Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Trausti Hafliðason skrifar 10. nóvember 2012 18:52 Hér geta áhugasamir flett í gegnum átta gröf sem sýna heildarveiðina frá 2005 og veiðina á hverja stöng síðasta sumar. Aðeins 12 af 38 ám sem Veiðivísir tók saman tölur um skiluðu 100 löxum eða meira á hverja stöng síðasta sumar. Hlutfallslega voru því 32 prósent laxveiðiáa með 100 laxa á stöng. Í fyrra var þetta hlutfall 71 prósent en þá skiluðu 27 af 38 laxveiðiám 100 löxum eða meira á stöng. Gröf með upplýsingum um heildarveiði síðan árið 2005 og veiði á stöng er að finna hér til hliðar og er ám þar skipt eftir landshlutum. Þessar tölur koma veiðimönnum vafalaust lítið á óvart enda veiðisumarið það lélegasta í manna minnum. Kunnugir segja að fara þurfi allt aftur til ársins 1930 til að finna lélegri veiðitölur. Það vekur sérstaka athygli að besta veiðin á stöng var í Haffjarðará (191 lax) og Selá í Vopnafirði (188). Báðar þessar ár trónuðu einnig á toppnum í fyrra. Þá skilaði Haffjarðará 254 löxum á stöng og Selá 253. Það segir sínar sögu um laxveiðisumarið í heild að þrátt fyrir að veiðin í þessum aflahæstu ám landsins sé ríflega 25 prósent lakari en í fyrra þá verma þær samt sem áður toppsætið aftur. Auk Haffjarðarár og Selár voru fjórar aðrar ár með meira en 150 laxa á stöng. Ytri-Rangá skilaði 187 löxum (207 í fyrra), Elliðaárnar 166 (230 í fyrra), Eystri-Rangá 164 (244 í fyrra) og Miðfjarðará 161 (236 í fyrra). Átta laxveiðiár með minna en 50 laxa á stöngVið veiðar í Laxá í Aðaldal.Mynd / Trausti HafliðasonSumarið 2011 var einungis ein á á þessum lista sem var með minni veiði en 50 laxa á stöng en það var Hvannadalsá á Vestfjörðum. Nú hefur heldur fjölgað í þessum hópi en alls voru átta laxveiðiár með lélegri veiði en 50 laxa á stöng síðasta sumar. Það er engin smá laxveiðiá sem vermir botninn. Áin hefur reyndar aldrei verið þekkt fyrir fjölda laxa á stöng heldur miklu fremur stórlaxana sem í henni leynast. Laxá í Aðaldal situr sem sagt á botninum með 24 laxa á stöng en í fyrra var hún með 59. Næst á eftir Laxá í Aðaldal kemur Hvannadalsá sem skilaði 25 löxum (33 í fyrra), Fnjóská 33 (86 í fyrra), Svartá í Svartárdal 37 (75 í fyrra), Laugardalsá 40 (61 í fyrra), Víðidalsá 41 (93 í fyrra), Vatnsdalsá 47 (106 í fyrra) og Gljúfurá í Borgarfirði 47 (89 í fyrra).trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Aðeins 12 af 38 ám sem Veiðivísir tók saman tölur um skiluðu 100 löxum eða meira á hverja stöng síðasta sumar. Hlutfallslega voru því 32 prósent laxveiðiáa með 100 laxa á stöng. Í fyrra var þetta hlutfall 71 prósent en þá skiluðu 27 af 38 laxveiðiám 100 löxum eða meira á stöng. Gröf með upplýsingum um heildarveiði síðan árið 2005 og veiði á stöng er að finna hér til hliðar og er ám þar skipt eftir landshlutum. Þessar tölur koma veiðimönnum vafalaust lítið á óvart enda veiðisumarið það lélegasta í manna minnum. Kunnugir segja að fara þurfi allt aftur til ársins 1930 til að finna lélegri veiðitölur. Það vekur sérstaka athygli að besta veiðin á stöng var í Haffjarðará (191 lax) og Selá í Vopnafirði (188). Báðar þessar ár trónuðu einnig á toppnum í fyrra. Þá skilaði Haffjarðará 254 löxum á stöng og Selá 253. Það segir sínar sögu um laxveiðisumarið í heild að þrátt fyrir að veiðin í þessum aflahæstu ám landsins sé ríflega 25 prósent lakari en í fyrra þá verma þær samt sem áður toppsætið aftur. Auk Haffjarðarár og Selár voru fjórar aðrar ár með meira en 150 laxa á stöng. Ytri-Rangá skilaði 187 löxum (207 í fyrra), Elliðaárnar 166 (230 í fyrra), Eystri-Rangá 164 (244 í fyrra) og Miðfjarðará 161 (236 í fyrra). Átta laxveiðiár með minna en 50 laxa á stöngVið veiðar í Laxá í Aðaldal.Mynd / Trausti HafliðasonSumarið 2011 var einungis ein á á þessum lista sem var með minni veiði en 50 laxa á stöng en það var Hvannadalsá á Vestfjörðum. Nú hefur heldur fjölgað í þessum hópi en alls voru átta laxveiðiár með lélegri veiði en 50 laxa á stöng síðasta sumar. Það er engin smá laxveiðiá sem vermir botninn. Áin hefur reyndar aldrei verið þekkt fyrir fjölda laxa á stöng heldur miklu fremur stórlaxana sem í henni leynast. Laxá í Aðaldal situr sem sagt á botninum með 24 laxa á stöng en í fyrra var hún með 59. Næst á eftir Laxá í Aðaldal kemur Hvannadalsá sem skilaði 25 löxum (33 í fyrra), Fnjóská 33 (86 í fyrra), Svartá í Svartárdal 37 (75 í fyrra), Laugardalsá 40 (61 í fyrra), Víðidalsá 41 (93 í fyrra), Vatnsdalsá 47 (106 í fyrra) og Gljúfurá í Borgarfirði 47 (89 í fyrra).trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði