnið, sem er vinsælt hjá nemendum, felst í því að drengir og stúlkur fá ungbarnahermi með sér heim og fá reynslu af því að annast „ungbarn" allan sólarhringinn í tvo daga. Þessi reynsla felur í sér tækifæri til að læra um umönnun ungbarna, gera mistök og leiðrétta þau án þess að það hafi áhrif á raunverulegt barn. Kennsluaðferðin er sú sem hentar flestum, að læra með því að gera. Þátttaka drengja og stúlkna er nálægt því jöfn og er því um jákvætt jafnréttisverkefni að ræða. Markmiðið með „Hugsað um barn" raunveruleikanáminu er gera einstaklinga meðvitaða um þá ábyrgð og álag sem fylgir því að annast ungbarn, en vitund um mikilvægi góðrar umönnunar ungbarna er alltaf að aukast. Tveir nemar í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, þær Hrafnhildur Eyþórsdóttir og Kristín B. Flygenring, fjölluðu um verkefnið „Hugsað um barn" í lokaverkefni sínu til BSc-gráðu í hjúkrunarfræði. Tilgangurinn var að kanna reynslu unglinga og foreldra þeirra af verkefninu. „Margar rannsóknir hafa sýnt fram á góðan árangur verkefnisins. Það virðist auðvelda unglingum að gera sér raunhæfar hugmyndir um foreldrahlutverkið. Foreldrar voru almennt ánægðir með verkefnið, töldu það hafa góð áhrif á samskipi þeirra við unglingana og það opnaði fyrir umræður um kynferðismál." Í aukinni hættu Einnig vekja þær athygli á því að börn unglinga eru í aukinni hættu á námserfiðleikum og eins eru þau í meiri hættu á að verða fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hjúkrunarfræði- og kennaranemar í HÍ og laganemar í HR hafa einnig notað verkefnið í námi sínu. Allir hóparnir mæla með verkefninu. Verkefnið hlaut fjórar tilnefningar til foreldraverðlauna Heimilis og skóla árið 2009. Rauði kross Íslands og Brekkubæjarskóli hlutu tilnefningu fyrir þátttöku í verkefninu. Einnig hlaut verkefnið tilnefningu árin 2005 og 2006. Foreldrahelgarnar eru alltaf jafn skemmtilegar. Krakkarnir stofna oft til foreldrahópa þar sem þeir koma saman með börnin. Stelpurnar eru yfirleitt mun spenntari en strákarnir fyrir helgina, en útkoman er yfirleitt þannig að þeir eru mjög ánægðir að helginni lokinni. Ég varð vör við það þegar ég þurfti að fara að aðstoða einn strák með barnið sitt, sem honum fannst gráta full mikið, að á heimili hans voru saman komnir nokkrir bekkjarfélagar. Þeir sátu saman inni í herbegi og voru að dást að barni hver annars. Foreldrar njóta þess að sjá unglinginn í umönnunarhlutverki og það verða til tækifæri fyrir innihaldsrík samskipti. Reynsla unglingsins af því að þurfa að setja sjálfan sig til hliðar um stund fyrir „umönnunarhlutverkið" og geta ekki eins greiðlega gert það sem honum kemur til hugar er eftirsóknarverð fyrir þroska og þróun unglingsins. Einnig er ómetanlegt að nota áhuga nemenda á málefninu í umræðu um mikilvægi heilbrigðis í bráð og lengd, þeim og börnum þeirra í framtíðinni til heilla. Unglingar kynnast því hvernig það er að vera „foreldri" í stuttan tíma og ábyrgðinni og álaginu sem því fylgir að fullnægja þörfum ungbarns og þeir fá fræðslu um kynheilbrigði út frá víðara sjónarhorni en hefur verið hingað til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Sjá meira
Hér í Brekkubæjarskóla á Akranesi höfum við undanfarin ár boðið nemendum í 10. bekk að taka þátt í forvarnarverkefninu „Hugsað um barn". Verkefnið, sem er vinsælt hjá nemendum, felst í því að drengir og stúlkur fá ungbarnahermi með sér heim og fá reynslu af því að annast „ungbarn" allan sólarhringinn í tvo daga. Þessi reynsla felur í sér tækifæri til að læra um umönnun ungbarna, gera mistök og leiðrétta þau án þess að það hafi áhrif á raunverulegt barn. Kennsluaðferðin er sú sem hentar flestum, að læra með því að gera. Þátttaka drengja og stúlkna er nálægt því jöfn og er því um jákvætt jafnréttisverkefni að ræða. Markmiðið með „Hugsað um barn" raunveruleikanáminu er gera einstaklinga meðvitaða um þá ábyrgð og álag sem fylgir því að annast ungbarn, en vitund um mikilvægi góðrar umönnunar ungbarna er alltaf að aukast. Tveir nemar í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, þær Hrafnhildur Eyþórsdóttir og Kristín B. Flygenring, fjölluðu um verkefnið „Hugsað um barn" í lokaverkefni sínu til BSc-gráðu í hjúkrunarfræði. Tilgangurinn var að kanna reynslu unglinga og foreldra þeirra af verkefninu. „Margar rannsóknir hafa sýnt fram á góðan árangur verkefnisins. Það virðist auðvelda unglingum að gera sér raunhæfar hugmyndir um foreldrahlutverkið. Foreldrar voru almennt ánægðir með verkefnið, töldu það hafa góð áhrif á samskipi þeirra við unglingana og það opnaði fyrir umræður um kynferðismál." Í aukinni hættu Einnig vekja þær athygli á því að börn unglinga eru í aukinni hættu á námserfiðleikum og eins eru þau í meiri hættu á að verða fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hjúkrunarfræði- og kennaranemar í HÍ og laganemar í HR hafa einnig notað verkefnið í námi sínu. Allir hóparnir mæla með verkefninu. Verkefnið hlaut fjórar tilnefningar til foreldraverðlauna Heimilis og skóla árið 2009. Rauði kross Íslands og Brekkubæjarskóli hlutu tilnefningu fyrir þátttöku í verkefninu. Einnig hlaut verkefnið tilnefningu árin 2005 og 2006. Foreldrahelgarnar eru alltaf jafn skemmtilegar. Krakkarnir stofna oft til foreldrahópa þar sem þeir koma saman með börnin. Stelpurnar eru yfirleitt mun spenntari en strákarnir fyrir helgina, en útkoman er yfirleitt þannig að þeir eru mjög ánægðir að helginni lokinni. Ég varð vör við það þegar ég þurfti að fara að aðstoða einn strák með barnið sitt, sem honum fannst gráta full mikið, að á heimili hans voru saman komnir nokkrir bekkjarfélagar. Þeir sátu saman inni í herbegi og voru að dást að barni hver annars. Foreldrar njóta þess að sjá unglinginn í umönnunarhlutverki og það verða til tækifæri fyrir innihaldsrík samskipti. Reynsla unglingsins af því að þurfa að setja sjálfan sig til hliðar um stund fyrir „umönnunarhlutverkið" og geta ekki eins greiðlega gert það sem honum kemur til hugar er eftirsóknarverð fyrir þroska og þróun unglingsins. Einnig er ómetanlegt að nota áhuga nemenda á málefninu í umræðu um mikilvægi heilbrigðis í bráð og lengd, þeim og börnum þeirra í framtíðinni til heilla. Unglingar kynnast því hvernig það er að vera „foreldri" í stuttan tíma og ábyrgðinni og álaginu sem því fylgir að fullnægja þörfum ungbarns og þeir fá fræðslu um kynheilbrigði út frá víðara sjónarhorni en hefur verið hingað til.
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar