Þjóðkirkjan og samkynhneigð Bára Friðriksdóttir skrifar 22. desember 2012 06:00 Lífsreynsla mín hefur kennt mér að fáfræði um málefni kallar oft á harða dóma. Það á við um mig jafnt og aðra. Áður en ég kynnti mér markvisst málefni samkynhneigðra í guðfræðináminu örlaði á ótta og skeytingarleysi gagnvart þeim. Eftir að ég kynnti mér málin komst ég að mínum eigin fordómum og vann mig í gegnum þá eins og langflestir sem skoða mál þeirra af einurð. Þegar ég les grein eins og Sifjar Sigmarsdóttur hér í blaðinu 19.12.2012, verður mér hugsað til þess hvort Þjóðkirkjan (ÞK) þurfi ekki að setja upp námskeið sem upplýsi og haldi til haga því mikla ferli sem fór fram innan hennar frá því lög um staðfesta samvist 1996 tóku gildi og þar til ein hjúskaparlög urðu til. Það ríkir mikil fáfræði á meðal margra sem skrifa og tala um það risaskref sem ÞK tók á þessum 15 árum. Samræða og viðhorf Málefni samkynhneigðra hafa löngum verið viðkvæm og því miður láðist ÞK að takast skörulega á við það strax 1996. En fljótlega upp úr lögunum um staðfesta samvist var gert helgisiðaform til blessunar fyrir sambönd samkynhneigðra. Það voru umræður í hópum innan kirkjunnar en það var ekki fyrr en eftir 2005 sem prestar fóru að ræða þetta markvisst. Málstofur voru haldnar m.a. í samvinnu við samkynhneigða. Fræðimenn í gamla- og nýjatestamentisfræðum unnu ítarlega vinnu (http://kirkjan.is/samkynhneigdogkirkja/). Kristnir siðfræðingar kynntu mismunandi stefnur um málið sem lýstu viðhorfum allt frá því að munur sam- og gagnkynhneigðra væri sá sami og munur örvhentra og rétthentra til þess viðhorfs að samkynhneigð væri röng. Auk þess kom fram að lúterskar kirkjur um víða veröld væru sama eining sem hefði mjög ólíka nálgun á málefnið, þar gæti myndast spenna allt eftir niðurstöðu. Þetta voru prestar og biskupar með í fanginu þegar þeir unnu að því að móta stefnu ÞK til framtíðar ásamt leikmönnum. Inn í þessa mynd þarf að taka að ÞK er öllum opin og á því ekki að ýta einum eða öðrum hóp út. Henni ber að taka samkynhneigðum opnum örmum, hún verður líka að vera opin fyrir mjög íhaldssama sem og frjálslynda. ÞK rúmar því margar skoðanir. Samþykktin gat ekki verið þannig að einungis einn viðhorfahópur fengi inni. Með því að hafna algjörlega tilverurétti íhaldssamra presta og almennings þá væri kirkjan að bregðast þeim hópi. Margir íhaldssamir borgarar lýstu skoðun sinni við mig en það gerðu einnig þeir frjálslyndu. Niðurstaða prestastefnu Tvær prestastefnur voru undirlagðar af samræðunni um málefni samkynhneigðra (2006-2007). Niðurstaðan var afgerandi, góður meirihluti presta samþykkti helgisiðaform er lyti að staðfestingu samvistar. Á kirkjuþingi 2007 (þar situr safnaðarfólk, prestar, biskupar o.fl.) var samþykkt: „…Ef lögum um staðfesta samvist verður breytt þannig að trúfélög fái heimild til að staðfesta samvist þá styður Kirkjuþing það að prestum Þjóðkirkjunnar, sem eru vígslumenn að lögum, verði það heimilt. Kirkjuþing leggur áherslu á að frelsi presta í þessum efnum verði virt." Skrefið sem íslenska ÞK tók til samþykkis við réttindi samkynhneigðra var risastórt og stærra en nánast allra lúterskra kirkna í veröldinni. Á prestastefnu 2010 lýstu 90 prestar og djáknar því yfir að þeir vildu ganga enn lengra (en það er nær tveir þriðjungar stéttanna). Síðan hafa nokkrir prestar unnið ötullega að málefnum samkynhneigðra í ræðu og riti. Það fer því fyrir brjóstið á mér þegar tönnlast er á því að prestar ÞK gangi fram í fordómum gagnvart samkynhneigðum. Stundum mistekst okkur Samlíking Sifjar á hjónavígslu og afgreiðslu vöru yfir búðarborð er vart svara verð. Hjónavígsla er löggjörningur með pappírum og réttri undirskrift, undirbúningur, samtal og athöfn um mikilvægi og gildi góðs hjónalífs. Þó að ég beri sömu virðingu fyrir barni og fullorðnum þá gifti ég ekki barnið. Virðing mín er engu minni fyrir samkynhneigðum en fyrir öðrum, ég er tilbúin að gefa þá saman og ég finn til undan því þegar þeim er sýnd mannvonska eða fordómar. Því miður hefur kirkjan stundum brugðist þeim og það er leitt að þar finnast fordómar eins og annars staðar. Viðhorf trúaðra fer m.a. eftir kennivaldi og túlkun Biblíunnar, þar er mismunandi nálgun og skilningur sem hefur áhrif á túlkun þeirra. Við þurfum að mæta öllum af elsku hins alvitra, sýna breidd, umfaðma og umvanda. Heilindi þeirra sem ganga í hjónaband skiptir mestu. Þar eru ást, virðing, réttlæti og trúfesti hornsteinninn sem allt annað á að meta út frá. Þó að nú sé tíska að henda eggjum og grjóti orðanna í ÞK þá er þörf að kynna sér málin fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Sjá meira
Lífsreynsla mín hefur kennt mér að fáfræði um málefni kallar oft á harða dóma. Það á við um mig jafnt og aðra. Áður en ég kynnti mér markvisst málefni samkynhneigðra í guðfræðináminu örlaði á ótta og skeytingarleysi gagnvart þeim. Eftir að ég kynnti mér málin komst ég að mínum eigin fordómum og vann mig í gegnum þá eins og langflestir sem skoða mál þeirra af einurð. Þegar ég les grein eins og Sifjar Sigmarsdóttur hér í blaðinu 19.12.2012, verður mér hugsað til þess hvort Þjóðkirkjan (ÞK) þurfi ekki að setja upp námskeið sem upplýsi og haldi til haga því mikla ferli sem fór fram innan hennar frá því lög um staðfesta samvist 1996 tóku gildi og þar til ein hjúskaparlög urðu til. Það ríkir mikil fáfræði á meðal margra sem skrifa og tala um það risaskref sem ÞK tók á þessum 15 árum. Samræða og viðhorf Málefni samkynhneigðra hafa löngum verið viðkvæm og því miður láðist ÞK að takast skörulega á við það strax 1996. En fljótlega upp úr lögunum um staðfesta samvist var gert helgisiðaform til blessunar fyrir sambönd samkynhneigðra. Það voru umræður í hópum innan kirkjunnar en það var ekki fyrr en eftir 2005 sem prestar fóru að ræða þetta markvisst. Málstofur voru haldnar m.a. í samvinnu við samkynhneigða. Fræðimenn í gamla- og nýjatestamentisfræðum unnu ítarlega vinnu (http://kirkjan.is/samkynhneigdogkirkja/). Kristnir siðfræðingar kynntu mismunandi stefnur um málið sem lýstu viðhorfum allt frá því að munur sam- og gagnkynhneigðra væri sá sami og munur örvhentra og rétthentra til þess viðhorfs að samkynhneigð væri röng. Auk þess kom fram að lúterskar kirkjur um víða veröld væru sama eining sem hefði mjög ólíka nálgun á málefnið, þar gæti myndast spenna allt eftir niðurstöðu. Þetta voru prestar og biskupar með í fanginu þegar þeir unnu að því að móta stefnu ÞK til framtíðar ásamt leikmönnum. Inn í þessa mynd þarf að taka að ÞK er öllum opin og á því ekki að ýta einum eða öðrum hóp út. Henni ber að taka samkynhneigðum opnum örmum, hún verður líka að vera opin fyrir mjög íhaldssama sem og frjálslynda. ÞK rúmar því margar skoðanir. Samþykktin gat ekki verið þannig að einungis einn viðhorfahópur fengi inni. Með því að hafna algjörlega tilverurétti íhaldssamra presta og almennings þá væri kirkjan að bregðast þeim hópi. Margir íhaldssamir borgarar lýstu skoðun sinni við mig en það gerðu einnig þeir frjálslyndu. Niðurstaða prestastefnu Tvær prestastefnur voru undirlagðar af samræðunni um málefni samkynhneigðra (2006-2007). Niðurstaðan var afgerandi, góður meirihluti presta samþykkti helgisiðaform er lyti að staðfestingu samvistar. Á kirkjuþingi 2007 (þar situr safnaðarfólk, prestar, biskupar o.fl.) var samþykkt: „…Ef lögum um staðfesta samvist verður breytt þannig að trúfélög fái heimild til að staðfesta samvist þá styður Kirkjuþing það að prestum Þjóðkirkjunnar, sem eru vígslumenn að lögum, verði það heimilt. Kirkjuþing leggur áherslu á að frelsi presta í þessum efnum verði virt." Skrefið sem íslenska ÞK tók til samþykkis við réttindi samkynhneigðra var risastórt og stærra en nánast allra lúterskra kirkna í veröldinni. Á prestastefnu 2010 lýstu 90 prestar og djáknar því yfir að þeir vildu ganga enn lengra (en það er nær tveir þriðjungar stéttanna). Síðan hafa nokkrir prestar unnið ötullega að málefnum samkynhneigðra í ræðu og riti. Það fer því fyrir brjóstið á mér þegar tönnlast er á því að prestar ÞK gangi fram í fordómum gagnvart samkynhneigðum. Stundum mistekst okkur Samlíking Sifjar á hjónavígslu og afgreiðslu vöru yfir búðarborð er vart svara verð. Hjónavígsla er löggjörningur með pappírum og réttri undirskrift, undirbúningur, samtal og athöfn um mikilvægi og gildi góðs hjónalífs. Þó að ég beri sömu virðingu fyrir barni og fullorðnum þá gifti ég ekki barnið. Virðing mín er engu minni fyrir samkynhneigðum en fyrir öðrum, ég er tilbúin að gefa þá saman og ég finn til undan því þegar þeim er sýnd mannvonska eða fordómar. Því miður hefur kirkjan stundum brugðist þeim og það er leitt að þar finnast fordómar eins og annars staðar. Viðhorf trúaðra fer m.a. eftir kennivaldi og túlkun Biblíunnar, þar er mismunandi nálgun og skilningur sem hefur áhrif á túlkun þeirra. Við þurfum að mæta öllum af elsku hins alvitra, sýna breidd, umfaðma og umvanda. Heilindi þeirra sem ganga í hjónaband skiptir mestu. Þar eru ást, virðing, réttlæti og trúfesti hornsteinninn sem allt annað á að meta út frá. Þó að nú sé tíska að henda eggjum og grjóti orðanna í ÞK þá er þörf að kynna sér málin fyrst.
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar