Hvernig líður þér um jólin? Heimir Snorrason og Íris Stefánsdóttir skrifar 21. desember 2012 06:00 Jólin eru tími barnanna. Á jólunum gerum við okkur dagamun, klæðum okkur upp og eigum samveru með fjölskyldu og vinum yfir gjöfum, hátíðarmat, bókum og spilum. Væntanlega geta allir foreldrar tekið undir þá ósk að börn fái að njóta hamingjuríkra jóla. Hins vegar getur það reynst snúið í nútíma samfélagi að uppfylla allar þær væntingar sem gerðar eru til jólahaldsins. Margt getur spilað þar inn í, eins og bág fjárhagsstaða, vinnuálag, ýmiss konar vandamál í fjölskyldu eða erfiðar minningar tengdar jólum. Því jólin eru líka tími tilfinninga og minninga. Við undirrituð störfum með börnum, unglingum og fullorðnum sem margir hverjir eiga um sárt að binda vegna áfengisdrykkju foreldra og náinna skyldmenna. Í mörgum tilfellum er sú reynsla einna sárust yfir jólahátíðina og merkjum við það í viðtölum sem við eigum við skjólstæðinga okkar. Á þessum tímamótum vakna því miður oft minningar um brostnar væntingar og svikin loforð. Slíkum minningum fylgja tilfinningar eins og depurð, kvíði eða vonleysi og við það magnast annað álag tengt þessum tíma til muna. Hnútur í maga Hvers konar minningar átt þú af jólum æsku þinnar, lesandi góður? Upplifðir þú ef til vill mikið álag, spennu og vanlíðan vegna áfengisneyslu sem var hluti af jólahaldinu? Hlustaðir þú eftir því þegar tappinn fór úr fyrstu flöskunni og fannst þá fyrir hnút í maga – sökk hjartað? Tókst þú eftir því með tilheyrandi kvíða þegar fólk fór að breytast í háttum með aukinni drykkju? Reyndir þú að forða foreldrum frá deilumálum með því að draga athyglina að sjálfum þér? Varst þú sífellt að fylgjast með foreldrum þínum og gast þess vegna ekki notið þín? Varst þú vonsvikinn og dapur yfir því að þínir nánustu gátu ekki veitt þér það öryggi og þá vellíðan sem við öll óskum eftir, sérstaklega á jólunum? Voru gjafirnar ef til vill lítil sárabót fyrir jól vonbrigða og kvíða? Mögulega kannast þú við einhverjar slíkar lýsingar en telur þína drykkju á jólum í dag ekki vera þess eðlis að börnin þín finni fyrir sömu líðan og þú gerðir í þinni barnæsku. Kannski er þín áfengisdrykkja með öðru sniði en hjá foreldrum þínum og að þínu mati mun hóflegri. Taktu þó stund til að rifja upp þínar minningar um jólahald í æsku. Hugsaðu með þér hvað það var sem gladdi þig mest og hvað olli þér mestu hugarangri. Hvernig hefðir þú viljað hafa pabba og mömmu um jólin? Reyndu svo að líta í eigin barm og spurðu sjálfan þig hvort þú sért mögulega að endurtaka leikinn, kannski bara í örlítið breyttri mynd. Ef áfengisneysla var vandamál í þinni æsku er gott að skapa fjölskyldu sinni nýjar jólahefðir. Við hvetjum þig til þess að gera jólin að sannarlegri hátíð barnanna. Gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Jólin eru tími barnanna. Á jólunum gerum við okkur dagamun, klæðum okkur upp og eigum samveru með fjölskyldu og vinum yfir gjöfum, hátíðarmat, bókum og spilum. Væntanlega geta allir foreldrar tekið undir þá ósk að börn fái að njóta hamingjuríkra jóla. Hins vegar getur það reynst snúið í nútíma samfélagi að uppfylla allar þær væntingar sem gerðar eru til jólahaldsins. Margt getur spilað þar inn í, eins og bág fjárhagsstaða, vinnuálag, ýmiss konar vandamál í fjölskyldu eða erfiðar minningar tengdar jólum. Því jólin eru líka tími tilfinninga og minninga. Við undirrituð störfum með börnum, unglingum og fullorðnum sem margir hverjir eiga um sárt að binda vegna áfengisdrykkju foreldra og náinna skyldmenna. Í mörgum tilfellum er sú reynsla einna sárust yfir jólahátíðina og merkjum við það í viðtölum sem við eigum við skjólstæðinga okkar. Á þessum tímamótum vakna því miður oft minningar um brostnar væntingar og svikin loforð. Slíkum minningum fylgja tilfinningar eins og depurð, kvíði eða vonleysi og við það magnast annað álag tengt þessum tíma til muna. Hnútur í maga Hvers konar minningar átt þú af jólum æsku þinnar, lesandi góður? Upplifðir þú ef til vill mikið álag, spennu og vanlíðan vegna áfengisneyslu sem var hluti af jólahaldinu? Hlustaðir þú eftir því þegar tappinn fór úr fyrstu flöskunni og fannst þá fyrir hnút í maga – sökk hjartað? Tókst þú eftir því með tilheyrandi kvíða þegar fólk fór að breytast í háttum með aukinni drykkju? Reyndir þú að forða foreldrum frá deilumálum með því að draga athyglina að sjálfum þér? Varst þú sífellt að fylgjast með foreldrum þínum og gast þess vegna ekki notið þín? Varst þú vonsvikinn og dapur yfir því að þínir nánustu gátu ekki veitt þér það öryggi og þá vellíðan sem við öll óskum eftir, sérstaklega á jólunum? Voru gjafirnar ef til vill lítil sárabót fyrir jól vonbrigða og kvíða? Mögulega kannast þú við einhverjar slíkar lýsingar en telur þína drykkju á jólum í dag ekki vera þess eðlis að börnin þín finni fyrir sömu líðan og þú gerðir í þinni barnæsku. Kannski er þín áfengisdrykkja með öðru sniði en hjá foreldrum þínum og að þínu mati mun hóflegri. Taktu þó stund til að rifja upp þínar minningar um jólahald í æsku. Hugsaðu með þér hvað það var sem gladdi þig mest og hvað olli þér mestu hugarangri. Hvernig hefðir þú viljað hafa pabba og mömmu um jólin? Reyndu svo að líta í eigin barm og spurðu sjálfan þig hvort þú sért mögulega að endurtaka leikinn, kannski bara í örlítið breyttri mynd. Ef áfengisneysla var vandamál í þinni æsku er gott að skapa fjölskyldu sinni nýjar jólahefðir. Við hvetjum þig til þess að gera jólin að sannarlegri hátíð barnanna. Gleðileg jól.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun