Aðild Íslands að ESB – Hagstæð eða óhagstæð fyrir neytendur? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 7. ágúst 2012 11:00 Um þessar mundir standa yfir aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Neytendasamtökin (NS) hafa ekki tekið afstöðu með eða á móti aðild Íslands að ESB en í nokkur ár hafa NS skoðað kosti og galla mögulegrar aðildar. Að mati NS væri aðild að ESB í mörgu mjög góður kostur fyrir íslenska neytendur. Ef Ísland gerist aðili mun það styrkja fjárhag heimilanna. Hagur neytenda myndi batna vegna þess að Ísland yrði aðili að mun stærra markaðssvæði og samkeppni myndi því aukast. Að vera utan ESB gerir það að verkum að Íslendingar njóta þess ekki til fulls að vera fullir aðilar að innri markaðnum. Viðskiptakostnaður er mun hærri nú vegna tollafgreiðslu og umsýslukostnaðar ýmiss konar. En almennt verður að taka fram að áður en hægt er að taka afstöðu til aðildar að ESB verður aðildarsamningur að liggja fyrir. Ef skoðaðir eru þrír þættir sem skipta neytendur mestu máli; húsnæðislán, matarkostnaður og neytendavernd, þá er ljóst að aðild að ESB hefur verulega þýðingu fyrir neytendur. Við aðild Íslands að ESB myndi vaxtakostnaður neytenda lækka töluvert og þar hafa húsnæðislánin mesta þýðingu. Húsnæðiskostnaður er einn stærsti kostnaðarliður í bókhaldi hvers neytanda. Í könnun sem NS gerðu árið 2005 kom fram að kostnaður íslenskra neytenda vegna húsnæðislána er umtalsvert hærri en á öðrum Norðurlöndum og löndum sem hafa evru sem gjaldmiðil. Lántökukostnaður, kostnaður við greiðslu afborgana og uppgreiðslugjald var almennt hærra á Íslandi en í þeim löndum sem könnunin náði til. Í sömu könnun kom fram að vextir á íslenska húsnæðismarkaðnum voru þeir hæstu meðal þeirra landa sem könnunin náði til og raunvextir voru að jafnaði 2 til 5 prósentustigum hærri hér á landi en á hinum löndunum í könnuninni. Birtar hafa verið nýlegar kannanir sem staðfesta að þetta hefur ekki breyst. Könnunina „Dýrast að taka húsnæðislán á Íslandi“ til að mynda má sjá á www.ns.is undir „útgáfa“. Því hefur oft verið haldið fram með rökum að verð á matvælum myndi lækka með aðild. Ástæða er til að minna á að það gekk eftir bæði í Svíþjóð og Finnlandi eins og spáð var. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2004 og í skýrslu frá Evrópufræðasetri á Bifröst komu fram sterk rök fyrir því að svo yrði einnig hér. Tollar yrðu afnumdir á öllum vörum með aðild okkar að Tollabandalagi Evrópu og þar myndi muna mest um landbúnaðarvörurnar. Einnig myndi inngangan leiða til aukins innflutnings vegna afnáms tolla sem aftur myndi auka samkeppnina á matvælamarkaðnum og ætti það að skila sér í lægra vöruverði til neytenda. Þegar kemur að almennri neytendavernd þá er það umhugsunarvert að nánast öll sú löggjöf sem snýr að neytendavernd hér á landi er komin frá ESB í gegnum EES. Hér má nefna lög um neytendalán, skaðsemisábyrgð, samningsskilmála og fjarsölu svo eitthvað sé nefnt. Með fullri aðild Íslands að ESB myndi hagur neytenda aukast enn frekar, þar sem tollar og vörugjöld myndu falla brott. Þannig myndi til að mynda kostnaður við póstverslun lækka umtalsvert sem yrði mikil búbót fyrir neytendur á litlu markaðssvæði. Íslenskir neytendur munu því njóta þess ríkulega í lægri húsnæðiskostnaði og vöruverði (og þá ekki síst matarverði) ef Ísland gerist aðili að ESB, þrátt fyrir þá tímabundnu efnahagserfiðleika sem ESB glímir við um þessar mundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir standa yfir aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Neytendasamtökin (NS) hafa ekki tekið afstöðu með eða á móti aðild Íslands að ESB en í nokkur ár hafa NS skoðað kosti og galla mögulegrar aðildar. Að mati NS væri aðild að ESB í mörgu mjög góður kostur fyrir íslenska neytendur. Ef Ísland gerist aðili mun það styrkja fjárhag heimilanna. Hagur neytenda myndi batna vegna þess að Ísland yrði aðili að mun stærra markaðssvæði og samkeppni myndi því aukast. Að vera utan ESB gerir það að verkum að Íslendingar njóta þess ekki til fulls að vera fullir aðilar að innri markaðnum. Viðskiptakostnaður er mun hærri nú vegna tollafgreiðslu og umsýslukostnaðar ýmiss konar. En almennt verður að taka fram að áður en hægt er að taka afstöðu til aðildar að ESB verður aðildarsamningur að liggja fyrir. Ef skoðaðir eru þrír þættir sem skipta neytendur mestu máli; húsnæðislán, matarkostnaður og neytendavernd, þá er ljóst að aðild að ESB hefur verulega þýðingu fyrir neytendur. Við aðild Íslands að ESB myndi vaxtakostnaður neytenda lækka töluvert og þar hafa húsnæðislánin mesta þýðingu. Húsnæðiskostnaður er einn stærsti kostnaðarliður í bókhaldi hvers neytanda. Í könnun sem NS gerðu árið 2005 kom fram að kostnaður íslenskra neytenda vegna húsnæðislána er umtalsvert hærri en á öðrum Norðurlöndum og löndum sem hafa evru sem gjaldmiðil. Lántökukostnaður, kostnaður við greiðslu afborgana og uppgreiðslugjald var almennt hærra á Íslandi en í þeim löndum sem könnunin náði til. Í sömu könnun kom fram að vextir á íslenska húsnæðismarkaðnum voru þeir hæstu meðal þeirra landa sem könnunin náði til og raunvextir voru að jafnaði 2 til 5 prósentustigum hærri hér á landi en á hinum löndunum í könnuninni. Birtar hafa verið nýlegar kannanir sem staðfesta að þetta hefur ekki breyst. Könnunina „Dýrast að taka húsnæðislán á Íslandi“ til að mynda má sjá á www.ns.is undir „útgáfa“. Því hefur oft verið haldið fram með rökum að verð á matvælum myndi lækka með aðild. Ástæða er til að minna á að það gekk eftir bæði í Svíþjóð og Finnlandi eins og spáð var. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2004 og í skýrslu frá Evrópufræðasetri á Bifröst komu fram sterk rök fyrir því að svo yrði einnig hér. Tollar yrðu afnumdir á öllum vörum með aðild okkar að Tollabandalagi Evrópu og þar myndi muna mest um landbúnaðarvörurnar. Einnig myndi inngangan leiða til aukins innflutnings vegna afnáms tolla sem aftur myndi auka samkeppnina á matvælamarkaðnum og ætti það að skila sér í lægra vöruverði til neytenda. Þegar kemur að almennri neytendavernd þá er það umhugsunarvert að nánast öll sú löggjöf sem snýr að neytendavernd hér á landi er komin frá ESB í gegnum EES. Hér má nefna lög um neytendalán, skaðsemisábyrgð, samningsskilmála og fjarsölu svo eitthvað sé nefnt. Með fullri aðild Íslands að ESB myndi hagur neytenda aukast enn frekar, þar sem tollar og vörugjöld myndu falla brott. Þannig myndi til að mynda kostnaður við póstverslun lækka umtalsvert sem yrði mikil búbót fyrir neytendur á litlu markaðssvæði. Íslenskir neytendur munu því njóta þess ríkulega í lægri húsnæðiskostnaði og vöruverði (og þá ekki síst matarverði) ef Ísland gerist aðili að ESB, þrátt fyrir þá tímabundnu efnahagserfiðleika sem ESB glímir við um þessar mundir.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun