Innlent

Allar líkur á að Einar "Boom“ fái bætur

BBI skrifar
Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður segir allar líkur á því að Einar „Boom" Marteinsson fái dæmdar skaðabætur frá ríkinu fyrir að hafa setið í gæsluvarðhaldi að ósekju ef hann á annað borð fer fram á bætur.

Einar var á miðvikudaginn sýknaður af líkamsárásarkæru. Hann var ákærður fyrir að hafa skipulagt sérlega hrottafengna líkamsárás. Fjórir aðrir voru hins vegar sakfelldir fyrir brotið.

Brynjar segir að samkvæmt reglunum fær maður almennt skaðabætur ef maður er vistaður í gæsluvarðhald án sakar nema gæsluvarðhaldið hafi komið til vegna háttsemi sakbornings eða slæmrar hegðunar.

„Nú er ljóst að hann er sýknaður og í þessu tilviki er ekki um ámælisverða háttsemi að ræða. Hann var bara grunaður um afbrot," segir Brynjar. „Þannig að undir öllum kringumstæðum fær hann bætur. Lögin gera ráð fyrir því."


Tengdar fréttir

Reiknar með að Einar "Boom" fari í skaðabótamál

Fyrrverandi forsprakki Vítisengla var sýknaður í dag af líkamsárásarákæru. Hann hefur setið í hálft ár í gæsluvarðhaldi. Fjórir aðrir voru sakfelldir í málinu og fékk sú sem þyngstan dóminn hlaut, fjögurra og hálfs árs fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×