Kirkja og klúbbur Eggert Eggertsson skrifar 22. desember 2012 06:00 Það er vandi að bera saman rekstur, kostnað og tekjur fyrirtækja og þá sérstaklega þegar fyrirtækin eru ólík. Niðurstaðan fer því alveg eftir því hvað höfundurinn velur að bera saman. Örn Bárður hefur í tveimur greinum borið saman tekjur Nesklúbbsins og ríkiskirkjunnar. Þar er saman ólíku að jafna og er fallið til að valda misskilningi og koma á misklíð. Þegar Íslendingur fæðist er hann skráður í trúfélag eða utan trúfélags að honum forspurðum. Þegar hann vex úr grasi ber honum að borga skatt, sóknargjald, til trúfélags og þá samkvæmt skráningu Hagstofunnar. Þeir sem ekki eru í trúfélagi borga sama gjald. Ríkisvaldið innheimtir gjaldið og greiðir til trúarfélaga og hirðir gjaldið til sín af þeim sem ekki eru í trúfélagi. Varðandi golfklúbba þá eru þeir eins og önnur íþróttafélög, frjáls félagasamtök. Hver og einn ákveður hvort hann vilji ganga í íþróttafélag og það er engin ríkistofnun sem sér um að innheimta fyrir þau ársgjaldið. Ef trúfélög og þá sérstaklega Þjóðkirkjan vill hafa golfhreyfinguna að leiðarljósi þá ætti hún að segja skilið við ríkisvaldið, hætta að láta Hagstofuna skrá félaga og innheimta sjálf félagagjaldið. 600 á biðlista Nesklúbburinn er fimmti fjölmennasti golfklúbbur landsins. Í honum eru 650 félagar en það eru 600 manns á biðlista eftir að komast í klúbbinn. Vegna tregðu bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi þá hafa þau ekki leyft stækkun vallarins þrátt fyrir nægt land, land sem enginn notar. Þess má geta að varpfuglar hafa flutt sig yfir á Suðurnesið til að verpa í kringum golfbrautir klúbbsins. Á biðlistanum í Nesklúbbinn eru mörg börn og flest þeirra búa á Seltjarnarnesi. Það er samfélagslegt úrlausnarefni yfirvalda að leyfa stækkun vallarins til að Nesklúbburinn geti tekið við fleiri börnum og félögum. Öll börn eiga að fá að njóta útvistar og hreyfingar. Rekstur golfhreyfingarinnar vekur athygli. Íþróttin er tiltölulega ung og hefur vaxið mjög hratt. Golfhreyfingin í heild sinni ætti að fá viðurkenningu fyrir einstakan árangur og góðan rekstur á erfiðleikatímum. Golfvellir hafa verið byggðir upp um allt land. Flestir ef ekki allir vellirnir er byggðir í sjálfboðavinnu og með styrk og stuðningi félaga í klúbbunum. Rekstur golfklúbba gengur misvel, sumir bera skuldir og aðrir hafa borð fyrir báru. Nesklúbburinn skilaði skuldlausum ársreikningi í ár. Ársreikningar eru samt aldrei tæmandi yfirlit. Þar kemur t.d. ekki fram rekstur sem stjórn hefur boðið út eins og rekstur matsölu og kennslu. Þar kemur heldur ekki fram vinna sjálfboðaliða. Golfvöllurinn er opinn allt árið fyrir félaga í klúbbnum og það eru stundaðar æfingar innanhúss yfir vetrartímann. Æfingaaðstaða að vetri til er verkefni sem Nesklúbburinn er að reyna að bæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vandi að bera saman rekstur, kostnað og tekjur fyrirtækja og þá sérstaklega þegar fyrirtækin eru ólík. Niðurstaðan fer því alveg eftir því hvað höfundurinn velur að bera saman. Örn Bárður hefur í tveimur greinum borið saman tekjur Nesklúbbsins og ríkiskirkjunnar. Þar er saman ólíku að jafna og er fallið til að valda misskilningi og koma á misklíð. Þegar Íslendingur fæðist er hann skráður í trúfélag eða utan trúfélags að honum forspurðum. Þegar hann vex úr grasi ber honum að borga skatt, sóknargjald, til trúfélags og þá samkvæmt skráningu Hagstofunnar. Þeir sem ekki eru í trúfélagi borga sama gjald. Ríkisvaldið innheimtir gjaldið og greiðir til trúarfélaga og hirðir gjaldið til sín af þeim sem ekki eru í trúfélagi. Varðandi golfklúbba þá eru þeir eins og önnur íþróttafélög, frjáls félagasamtök. Hver og einn ákveður hvort hann vilji ganga í íþróttafélag og það er engin ríkistofnun sem sér um að innheimta fyrir þau ársgjaldið. Ef trúfélög og þá sérstaklega Þjóðkirkjan vill hafa golfhreyfinguna að leiðarljósi þá ætti hún að segja skilið við ríkisvaldið, hætta að láta Hagstofuna skrá félaga og innheimta sjálf félagagjaldið. 600 á biðlista Nesklúbburinn er fimmti fjölmennasti golfklúbbur landsins. Í honum eru 650 félagar en það eru 600 manns á biðlista eftir að komast í klúbbinn. Vegna tregðu bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi þá hafa þau ekki leyft stækkun vallarins þrátt fyrir nægt land, land sem enginn notar. Þess má geta að varpfuglar hafa flutt sig yfir á Suðurnesið til að verpa í kringum golfbrautir klúbbsins. Á biðlistanum í Nesklúbbinn eru mörg börn og flest þeirra búa á Seltjarnarnesi. Það er samfélagslegt úrlausnarefni yfirvalda að leyfa stækkun vallarins til að Nesklúbburinn geti tekið við fleiri börnum og félögum. Öll börn eiga að fá að njóta útvistar og hreyfingar. Rekstur golfhreyfingarinnar vekur athygli. Íþróttin er tiltölulega ung og hefur vaxið mjög hratt. Golfhreyfingin í heild sinni ætti að fá viðurkenningu fyrir einstakan árangur og góðan rekstur á erfiðleikatímum. Golfvellir hafa verið byggðir upp um allt land. Flestir ef ekki allir vellirnir er byggðir í sjálfboðavinnu og með styrk og stuðningi félaga í klúbbunum. Rekstur golfklúbba gengur misvel, sumir bera skuldir og aðrir hafa borð fyrir báru. Nesklúbburinn skilaði skuldlausum ársreikningi í ár. Ársreikningar eru samt aldrei tæmandi yfirlit. Þar kemur t.d. ekki fram rekstur sem stjórn hefur boðið út eins og rekstur matsölu og kennslu. Þar kemur heldur ekki fram vinna sjálfboðaliða. Golfvöllurinn er opinn allt árið fyrir félaga í klúbbnum og það eru stundaðar æfingar innanhúss yfir vetrartímann. Æfingaaðstaða að vetri til er verkefni sem Nesklúbburinn er að reyna að bæta.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun