Körfubolti

Íslands- og bikarmeistaranir saman í riðli í Lengjubikar karla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukakonur unnu Lengjubikarinn í fyrra.
Haukakonur unnu Lengjubikarinn í fyrra. Mynd/Valli
Það styttist í að körfuboltatímabilið hefjist og í dag var dregið í riðla í Lengjubikar karla og kvenna. Íslandsmeistarar Grindavíkur í karlaflokki lentu í sama riðli og bikarmeistarar Keflavíkur og hjá honunum drógust Reykjanesbæjarliðin, Njarðvík og Keflavík, í sama riðli.

Í Lengjubikar karla er leikið í fjórum riðlum og eru fjögur lið í hverjum riðli. Leikið er heima og að heiman. Efsta lið hvers riðils fer í undanúrslit eða "Final Four". Liðunum sextán var raðað niður í fjóra styrkleikaflokka og eitt lið fór í hvern riðil úr hverjum styrkleikaflokki.

Fyrsti leikdagur er sunnudagurinn 14. október en úrslitin eða Final Four verða föstudaginn og laugardaginn 23. og 24. nóvember.

Í Lengjubikar kvenna er leikið í tveimur fimm liða riðlum og spiluð er ein umferð. Efsta lið hvors riðils leikur til úrslita. Fyrsti leikdagur er 9. september en úrslitaleikurinn verður fimmtudaginn 27. september.

Lengjubikar karla:

A-riðill

1. Grindavík

2. Keflavík

3. Skallagrímur

4. Haukar

B-riðill

1. KR

2. Snæfell

3. KFÍ

4. Hamar

C-riðill

1. Stjarnan

2. Tindastóll

3. Fjölnir

4. Breiðablik

D-riðill

1. Þór Þ.

2. Njarðvík

3. ÍR

4. Valur



Lengjubikar kvenna:

A-riðill

1. Haukar

2. Snæfell

3. Valur

4. Fjölnir

5. Hamar

B-riðill

1. Njarðvík

2. Keflavík

3. KR

4. Grindavík

5. Stjarnan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×