Fræðsla á milli menningarheima 19. desember 2012 06:00 Aðgengi að þekkingu er í dag orðið auðveldara en nokkru sinni áður og allt virðist í nokkurra smella fjarlægð. Innihaldsríkasta leiðin til að kynnast öðrum menningarheimum og læra ný tungumál er þó að mínu mati enn í gegnum eigin upplifun. Þá einstæðu upplifun hefur AFS á Íslandi boðið upp á í 55 ár. Það er hreint út sagt ótrúlegt að vakna með nýtt og framandi tungumál í eyrunum, sækja skóla í landi sem þú hafðir áður einungis séð á landakorti og fá tækifæri til að öðlast skilning á ólíkri menningu frá fyrstu hendi. Finna þig í aðstæðum sem þú hélst að væru eingöngu til í kvikmyndum. Að sama skapi er það einstök tilfinning að fá að vera hluti af reynslu nýs fjölskyldumeðlims sem sækir Ísland heim. Hluti af reynslu erlends skiptinema sem fer í sund til að spjalla við pottverja á íslensku eftir einungis nokkra mánuði á landinu. Skiptinema sem tekur sig til og syngur afmælissönginn af innlifun í afmælum fjölskyldumeðlima á tungumáli sem þú hafðir aldrei heyrt áður. Tilgangur AFS er og hefur ávallt verið að stuðla að fræðslu á milli menningarheima og aðstoða þannig einstaklinga við að þróa þá þekkingu, hæfni og skilning sem þarf til að skapa réttlátari og friðsælli heim. Þetta er starf sem byggir að mestu leyti á framlagi sjálfboðaliða. Eykur víðsýni og skilning Fyrir nokkrum árum var gerð umfangsmikil könnun við Háskólann í Reykjavík um áhrif skiptináms AFS á ungmenni. Í samantekt lokaritgerðar um niðurstöðurnar kemur fram að skiptinám hafi „mikið gildi til frambúðar fyrir þá sem utan fara; tungumálakunnátta þeirra er mun meiri en samanburðarhópsins og gildir það ekki aðeins um þekkingu á tungumáli dvalarlandsins; viðhorf þeirra til útlendinga er jákvæðara og skilningur á framandi menningarheimum, siðum, venjum og gildum þroskaðri en hinna sem ekki fóru." Skiptinemadvöl á vegum AFS er því ekki einungis spennandi og öðruvísi lífsreynsla heldur einnig öflug óformleg menntun um aðra menningarheima sem nýtist sem ómetanlegt veganesti inn í framtíðina. Það er ekki eftir neinu að bíða – ég hvet þig til að kynna þér starf AFS nánar á vef okkar, afs.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgengi að þekkingu er í dag orðið auðveldara en nokkru sinni áður og allt virðist í nokkurra smella fjarlægð. Innihaldsríkasta leiðin til að kynnast öðrum menningarheimum og læra ný tungumál er þó að mínu mati enn í gegnum eigin upplifun. Þá einstæðu upplifun hefur AFS á Íslandi boðið upp á í 55 ár. Það er hreint út sagt ótrúlegt að vakna með nýtt og framandi tungumál í eyrunum, sækja skóla í landi sem þú hafðir áður einungis séð á landakorti og fá tækifæri til að öðlast skilning á ólíkri menningu frá fyrstu hendi. Finna þig í aðstæðum sem þú hélst að væru eingöngu til í kvikmyndum. Að sama skapi er það einstök tilfinning að fá að vera hluti af reynslu nýs fjölskyldumeðlims sem sækir Ísland heim. Hluti af reynslu erlends skiptinema sem fer í sund til að spjalla við pottverja á íslensku eftir einungis nokkra mánuði á landinu. Skiptinema sem tekur sig til og syngur afmælissönginn af innlifun í afmælum fjölskyldumeðlima á tungumáli sem þú hafðir aldrei heyrt áður. Tilgangur AFS er og hefur ávallt verið að stuðla að fræðslu á milli menningarheima og aðstoða þannig einstaklinga við að þróa þá þekkingu, hæfni og skilning sem þarf til að skapa réttlátari og friðsælli heim. Þetta er starf sem byggir að mestu leyti á framlagi sjálfboðaliða. Eykur víðsýni og skilning Fyrir nokkrum árum var gerð umfangsmikil könnun við Háskólann í Reykjavík um áhrif skiptináms AFS á ungmenni. Í samantekt lokaritgerðar um niðurstöðurnar kemur fram að skiptinám hafi „mikið gildi til frambúðar fyrir þá sem utan fara; tungumálakunnátta þeirra er mun meiri en samanburðarhópsins og gildir það ekki aðeins um þekkingu á tungumáli dvalarlandsins; viðhorf þeirra til útlendinga er jákvæðara og skilningur á framandi menningarheimum, siðum, venjum og gildum þroskaðri en hinna sem ekki fóru." Skiptinemadvöl á vegum AFS er því ekki einungis spennandi og öðruvísi lífsreynsla heldur einnig öflug óformleg menntun um aðra menningarheima sem nýtist sem ómetanlegt veganesti inn í framtíðina. Það er ekki eftir neinu að bíða – ég hvet þig til að kynna þér starf AFS nánar á vef okkar, afs.is.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun