Branson fær yfirráð yfir richardbranson.xxx 24. febrúar 2012 12:01 Richard Branson er afar ánægður með niðurstöðuna. mynd/AP Auðkýfingurinn Richard Branson hefur loks náð yfirráðum yfir léninu richardbranson.xxx. Hann hefur staðið í deilum við austurríkismanninn Sean Truman sem skráði lénið á síðasta ári. Dómstóll í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að Truman hafi ætlað að nota lénið í vafasömum tilgangi. Rótarlénið .xxx var sett á laggirnar á síðasta ári. Því er ætlað að greina klámfengið efni frá öðru efni á internetinu og var klámframleiðendum gert að skrá vefsíður sínar á rótarlénið. Fyrirtækjaeigendum var gefið tækifæri til að stöðva skráningu vörumerkja sinna á rótarlénið áður en framleiðendurnir skráðu vefsíður sínar. Branson var þó nokkrum dögum á eftir áætlun þegar hann sóttist eftir að eigna sér lénið. Talsmaður Branson, sem er stofnandi Virgin viðskiptaveldisins, sagði að misnotkunin á nafni Branson hafi verið skelfileg og að fyrirtækið geti nú andað léttar eftir að léninu var komið í þeirra umsjá. Aðspurður sagði Truman að hann hafi viljað heiðra Branson með léninu. Hann svaraði ásökunum lögfræðinga með því að benda á að meginregla Bransons í viðskiptum hafi verið sú að kynlíf selji og vísaði hann í nafn viðskiptaveldisins, „Virgin." Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Auðkýfingurinn Richard Branson hefur loks náð yfirráðum yfir léninu richardbranson.xxx. Hann hefur staðið í deilum við austurríkismanninn Sean Truman sem skráði lénið á síðasta ári. Dómstóll í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að Truman hafi ætlað að nota lénið í vafasömum tilgangi. Rótarlénið .xxx var sett á laggirnar á síðasta ári. Því er ætlað að greina klámfengið efni frá öðru efni á internetinu og var klámframleiðendum gert að skrá vefsíður sínar á rótarlénið. Fyrirtækjaeigendum var gefið tækifæri til að stöðva skráningu vörumerkja sinna á rótarlénið áður en framleiðendurnir skráðu vefsíður sínar. Branson var þó nokkrum dögum á eftir áætlun þegar hann sóttist eftir að eigna sér lénið. Talsmaður Branson, sem er stofnandi Virgin viðskiptaveldisins, sagði að misnotkunin á nafni Branson hafi verið skelfileg og að fyrirtækið geti nú andað léttar eftir að léninu var komið í þeirra umsjá. Aðspurður sagði Truman að hann hafi viljað heiðra Branson með léninu. Hann svaraði ásökunum lögfræðinga með því að benda á að meginregla Bransons í viðskiptum hafi verið sú að kynlíf selji og vísaði hann í nafn viðskiptaveldisins, „Virgin."
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira