Mamma hvetur Björn til að hætta við maraþonið 10. júlí 2012 12:00 Hlaupamaður Björn Bragi segist vera smá hlaupamaður í sér og taka tímabil á hverju ári þar sem hann sé duglegur að fara út að skokka.Fréttablaðið/pjetur „Mamma hringir í mig á hverjum degi og hvetur mig til að hætta við þetta. Hún er mjög hrædd um mig," segir Björn Bragi Arnarsson, sjónvarpsmaður með meiru, sem stefnir á að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst næstkomandi. Björn Bragi hafði ákveðið að taka þátt í hlaupinu en stefndi á styttri vegalengd en alla 42 kílómetrana. „Kári Steinn, hlaupari og félagi minn, hafði verið að hvetja mig til að fara alla leið og taka heilt maraþon. Þegar hann kom í viðtal til okkar í Týndu kynslóðina ákvað hann svo að nota tækifærið og mana mig til þess og ég gat ekki skorast undan því," segir Björn. Björn Bragi segist vera smá hlaupamaður í sér og taka tímabil á hverju ári þar sem hann sé duglegur að fara út að skokka. Hann hafi þó aldrei farið svo mikið sem hálft maraþon, hvað þá heilt. „Menn hafa svolítið verið að efast um að ég muni yfir höfuð geta þetta, en það styrkir mig bara þeim mun meira í að sýna fólki að þetta sé hægt," segir hann og bætir við að hann búist þó ekki við að koma í mark á neinum sigurtíma. „Ef allt fer á versta veg þá skríð ég bara í mark. Ég er að fá fólk til að heita á mig svo það er eins gott að gera þetta almennilega," segir hann, en hann mun hlaupa til styrktar krabbameinsfélaginu. Aðspurður segist Björn enn ekki vera kominn með nægilegt skipulag í æfingunum en hann sé þó smám saman að lengja vegalengdirnar sem hann hleypur. „Ég á nokkra góða félaga sem hlaupa mikið og eru duglegir að gefa mér ráðleggingar," segir hann og bætir við að hann læri nýja hluti tengda hlaupum á hverjum degi. Fram að maraþoninu kemur hann til með að verða með eitt til tvö innslög vikulega í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. Þar getur fólk fylgst með undirbúningsferlinu hjá honum auk þess sem hann mun hitta fyrir aðra hlaupara og fræðast um mataræði og æfingar tengdum hlaupunum. „Ég kíki svo líka á einhver af góðgerðafélögunum sem fólk er að styrkja í hlaupinu," segir hann. tinnaros@frettabladid.is Lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Mamma hringir í mig á hverjum degi og hvetur mig til að hætta við þetta. Hún er mjög hrædd um mig," segir Björn Bragi Arnarsson, sjónvarpsmaður með meiru, sem stefnir á að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst næstkomandi. Björn Bragi hafði ákveðið að taka þátt í hlaupinu en stefndi á styttri vegalengd en alla 42 kílómetrana. „Kári Steinn, hlaupari og félagi minn, hafði verið að hvetja mig til að fara alla leið og taka heilt maraþon. Þegar hann kom í viðtal til okkar í Týndu kynslóðina ákvað hann svo að nota tækifærið og mana mig til þess og ég gat ekki skorast undan því," segir Björn. Björn Bragi segist vera smá hlaupamaður í sér og taka tímabil á hverju ári þar sem hann sé duglegur að fara út að skokka. Hann hafi þó aldrei farið svo mikið sem hálft maraþon, hvað þá heilt. „Menn hafa svolítið verið að efast um að ég muni yfir höfuð geta þetta, en það styrkir mig bara þeim mun meira í að sýna fólki að þetta sé hægt," segir hann og bætir við að hann búist þó ekki við að koma í mark á neinum sigurtíma. „Ef allt fer á versta veg þá skríð ég bara í mark. Ég er að fá fólk til að heita á mig svo það er eins gott að gera þetta almennilega," segir hann, en hann mun hlaupa til styrktar krabbameinsfélaginu. Aðspurður segist Björn enn ekki vera kominn með nægilegt skipulag í æfingunum en hann sé þó smám saman að lengja vegalengdirnar sem hann hleypur. „Ég á nokkra góða félaga sem hlaupa mikið og eru duglegir að gefa mér ráðleggingar," segir hann og bætir við að hann læri nýja hluti tengda hlaupum á hverjum degi. Fram að maraþoninu kemur hann til með að verða með eitt til tvö innslög vikulega í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. Þar getur fólk fylgst með undirbúningsferlinu hjá honum auk þess sem hann mun hitta fyrir aðra hlaupara og fræðast um mataræði og æfingar tengdum hlaupunum. „Ég kíki svo líka á einhver af góðgerðafélögunum sem fólk er að styrkja í hlaupinu," segir hann. tinnaros@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira