Gjöf þings til þjóðar 18. desember 2012 06:00 Þegar ríkisstjórn vinstri flokkanna eftirlét þjóðinni stjórnarskrána komst loks skriður á málið. Stjórnlaganefnd var skipuð og blásið til þjóðfundar. Afraksturinn varð svo veganesti stjórnlagaráðs sem fullgerði frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Frumvarpið var afhent Alþingi síðsumars 2011 og sent stjórnlagaráði aftur til lokayfirferðar í mars 2012. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið lá svo fyrir þann 21. október sl. Hún var ótvíræð: Þjóðin þáði hina nýju stjórnarskrá með þökkum. Valdastéttir Og ekki að furða. Hún inniber þau lýðréttindi sem valdastéttir samfélagsins hafa kerfisbundið haldið frá þjóðinni. Stjórnmálaflokkar forðast valddreifingu eins og heitan eld og vilja að þjóðin dansi í kringum þá en ekki öfugt. Þess vegna er persónukjör þeim andstætt, upplýsing almennings og þjóðaratkvæðagreiðslur. Sömuleiðis vilja viðhlæjendur stjórnmálaflokkanna halda auðlindanýtingu fyrir sig eina og hafna þjóðareign og frjálsri samkeppni. Enda hafa slíkir lagt sig í líma við að gagnrýna hið lýðræðislega ferli nýrrar stjórnarskrár, fundið því allt til foráttu og lagt steina í götu þess. Talað er um sátt sem ekki er til og allt gert til að drepa málinu á dreif. Málþóf stjórnarandstöðunnar fellur undir sama hatt. En þrátt fyrir þetta fyrirferðarmikla andóf er meðbyr úr einni átt. Frá þjóðinni sjálfri. Hún hefur ekki mikið álit á varnaðarorðum þingmanna og sérfræðinga enda ekki langt síðan hún sviðnaði undan sömu aðilum. Stjórnarskrármálið er eina málið sem ríkisstjórnin getur úr þessu klárað með sóma. Ruglumbull er að láta sérfræðinga tefja för þess frekar. Minnumst þess að þingmeirihluti færði þjóðinni stjórnarskrárgjöfina, þjóðin tók við henni, kláraði og samþykkti afraksturinn. Þinginu ber því skylda til að standa við sinn hlut og samþykkja nýja stjórnarskrá óbreytta fyrir þinglok. Annað væri óhæfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar ríkisstjórn vinstri flokkanna eftirlét þjóðinni stjórnarskrána komst loks skriður á málið. Stjórnlaganefnd var skipuð og blásið til þjóðfundar. Afraksturinn varð svo veganesti stjórnlagaráðs sem fullgerði frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Frumvarpið var afhent Alþingi síðsumars 2011 og sent stjórnlagaráði aftur til lokayfirferðar í mars 2012. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið lá svo fyrir þann 21. október sl. Hún var ótvíræð: Þjóðin þáði hina nýju stjórnarskrá með þökkum. Valdastéttir Og ekki að furða. Hún inniber þau lýðréttindi sem valdastéttir samfélagsins hafa kerfisbundið haldið frá þjóðinni. Stjórnmálaflokkar forðast valddreifingu eins og heitan eld og vilja að þjóðin dansi í kringum þá en ekki öfugt. Þess vegna er persónukjör þeim andstætt, upplýsing almennings og þjóðaratkvæðagreiðslur. Sömuleiðis vilja viðhlæjendur stjórnmálaflokkanna halda auðlindanýtingu fyrir sig eina og hafna þjóðareign og frjálsri samkeppni. Enda hafa slíkir lagt sig í líma við að gagnrýna hið lýðræðislega ferli nýrrar stjórnarskrár, fundið því allt til foráttu og lagt steina í götu þess. Talað er um sátt sem ekki er til og allt gert til að drepa málinu á dreif. Málþóf stjórnarandstöðunnar fellur undir sama hatt. En þrátt fyrir þetta fyrirferðarmikla andóf er meðbyr úr einni átt. Frá þjóðinni sjálfri. Hún hefur ekki mikið álit á varnaðarorðum þingmanna og sérfræðinga enda ekki langt síðan hún sviðnaði undan sömu aðilum. Stjórnarskrármálið er eina málið sem ríkisstjórnin getur úr þessu klárað með sóma. Ruglumbull er að láta sérfræðinga tefja för þess frekar. Minnumst þess að þingmeirihluti færði þjóðinni stjórnarskrárgjöfina, þjóðin tók við henni, kláraði og samþykkti afraksturinn. Þinginu ber því skylda til að standa við sinn hlut og samþykkja nýja stjórnarskrá óbreytta fyrir þinglok. Annað væri óhæfa.
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun