Lífið

Afgreiðir heimagerða borgara í kjól

Stefanía Björgvinsdóttir opnaði nýverið amerískan grillvagn á Hellu, Sveitagrill Míu.
Stefanía Björgvinsdóttir opnaði nýverið amerískan grillvagn á Hellu, Sveitagrill Míu.
„Ég er að upplifa drauminn núna," segir Stefanía Björgvinsdóttir sem nýverið opnaði amerískan grillvagn á Hellu, Sveitagrill Míu.

Stefanía rakst á amerískan grillvagn til sölu á netinu fyrir fjórum mánuðum og þá var ekki aftur snúið. „Ég var búin að hugsa lengi um hvað mig langaði að gera á Hellu og þegar ég sá þennan grillvagn fannst mér hann strax fullkominn. Þetta er nákvæmlega það sem vantaði í bæinn og ég hef verið að gera hann upp sjálf í „rockabilly" stíl," segir Stefanía sem viðurkennir að hún sé hrifin af þessu tiltekna tímabili.

„Ég er með algjöra dellu fyrir tímabilinu á sjötta áratug síðustu aldar og síðan við opnuðum hef ég verið í essinu mínu í kjól að afgreiða hamborgara."

Stefanía opnaði síðasta laugardag við góðar undirtektir en vagninn stendur fyrir utan sundlaugina á Hellu. Stefanía býður upp á heimagerða hamborgara, samlokur og bráðum franskar pulsur. Stefanía þróar allar uppskriftirnar sjálf og býður til að mynda upp á gráðostaborgara, bacon-madness og íslenskan sveitaborgara.

„Við notum mjög frumleg nöfn á matseðlinum. Það eru ekki bara bæjarbúar sem koma hér við heldur ferðamenn líka og þeir vilja fá eitthvað íslenskt og því er bara er bara íslenskt hráefni í íslenska sveitaborgaranum með rösti kartöflu á milli." -áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.