Enski boltinn

Samba samdi við Anzhi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Chris Samba í leik með Blackburn.
Chris Samba í leik með Blackburn. Nordic Photos / Getty Images
Christopher Samba hefur gengið frá fjögurra ára samningi við rússneska liðið Anzhi Makhachkala en það var staðfest nú í kvöld.

Anzhi kaupir Samba frá enska úrvalsdeildarfélaginu Blackburn fyrir um 12 milljónir punda eða um 2,3 milljarða króna. „Þetta kom upp með skömmum fyrirvara en ég lít á þetta sem nýja áskorun fyrir mig," sagði hann í samtali við enska fjölmiðla í kvöld.

„Þetta er lítið félag sem vill verða að mjög stóru félagi í Rússlandi. Eigandinn er mjög voldugur og vill gjörbreyta félaginu," bætti hann við en moldríkir eigendur félagsins hafa þegar styrkt liðið með sterkum leikmönnum, til að mynda Samuel Eto'o, Roberto Carlos og Yuri Zhirkov.

Samba fór fram á sölu frá Blackburn í janúar og var þá orðaður við bæði QPR og Tottenham. En Blackburn vildi ekki selja, þar til nú.


Tengdar fréttir

Samba er líklega á leiðinni til Anzhi í Rússlandi

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Blackburn eru í formlegum viðræðum við rússneska stórliðið Anzhi um kaup á varnarmanninum Christopher Samba. Hinn 27 ára gamli Samba óskaði eftir því að vera settur á sölulista í janúar og var hann orðaður við ensku úrvalsdeildarliðin QPR og Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×