Enski boltinn

Samba er líklega á leiðinni til Anzhi í Rússlandi

Christopher Samba varnarmaður Blackburn er líklega á leiðinni í rússnesku deildina.
Christopher Samba varnarmaður Blackburn er líklega á leiðinni í rússnesku deildina. Getty Images / Nordic Photos
Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Blackburn eru í formlegum viðræðum við rússneska stórliðið Anzhi um kaup á varnarmanninum Christopher Samba. Hinn 27 ára gamli Samba óskaði eftir því að vera settur á sölulista í janúar og var hann orðaður við ensku úrvalsdeildarliðin QPR og Tottenham.

Félagaskiptaglugginn í rússnesku deildinni lokar í dag og eru viðræður í gangi. Hollendingurinn Guus Hiddink er þjálfari Anzhi.

Eric Black aðstoðarþjálfari Blackburn sagði við enska fjölmiðla að allar líkur væru á því að málið yrði klárað í dag. Samba er fæddur í Kongó en hann hefur verið hjá Blackburn frá árinu 2007.

Anzhi hefur sankað að sér leikmönnum á undanförnum misserum: Má þar nefna; Samuel Eto'o, Yuri Zhirkov og Roberto Carlos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×