Ferðasjóður íþróttafélaganna 19. desember 2012 06:00 Á fundi ríkisstjórnar Íslands í mars 2006 var samþykkt að koma á fót Ferðasjóði íþróttafélaga, sem ætlað var að jafna aðstöðumun og efla íþrótta- og forvarnarstarf. Íþróttahreyfingin hafði þá í áratug barist fyrir því að slíkur sjóður yrði stofnaður, ekki síst með tilliti til bætts öryggis iðkenda á ferðalögum á vegum íþróttafélaga. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón og umsýsla sjóðsins. Framlag ríkisins var ákveðið 180 m.kr. til þriggja ára og skiptist á eftirfarandi hátt: Árið 2007 30 m.kr., árið 2008 60 m.kr. og árið 2009 90 m.kr. ÍSÍ úthlutaði 30 m.kr. til íþrótta- og ungmennafélaga vegna ársins 2007 en strax árið 2008 var framlag til sjóðsins skert um milljón og því úthlutað 59 m.kr. vegna keppnisferða 2008. Í kjölfar efnahagshrunsins á landinu árið 2008 fékk ÍSÍ einungis 60 m.kr. úthlutað í stað þeirra 90 m.kr. sem áður höfðu verið samþykktar sem framlag ríkisins til sjóðsins vegna ársins 2009. Þrjátíu m.kr. af framlaginu var frestað og ekki til þeirra spurst síðan. Árið 2010 var framlag ríkisins til sjóðsins 57 m.kr. og árið 2011 54,1 m.kr. Á síðasta ári var samþykkt 12 m.kr. aukaframlag til Ferðasjóðs íþróttafélaga á síðustu metrum fjárlagagerðar sem hífði framlagið upp í 64,7 m.kr. Í drögum að Fjárlögum Alþingis fyrir árið 2013 er framlagið svo fallið niður í 52,7 m.kr. og munar um minna á erfiðu árferði. Í viðkvæmum rekstri íþróttafélaga er óstöðugleiki í úthlutunum ekki til að einfalda hlutina. Lykilhlutverk Á þeim fimm árum sem sjóðurinn hefur verið til hefur allur kostnaður við keppnisferðir aukist gríðarlega, ekki síst með hækkunum á eldsneyti og flugfargjöldum. Ferðakostnaður er að sliga mörg íþróttafélög í landinu. Ferðasjóður íþróttafélaga hefur spilað lykilhlutverk í því að gera íþrótta- og ungmennafélögum landsins kleift að taka þátt í öflugu mótastarfi hreyfingarinnar. Ljóst er þó að framlag úr sjóðnum dreifist á marga aðila og verður því ekki nema dropi í hafið þegar heildarferðakostnaður íþróttahreyfingarinnar er skoðaður. Á síðasta ári nam heildarupphæð umsókna í sjóðinn ríflega 430 m.kr. Þá er ótalinn gistikostnaður, uppihald og annar kostnaður sem til fellur við slík ferðalög því einungis má telja til beinan ferðakostnað í umsóknum, þ.e. bensín- og aksturskostnað, bílaleigu, flugfargjöld og kostnað við ferjuflutning. Ekki eru öll mót styrkhæf og ekki er veittur styrkur vegna ferða sem eru innan við 150 km aðra leið. Í gagnagrunni Ferðasjóðs íþróttafélaga er að finna áhugaverðar upplýsingar um þann dugnað og elju sem íþróttahreyfingin og sjálfboðaliðar hennar sýna við það að skapa börnum og unglingum tækifæri til að etja kappi við jafnaldra sína í öðrum landshlutum. Hætt er við að íþróttalífið í landinu yrði litlaust ef félög úr öllum landshlutum gætu ekki lengur sent lið til keppni sökum ferðakostnaðar. Í fjölmiðlum hefur nýlega komið fram að íþróttafélag á landsbyggðinni ætli sér frekar að aka með lið sín en að taka flugið í vetur sökum mikilla hækkana á flugfargjöldum á milli ára. Þá má spyrja sig hvort upphafleg markmið sjóðsins um öryggi iðkenda séu að verða undir í viðleitni íþróttafélaga við að halda rekstrinum réttu megin við núllið. Það er von okkar í íþróttahreyfingunni að fjárveitingavaldið kynni sér málefni Ferðasjóðs íþróttafélaga vel og vinni að því að tryggja meira og stöðugra fjármagn í sjóðinn svo að áfram megi verða öflugt og fjölbreytt íþróttalíf um allt Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á fundi ríkisstjórnar Íslands í mars 2006 var samþykkt að koma á fót Ferðasjóði íþróttafélaga, sem ætlað var að jafna aðstöðumun og efla íþrótta- og forvarnarstarf. Íþróttahreyfingin hafði þá í áratug barist fyrir því að slíkur sjóður yrði stofnaður, ekki síst með tilliti til bætts öryggis iðkenda á ferðalögum á vegum íþróttafélaga. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón og umsýsla sjóðsins. Framlag ríkisins var ákveðið 180 m.kr. til þriggja ára og skiptist á eftirfarandi hátt: Árið 2007 30 m.kr., árið 2008 60 m.kr. og árið 2009 90 m.kr. ÍSÍ úthlutaði 30 m.kr. til íþrótta- og ungmennafélaga vegna ársins 2007 en strax árið 2008 var framlag til sjóðsins skert um milljón og því úthlutað 59 m.kr. vegna keppnisferða 2008. Í kjölfar efnahagshrunsins á landinu árið 2008 fékk ÍSÍ einungis 60 m.kr. úthlutað í stað þeirra 90 m.kr. sem áður höfðu verið samþykktar sem framlag ríkisins til sjóðsins vegna ársins 2009. Þrjátíu m.kr. af framlaginu var frestað og ekki til þeirra spurst síðan. Árið 2010 var framlag ríkisins til sjóðsins 57 m.kr. og árið 2011 54,1 m.kr. Á síðasta ári var samþykkt 12 m.kr. aukaframlag til Ferðasjóðs íþróttafélaga á síðustu metrum fjárlagagerðar sem hífði framlagið upp í 64,7 m.kr. Í drögum að Fjárlögum Alþingis fyrir árið 2013 er framlagið svo fallið niður í 52,7 m.kr. og munar um minna á erfiðu árferði. Í viðkvæmum rekstri íþróttafélaga er óstöðugleiki í úthlutunum ekki til að einfalda hlutina. Lykilhlutverk Á þeim fimm árum sem sjóðurinn hefur verið til hefur allur kostnaður við keppnisferðir aukist gríðarlega, ekki síst með hækkunum á eldsneyti og flugfargjöldum. Ferðakostnaður er að sliga mörg íþróttafélög í landinu. Ferðasjóður íþróttafélaga hefur spilað lykilhlutverk í því að gera íþrótta- og ungmennafélögum landsins kleift að taka þátt í öflugu mótastarfi hreyfingarinnar. Ljóst er þó að framlag úr sjóðnum dreifist á marga aðila og verður því ekki nema dropi í hafið þegar heildarferðakostnaður íþróttahreyfingarinnar er skoðaður. Á síðasta ári nam heildarupphæð umsókna í sjóðinn ríflega 430 m.kr. Þá er ótalinn gistikostnaður, uppihald og annar kostnaður sem til fellur við slík ferðalög því einungis má telja til beinan ferðakostnað í umsóknum, þ.e. bensín- og aksturskostnað, bílaleigu, flugfargjöld og kostnað við ferjuflutning. Ekki eru öll mót styrkhæf og ekki er veittur styrkur vegna ferða sem eru innan við 150 km aðra leið. Í gagnagrunni Ferðasjóðs íþróttafélaga er að finna áhugaverðar upplýsingar um þann dugnað og elju sem íþróttahreyfingin og sjálfboðaliðar hennar sýna við það að skapa börnum og unglingum tækifæri til að etja kappi við jafnaldra sína í öðrum landshlutum. Hætt er við að íþróttalífið í landinu yrði litlaust ef félög úr öllum landshlutum gætu ekki lengur sent lið til keppni sökum ferðakostnaðar. Í fjölmiðlum hefur nýlega komið fram að íþróttafélag á landsbyggðinni ætli sér frekar að aka með lið sín en að taka flugið í vetur sökum mikilla hækkana á flugfargjöldum á milli ára. Þá má spyrja sig hvort upphafleg markmið sjóðsins um öryggi iðkenda séu að verða undir í viðleitni íþróttafélaga við að halda rekstrinum réttu megin við núllið. Það er von okkar í íþróttahreyfingunni að fjárveitingavaldið kynni sér málefni Ferðasjóðs íþróttafélaga vel og vinni að því að tryggja meira og stöðugra fjármagn í sjóðinn svo að áfram megi verða öflugt og fjölbreytt íþróttalíf um allt Ísland.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun