Skoðun

Hvað segðu menn þá?

Eiríkur Hjálmarsson skrifar
Það er hárrétt sem fram kom í grein hér í blaðinu í gær að Orkuveita Reykjavíkur á margt ógert til að endurvinna traust. Við starfsfólkið gerum okkur fulla grein fyrir því og að mörgu leyti höfum við leitað til uppruna veiturekstursins til að finna fjölina okkar.

Vatnsveitan er dýpsta rót veitureksturs Reykjavíkurborgar; hún varð 103 ára í sumar. Aðgangur að hreinu neysluvatni er réttur íbúa. Til að tryggja þann rétt hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu – hvert og eitt og öll í sameiningu – skilgreint vatnsverndarsvæði kringum vatnsbólin í Heiðmörkinni, sem hátt í 200 þúsund Íslendingar nýta.

Samkvæmt skipulagsreglugerð, reglugerð um neysluvatn og reglugerð um varnir gegn mengun vatns þykir ekki réttlætanlegt að leyfa frístundabyggð eða fasta búsetu á þeim svæðum sem næst vatnsbólum eru. Þar rekast auðvitað á hagsmunir; leigjenda sumarhúsalóða og almennings.

Ef við lítum nú á Heiðmörkina frá sjónarhóli viðskiptavina vatnsveitunnar og spyrjum okkur: Hvað myndu menn segja ef vatnsveitan sjálf, Orkuveita Reykjavíkur, endurnýjaði samninga um byggðina þrátt fyrir skýr fyrirmæli sveitarstjórnanna og gildandi reglugerða? Skyti það ekkert skökku við? Væri það til þess fallið að endurvekja traust?




Skoðun

Sjá meira


×