Er Reykjavík ljót, döpur, leiðinleg og vanþroskuð? 19. desember 2012 06:00 Arkitektúrinn í Reykjavík er víða hryllilega ljótur og þunglyndislega fráhrindandi. Og skipulagið morandi í óafturkræfum byggingarslysum sem bera vitni um aumkunarverðan skort á fagurfræðilegu skynbragði. Og nú stendur til að bæta enn fleiri forljótum slysum á listann. Því harmrænu trúðarnir í Ráðhúsinu eru búnir að samþykkja aðför að miðborg Reykjavíkur. Þeir vilja troða þangað ca 290.000 fermetra fangelsislegum verksmiðjukumböldum í formi stærsta sjúkrahúss Íslandssögunnar – á eina fallegustu, dýrustu og eftirsóttustu lóð miðborgarinnar. Sem mun ekki aðeins eyðileggja tækifærin fyrir skemmtilega starfsemi og lífsglatt fólk til að búa þarna – heldur líka sjúkrahúsið sjálft. Og skemma auk þess möguleika miðborgar Reykjavíkur til að þroskast eðlilega. Aðþrengd miðborg Sá agnarsmái blettur sem rúmar miðborg Reykjavíkur er löngu orðinn svo aðþrengdur að miðborgin hefur í mörg ár alls ekki getað þroskast eðlilega. Og á meðan er tíu sinnum stærra flæmi sóað undir steindautt flugvallarmalbik hinum megin við Gömlu Hringbraut. Einmitt þar sem vaxtarmöguleikar miðborgar Reykjavíkur liggja. Auk hinnar rándýru og gullfallegu lóðar sem nú stendur til að eyðileggja undir fárveikt fólk í sjúkrarúmum og illa lyktandi spítalaganga. Hve mörg forljót og ómanneskjuleg hverfi eru í Reykjavík? Sem þóttu e.t.v. voðalega fín í augum yfirlætisfullra, þröngsýnna og smekklausra verkfræðinga og skipulagsfræðinga á sínum tíma? Vilja Íslendingar að endanlega verði gengið að miðborg Reykjavíkur dauðri? Viljum við fleiri forljótar byggingar og fleiri ómanneskjuleg hverfi sem líta út eins og fangelsishverfi? Meiri ljótleika? Fleiri skipulagsslys? Hve margar fjölskyldur? Hve margar frískar fjölskyldur skyldu geta lifað á u.þ.b. 290.000 fermetrum? Hve margar smáverslanir, kaffihús, gallerí og hótel fyrir ferðamenn? Þetta byggingarmagn er ígildi u.þ.b. 75% af öllu íbúðarrými í 101 Reykjavík! Það er ígildi 5 Flugstöðva Leifs Eiríkssonar, 5 Smáralinda, 12 herstöðva eins og þeirrar sem var á Keflavíkurflugvelli, 25 Orkuveituhúsa, 67 ráðhúsa, 73 Þjóðminjasafna, 149 Þjóðarbókhlaða eða 248 innanríkisráðuneyta! Hvers virði skyldi þessi lóð ríkisins við Gömlu Hringbraut, Eiríksgötu og Barónsstíg í miðborg Reykjavíkur vera í peningum – ef hún yrði seld undir blandaða byggð fyrir lífsglatt og fullfrískt fólk sem þráir að búa þarna? Og gömlu byggingarnar e.t.v. undir hótel? Erum við að tala um milljarðatugi? Skyldi e.t.v. vera hægt að greiða fjórðung af byggingarkostnaði við stærsta sjúkrahús Íslandssögunnar á réttri lóð fyrir andvirðið? Daprasta svæði Íslands Miðborg Reykjavíkur er sorglega fábrotin, niðurnídd og líflaus. Hún er orðin að einu daprasta svæði landsins og líkist meira afskekktu grotnandi þorpi en miðborg í höfuðborg vestræns ríkis. Enda nenna fáir þangað til að versla nema ferðamenn og ölótt fólk sem brýtur flöskur þar um helgar. Hús grotna niður, verslanir loka og fólk fer upp í Kringlu eða Smáralind. Hvers vegna er spítalanum ekki fundin viðeigandi lóð með ofgnótt af plássi þar sem hann getur notið sín til fulls? Í stað þess að eyða í hann dýrasta lóðarfermetraverði landsins þar sem fólk þráir að búa? Og hvað á að gera þegar byggja þarf við risasjúkrahúsið? Hvar á þá að fá lóðarpláss? Á þá að færa það? Því ævaforn áform um nýjan Landspítala við Hringbraut byggðu aldrei á 290 þúsund fermetra risamannvirki. Þessi áform eru sérstaklega galin og ósmekkleg í ljósi þess að staðsetningin er beinlínis skaðleg hagsmunum sjúkrahússins – sem þarf að laga sig að þrengslum í stað þess að njóta sín fullkomlega á eigin forsendum á plássríkri lóð. Og það er nóg af slíkum lóðum í Reykjavík. Og þá má spyrja: Hvers vegna er Reykjavík jafnljót, jafndöpur, jafnleiðinleg og jafnvanþroskuð og raun ber vitni um? Er það vegna þess að sumir íbúar hennar eru einmitt allt þetta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Arkitektúrinn í Reykjavík er víða hryllilega ljótur og þunglyndislega fráhrindandi. Og skipulagið morandi í óafturkræfum byggingarslysum sem bera vitni um aumkunarverðan skort á fagurfræðilegu skynbragði. Og nú stendur til að bæta enn fleiri forljótum slysum á listann. Því harmrænu trúðarnir í Ráðhúsinu eru búnir að samþykkja aðför að miðborg Reykjavíkur. Þeir vilja troða þangað ca 290.000 fermetra fangelsislegum verksmiðjukumböldum í formi stærsta sjúkrahúss Íslandssögunnar – á eina fallegustu, dýrustu og eftirsóttustu lóð miðborgarinnar. Sem mun ekki aðeins eyðileggja tækifærin fyrir skemmtilega starfsemi og lífsglatt fólk til að búa þarna – heldur líka sjúkrahúsið sjálft. Og skemma auk þess möguleika miðborgar Reykjavíkur til að þroskast eðlilega. Aðþrengd miðborg Sá agnarsmái blettur sem rúmar miðborg Reykjavíkur er löngu orðinn svo aðþrengdur að miðborgin hefur í mörg ár alls ekki getað þroskast eðlilega. Og á meðan er tíu sinnum stærra flæmi sóað undir steindautt flugvallarmalbik hinum megin við Gömlu Hringbraut. Einmitt þar sem vaxtarmöguleikar miðborgar Reykjavíkur liggja. Auk hinnar rándýru og gullfallegu lóðar sem nú stendur til að eyðileggja undir fárveikt fólk í sjúkrarúmum og illa lyktandi spítalaganga. Hve mörg forljót og ómanneskjuleg hverfi eru í Reykjavík? Sem þóttu e.t.v. voðalega fín í augum yfirlætisfullra, þröngsýnna og smekklausra verkfræðinga og skipulagsfræðinga á sínum tíma? Vilja Íslendingar að endanlega verði gengið að miðborg Reykjavíkur dauðri? Viljum við fleiri forljótar byggingar og fleiri ómanneskjuleg hverfi sem líta út eins og fangelsishverfi? Meiri ljótleika? Fleiri skipulagsslys? Hve margar fjölskyldur? Hve margar frískar fjölskyldur skyldu geta lifað á u.þ.b. 290.000 fermetrum? Hve margar smáverslanir, kaffihús, gallerí og hótel fyrir ferðamenn? Þetta byggingarmagn er ígildi u.þ.b. 75% af öllu íbúðarrými í 101 Reykjavík! Það er ígildi 5 Flugstöðva Leifs Eiríkssonar, 5 Smáralinda, 12 herstöðva eins og þeirrar sem var á Keflavíkurflugvelli, 25 Orkuveituhúsa, 67 ráðhúsa, 73 Þjóðminjasafna, 149 Þjóðarbókhlaða eða 248 innanríkisráðuneyta! Hvers virði skyldi þessi lóð ríkisins við Gömlu Hringbraut, Eiríksgötu og Barónsstíg í miðborg Reykjavíkur vera í peningum – ef hún yrði seld undir blandaða byggð fyrir lífsglatt og fullfrískt fólk sem þráir að búa þarna? Og gömlu byggingarnar e.t.v. undir hótel? Erum við að tala um milljarðatugi? Skyldi e.t.v. vera hægt að greiða fjórðung af byggingarkostnaði við stærsta sjúkrahús Íslandssögunnar á réttri lóð fyrir andvirðið? Daprasta svæði Íslands Miðborg Reykjavíkur er sorglega fábrotin, niðurnídd og líflaus. Hún er orðin að einu daprasta svæði landsins og líkist meira afskekktu grotnandi þorpi en miðborg í höfuðborg vestræns ríkis. Enda nenna fáir þangað til að versla nema ferðamenn og ölótt fólk sem brýtur flöskur þar um helgar. Hús grotna niður, verslanir loka og fólk fer upp í Kringlu eða Smáralind. Hvers vegna er spítalanum ekki fundin viðeigandi lóð með ofgnótt af plássi þar sem hann getur notið sín til fulls? Í stað þess að eyða í hann dýrasta lóðarfermetraverði landsins þar sem fólk þráir að búa? Og hvað á að gera þegar byggja þarf við risasjúkrahúsið? Hvar á þá að fá lóðarpláss? Á þá að færa það? Því ævaforn áform um nýjan Landspítala við Hringbraut byggðu aldrei á 290 þúsund fermetra risamannvirki. Þessi áform eru sérstaklega galin og ósmekkleg í ljósi þess að staðsetningin er beinlínis skaðleg hagsmunum sjúkrahússins – sem þarf að laga sig að þrengslum í stað þess að njóta sín fullkomlega á eigin forsendum á plássríkri lóð. Og það er nóg af slíkum lóðum í Reykjavík. Og þá má spyrja: Hvers vegna er Reykjavík jafnljót, jafndöpur, jafnleiðinleg og jafnvanþroskuð og raun ber vitni um? Er það vegna þess að sumir íbúar hennar eru einmitt allt þetta?
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun