Körfubolti

NBA: Jeremy Lin lenti á vegg gegn Miami Heat

Jeremy Lin og Dwayne Wade berjast um boltann í leiknum í gær.
Jeremy Lin og Dwayne Wade berjast um boltann í leiknum í gær. AP
Jeremy Lin, sem slegið hefur í gegn með New York Knicks í NBA deildinni, lék eins og óreyndur nýliði gegn stórliði Miami Heat í nótt. Lin náði sér aldrei á strik gegn sterku liði Miami sem sigraði 102-88. Þetta var áttundi sigurleikur Miami í röð.

Chris Bosh skoraði 25 stig fyrir Miami, Dwyane Wade skoraði 22 og Le Bron James var með 20 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Miami er með besta vinningshlutfallið í deildinni nú þegar hlé verður gert á deildarkeppninni vegna Stjörnuleiksins sem fram fer um helgina í Orlando. Miami er með 27 sigurleiki og 7 tapleiki.

Lin vill eflaust gleyma leiknum gegn Miami sem fyrst. Hann hitti aðeins úr 1 skoti utan af velli í alls 11 tilraunum. Hann skoraði aðeins 8 stig, gaf 3 stoðsendingar. Meðaltalið hefur verið 24 stig og 9 stoðsendingar í síðustu 11 leikjum með Knicks. Lin tapaði boltanum alls 8 sinnum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×