Enski boltinn

Mikilvægasti nágrannaslagurinn á ferli Wenger

Benedikt Grétarsson skrifar
Wenger á góðri stundu.
Wenger á góðri stundu.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er undir mikilli pressu eftir háðulega útreið liðsins gegn AC Milan í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 4-0. Tap Arsenal þýðir að öllum líkindum að liðið er dottið úr leik og þar með hverfur síðasta von liðsins um bikar á þessari leiktíð.

Arsenal vann síðast bikar fyrir sjö árum þegar liðið sigraði Manchester United eftir vítaspyrnukeppni í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og eru stuðningsmenn og stjórnendur liðsins orðnir langeygir eftir næsta bikar.

Arsenal mætir um helgina grönnum sínum úr Tottenham en viðureignir þessara liða eru jafnan harðar og ekkert gefið eftir. Tottenham hefur haft góðu gengi að fagna á þessari leiktíð og þætti ekki leitt að veita erkifjendum sínum skráveifu um helgina.

Fyrrum varnarmaður Arsenal, Lee Dixon segir leikinn gríðarlega mikilvægan fyrir stjórann og klúbbinn

„Þetta er einfaldlega mikilvægasti grannaslagur Wengers í þau 16 ár sem hann hefur stjórnað liðinu og má ekki tapast“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×