Ótrúleg endurkoma FH-inga gegn Blikum | Ashley og Harpa með þrennu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2012 15:40 Nýliðar FH komu heldur betur á óvart og unnu 3-2 sigur á Breiðabliki í viðureign liðanna í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna á Kaplakrikavelli í kvöld. Hlín Gunnlaugsdóttir kom Breiðabliki yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með skoti af stuttu færi og Blikar leiddu með einu marki í hálfleik. Áhorfendur voru varla sestir þegar María Rós Arngrímsdóttir kom Blikum í 2-0 með skoti sem fór af varnarmanni og yfir Nönnu Rut í marki FH. FH-ingar gáfust þó ekki upp. Bryndís Jóhannesdóttir minnkaið muninn á 56. mínútu með fínu skoti úr teignum. Aldís Kara Lúðvíksdóttir jafnaði svo metin fyrir heimakonur eftir fallegan einleik á 85. mínútu og allt útlit fyrir að Blikar væru að tapa tveimur stigum. Þau urðu þrjú. Á sjöttu mínútu viðbótartíma fékk Sigrún Ella Einarsdóttir sendingu inn fyrir vörnina og kláraði færið af fagmennsku. Sigur FH-inga staðreynd en óhætt er að segja að um afar óvænt úrslit sé að ræða. Breiðablik missti af þremur dýrmætum stigum í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar. Liðið situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig. FH andar nú ofan í hálsmálið á Fylki í sjöunda sæti deildarinnar. Fylkir hefur ellefu stig en FH tíu stig. Stjarnan fór létt með SelfossGarðbæingar fóru ómjúkum höndum um Selfoss í Garðabænum í kvöld. Stjarnan hafði yfir 5-0 í hálfleik og vann 8-0 sigur áður en yfir lauk. Ashley Bares og Harpa Þorsteinsdóttir skoruðu báðar þrennu í leiknum. Báðar hafa skorað sjö mörk í deildinni í sumar. Selfoss hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum afar stórt og hefur langslökustu markatölu allra liða í deildinni. Liðið hefur skorað 15 mörk en fengið á sig 44. Það lið sem hefur fengið á sig næstflest mörk, FH, hefur „aðeins" fengið á sig 21 mark. Selfoss vann þó tvo af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og hefur sjö stig líkt og Afturelding í 8.-9. sæti. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Nýliðar FH komu heldur betur á óvart og unnu 3-2 sigur á Breiðabliki í viðureign liðanna í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna á Kaplakrikavelli í kvöld. Hlín Gunnlaugsdóttir kom Breiðabliki yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með skoti af stuttu færi og Blikar leiddu með einu marki í hálfleik. Áhorfendur voru varla sestir þegar María Rós Arngrímsdóttir kom Blikum í 2-0 með skoti sem fór af varnarmanni og yfir Nönnu Rut í marki FH. FH-ingar gáfust þó ekki upp. Bryndís Jóhannesdóttir minnkaið muninn á 56. mínútu með fínu skoti úr teignum. Aldís Kara Lúðvíksdóttir jafnaði svo metin fyrir heimakonur eftir fallegan einleik á 85. mínútu og allt útlit fyrir að Blikar væru að tapa tveimur stigum. Þau urðu þrjú. Á sjöttu mínútu viðbótartíma fékk Sigrún Ella Einarsdóttir sendingu inn fyrir vörnina og kláraði færið af fagmennsku. Sigur FH-inga staðreynd en óhætt er að segja að um afar óvænt úrslit sé að ræða. Breiðablik missti af þremur dýrmætum stigum í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar. Liðið situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig. FH andar nú ofan í hálsmálið á Fylki í sjöunda sæti deildarinnar. Fylkir hefur ellefu stig en FH tíu stig. Stjarnan fór létt með SelfossGarðbæingar fóru ómjúkum höndum um Selfoss í Garðabænum í kvöld. Stjarnan hafði yfir 5-0 í hálfleik og vann 8-0 sigur áður en yfir lauk. Ashley Bares og Harpa Þorsteinsdóttir skoruðu báðar þrennu í leiknum. Báðar hafa skorað sjö mörk í deildinni í sumar. Selfoss hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum afar stórt og hefur langslökustu markatölu allra liða í deildinni. Liðið hefur skorað 15 mörk en fengið á sig 44. Það lið sem hefur fengið á sig næstflest mörk, FH, hefur „aðeins" fengið á sig 21 mark. Selfoss vann þó tvo af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og hefur sjö stig líkt og Afturelding í 8.-9. sæti.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira