Innlent

Agnes tók við biskupsembætti Íslands

Frá vígsluathöfninni í Hallgrímskirkju.
Frá vígsluathöfninni í Hallgrímskirkju. mynd/ruv
Agnes M. Sigurðardóttir hefur formlega tekið við embætti biskups Íslands. Fjölmenni var í Hallgrímskirkju þegar vígsluathöfnin hófst klukkan 14 í dag.

Herra Karl Sigurbjörnsson vígði Agnesi í embættið, lét biskupskrossinn um háls hennar og færði hana í kórkápu biskups.

Agnes kraup og fráfarandi biskup og vígsluvottar lögðu hendur á höfuð hennar. Þessi orð ómuðu síðan um Hallgrímskirkju: „Sér Agnes. M Sigurðardóttir. Ég afhendi þér hið heilaga biskupsembætti í nafni Guðs, föður og sonar og heilags anda. Amen."

Í ræðu sinni sagði séra Karl að biskup væri í raun tilsjónarmaður, sá sem hefði yfirsýnina og sæi til þess að kirkjan sinni hlutverki sínu. Því sé skýr sjón og vakandi vitund nauðsynlegir kostir í fari biskupa, en ekki síður að sjón hjartans sé skýr og björt.

Agnes er fyrsta konan til að gegna embætti biskups Íslands en hún verður fjórtánda manneskjan sem gegnir embættinu frá því að biskupsdæmin tvö, Skálholtsbiskupsdæmi og Hólabiskupsdæmi, voru sameinuð í eitt og biskupsstóllinn fluttur til Reykjavíkur.


Tengdar fréttir

Biskupsvígsla hafin í Hallgrímskirkju

Vígsluathöfn hófst klukkan 14 í Hallgrímskirkju. Þar mun herra Karl Sigurbjörnsson, fráfarandi biskup Íslands, vígja Agnesi M. Sigurðardóttur í embætti biskups.

Agnes vígð til biskups dag

Séra Agnes M. Sigurðardóttir verður vígð í embætti biskups í Hallgrímskirkju í dag. Hún er fyrsta konan til að gegna embættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×