Vilja að sinfónían og óperan greiði tvöfalt hærri húsaleigu 7. ágúst 2012 06:00 mynd/ valli Stjórnendur Hörpu vilja að greiðslur frá Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku óperunni vegna nýtingar þeirra á aðstöðu í húsinu verði hækkaðar úr 170 milljónum króna á ári í 341 milljón króna. Með því á að bæta rekstur hússins. Stjórnendur sinfóníuhljómsveitarinnar segja hins vegar að hljómsveitin geti ekki skuldbundið sig til greiðslu hærra gjalds nema með því að framlög til rekstraraðila hennar verði hækkuð. Þeir aðilar sem greiða kostnað við hljómsveitina eru ríkissjóður (82 prósent) og Reykjavíkurborg (18 prósent). Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt KPMG á rekstri og skipulagi Hörpu sem unnin var fyrir eigendur hússins, ríkissjóð og Reykjavíkurborg. Fréttablaðið hefur hana undir höndum. Rekstraráætlun Hörpu gerir ráð fyrir að rekstrartap hennar verði 407 milljónir króna á þessu ári. Það er til viðbótar við þann tæpa milljarð króna sem ríki og borg leggja húsinu til vegna greiðslu á lánum. Í úttektinni kemur fram að stjórnendur Hörpu hafi fyrst og fremst horft til lækkunar fasteignagjalda og hækkunar á leigu Sinfóníuhljómsveitarinnar og Íslensku óperunnar til að draga úr fjárþörf sinni. Nú sé hins vegar ljóst að fasteignagjöld lækka ekki. Auk þess segir í úttektinni að hækkun leigu muni hjálpa "en ekki koma í veg fyrir viðvarandi fjárþörf". Þjónustu- og leigusamningur gerir ráð fyrir því að Íslenska óperan greiði 48 milljónir króna á ári. Sá samningur var gerður í september 2010. Stjórnendur Hörpu vilja að sú upphæð hækki í 82 milljónir króna. Sinfóníuhljómsveit Íslands greiðir 122 milljónir króna til Hörpu vegna leigu og þjónustu. Samningurinn var gerður árið 2007. Stjórnendur Hörpu telja hækkun á hluta kostnaðar til hljómsveitarinnar ?eitt af lykilatriðunum sem stjórnendur Hörpu hafa lagt áherslu á til að draga úr hallarekstri?. Í fráviksáætlun þeirra er gert ráð fyrir ríflega tvöföldun leigu- og þjónustusamningsins úr 122 milljónum króna á ári í 259 milljónir króna. Sú upphæð þarf að koma frá rekstraraðilum hljómsveitarinnar, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg. Þeir eru sömu aðilar og eiga húsið. - Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Stjórnendur Hörpu vilja að greiðslur frá Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku óperunni vegna nýtingar þeirra á aðstöðu í húsinu verði hækkaðar úr 170 milljónum króna á ári í 341 milljón króna. Með því á að bæta rekstur hússins. Stjórnendur sinfóníuhljómsveitarinnar segja hins vegar að hljómsveitin geti ekki skuldbundið sig til greiðslu hærra gjalds nema með því að framlög til rekstraraðila hennar verði hækkuð. Þeir aðilar sem greiða kostnað við hljómsveitina eru ríkissjóður (82 prósent) og Reykjavíkurborg (18 prósent). Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt KPMG á rekstri og skipulagi Hörpu sem unnin var fyrir eigendur hússins, ríkissjóð og Reykjavíkurborg. Fréttablaðið hefur hana undir höndum. Rekstraráætlun Hörpu gerir ráð fyrir að rekstrartap hennar verði 407 milljónir króna á þessu ári. Það er til viðbótar við þann tæpa milljarð króna sem ríki og borg leggja húsinu til vegna greiðslu á lánum. Í úttektinni kemur fram að stjórnendur Hörpu hafi fyrst og fremst horft til lækkunar fasteignagjalda og hækkunar á leigu Sinfóníuhljómsveitarinnar og Íslensku óperunnar til að draga úr fjárþörf sinni. Nú sé hins vegar ljóst að fasteignagjöld lækka ekki. Auk þess segir í úttektinni að hækkun leigu muni hjálpa "en ekki koma í veg fyrir viðvarandi fjárþörf". Þjónustu- og leigusamningur gerir ráð fyrir því að Íslenska óperan greiði 48 milljónir króna á ári. Sá samningur var gerður í september 2010. Stjórnendur Hörpu vilja að sú upphæð hækki í 82 milljónir króna. Sinfóníuhljómsveit Íslands greiðir 122 milljónir króna til Hörpu vegna leigu og þjónustu. Samningurinn var gerður árið 2007. Stjórnendur Hörpu telja hækkun á hluta kostnaðar til hljómsveitarinnar ?eitt af lykilatriðunum sem stjórnendur Hörpu hafa lagt áherslu á til að draga úr hallarekstri?. Í fráviksáætlun þeirra er gert ráð fyrir ríflega tvöföldun leigu- og þjónustusamningsins úr 122 milljónum króna á ári í 259 milljónir króna. Sú upphæð þarf að koma frá rekstraraðilum hljómsveitarinnar, íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg. Þeir eru sömu aðilar og eiga húsið. -
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent