Jack White með öruggan sigur 20. desember 2012 06:00 Bestu erlendu plöturnar umslög Fréttablaðið leitaði til valinna sérfræðinga til þess að ganga úr skugga um það hverjar væru bestu plötur ársins 2012. 19 manns skiluðu inn listum yfir bestu erlendu plöturnar, gagnrýnendur, fjölmiðlafólk og nafntogaðir tónlistaráhugamenn. Platan sem er í efsta sæti á lista hvers og eins fær 5 stig, platan í öðru sæti 4 stig og þannig koll af kolli. Ef tvær plötur fá jafn mörg stig þá fær sú plata sem er með fleiri tilnefningar hærra sæti á heildarlistanum. Það er tvennt sem einkennir valið í ár. Í fyrsta lagi eru sömu plöturnar í toppsætunum og hafa verið að raða sér efst á svipaða lista í erlendum miðlum undanfarnar vikur og í öðru lagi fá mjög margar plötur aðeins eina tilnefningu. Það kemur sennilega engum á óvart að Íslandsvinurinn og fyrrum White Stripes-forsprakkinn Jack White sigrar nokkuð örugglega með sinni fyrstu sólóplötu Blunderbuss sem fær 28 stig. Platan fékk frábæra dóma og góðar viðtökur plötukaupenda strax og hún kom út síðasta vor. Í öðru sæti er svo r&b undrabarnið Franc Ocean og platan hans Channel Orange með 20 stig. Næstar koma svo plötur Alt J, Fionu Apple og Bat for Lashes. Allt plötur sem hafa verið að fá mikið lof í tónlistarmiðlum víða um heim. Oft hafa gamlir meistarar komið mjög vel út á listum af þessu tagi. Meirihluti listamannanna í tíu efstu sætunum í ár eru samt frekar ungir. Undantekningin er Neil Young sem nær sjöunda sæti með sinni nýjustu plötu. Rómaðar plötur Bob Dylans og Bruce Springsteens sem komu út á árinu ná hins vegar ekki inn á topp tíu. Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Fréttablaðið leitaði til valinna sérfræðinga til þess að ganga úr skugga um það hverjar væru bestu plötur ársins 2012. 19 manns skiluðu inn listum yfir bestu erlendu plöturnar, gagnrýnendur, fjölmiðlafólk og nafntogaðir tónlistaráhugamenn. Platan sem er í efsta sæti á lista hvers og eins fær 5 stig, platan í öðru sæti 4 stig og þannig koll af kolli. Ef tvær plötur fá jafn mörg stig þá fær sú plata sem er með fleiri tilnefningar hærra sæti á heildarlistanum. Það er tvennt sem einkennir valið í ár. Í fyrsta lagi eru sömu plöturnar í toppsætunum og hafa verið að raða sér efst á svipaða lista í erlendum miðlum undanfarnar vikur og í öðru lagi fá mjög margar plötur aðeins eina tilnefningu. Það kemur sennilega engum á óvart að Íslandsvinurinn og fyrrum White Stripes-forsprakkinn Jack White sigrar nokkuð örugglega með sinni fyrstu sólóplötu Blunderbuss sem fær 28 stig. Platan fékk frábæra dóma og góðar viðtökur plötukaupenda strax og hún kom út síðasta vor. Í öðru sæti er svo r&b undrabarnið Franc Ocean og platan hans Channel Orange með 20 stig. Næstar koma svo plötur Alt J, Fionu Apple og Bat for Lashes. Allt plötur sem hafa verið að fá mikið lof í tónlistarmiðlum víða um heim. Oft hafa gamlir meistarar komið mjög vel út á listum af þessu tagi. Meirihluti listamannanna í tíu efstu sætunum í ár eru samt frekar ungir. Undantekningin er Neil Young sem nær sjöunda sæti með sinni nýjustu plötu. Rómaðar plötur Bob Dylans og Bruce Springsteens sem komu út á árinu ná hins vegar ekki inn á topp tíu.
Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira