Lífið

Hljóp fyrir hjartveikan tvíburabróður

Jakob, Örlygur Smári og Gunnar Berg.
Jakob, Örlygur Smári og Gunnar Berg. mynd/lífið
Örlygur Smári lagahöfundur með meiru hljóp 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu með syni sínum Gunnari Berg, 9 ára.

Gunnar, sem á tvíburabróður, Jakob, sem fæddist með alvarlegan hjartagalla, hét á Neistann styrktarfélag hjartveikra barna og náði að safna hvorki meira né minna en 306 þúsund krónum. Meðfylgjandi mynd var tekin af glöðum feðgunum eftir hlaupið.



Eftirfarandi skrifaði Gunnar á Hlaupastyrkur.is:

Ég heiti Gunnar og er 9 ára gamall. Tvíburabróðir minn Jakob fæddist með alvarlegan hjartagalla. Hann hefur þurft að fara í margar hjartaaðgerðir, bæði í Svíþjóð og í Ameríku og þarf oft að fara til Gulla læknis og á spítalann. Jakob er svo duglegur og skemmtilegur og hann er besti vinur minn. Ég hef æft fimleika í mörg ár og ætla núna að hlaupa 10 km fyrir Jakob til styrktar Neistans, félagi hjartveikra barna. Ég vona að þið viljið heita á mig, ég fer létt með 10 km þannig að verið tilbúin að borga! :)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×