Enski boltinn

Knattspyrnustjóri Blackburn er ávallt með lífvörð sér við hlið

Steve Kean, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Blackburn, segir að hann fari ekki út úr húsi án þess að vera með lífvörð með sér.
Steve Kean, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Blackburn, segir að hann fari ekki út úr húsi án þess að vera með lífvörð með sér. Getty Images / Nordic Photos
Steve Kean, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Blackburn, segir að hann fari ekki út úr húsi án þess að vera með lífvörð með sér. Hinn 44 ára gamli Kean hefur fengið ýmsar hótanir frá stuðningsmönnum liðsins en gengi liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska. Liðið er í bullandi fallbaráttu, með 21 stig í fjórða neðsta sæti.

Í viðtali við breska dagblaðið The Times segir Kean: „Mér var ráðlagt að vera með einhverja nálægt mér öllum stundum. Ég var á veitingastað með eiginkonu minni og börnum þegar ég fékk þau skilaboð í símann minn að ég þyrfti að fara varlega. Það var ýmislegt í gangi á þeim tíma á Twitter og ákveðnir aðilar bentu fólki á að ég væri staddur á þessum veitingastað og þar væri hægt að komast nálægt mér. Ég sýndi eiginkonu minni skilaboðin og við fórum samstundis af veitingastaðnum. Við sögðum ekki börnunum frá þessu og vildum ekki valda þeim áhyggjum. Náunginn sem er að gæta mín er meistari í sjálfsvarnaríþrótt, hann er ekkert voðalega stór samt sem áður.Það er undarlegt að hafa hann ávallt með í för, en hann er frábær náungi og gott að tala við hann," sagði Kean m.a. í viðtalinu.

Blackburn mætir Manchester City á útivelli í ensku úrvalsdeildinni á morgun laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×