Helga Margrét lærir nýjan lífsstíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2012 06:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Fjölþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur þurft að setja bæði frjálsíþróttaskóna og körfuboltaskóna inn í skáp á meðan hún reynir að koma skrokknum í lag. Helga Margrét hefur verið að glíma við huldumeiðsli undanfarin þrjú ár og hélt að hún væri búin að finna vandamálið á dögunum. „Þegar farið var í gegnum gamlar myndir frá því 2010 þá sáu læknarnir greinilegra brjósklos heldur en allir héldu þá og þar á meðal ég. Svo fór ég aftur í myndatöku núna og þá er brjósklosið ekki jafnslæmt í dag og það var 2010. Það kom okkur á óvart því verkurinn er sá sami og hann var árið 2010. Þetta var því aftur orðin spurning um hvað þetta væri," segir Helga Margrét. „Það var mikið sjokk að heyra það að ég hefði verið með brjósklos allan þennan tíma en á sama tíma var mér létt, það væri þá komið í ljós hvað þetta var," segir Helga en enn á ný breyttust aðstæður. „Eins og staðan er í dag þá er ég að hvíla alveg. Ég labba í klukkutíma á dag og það er nú eða aldrei að laga þetta. Körfuboltinn er líka kominn upp á hillu en ég fer á æfingu um leið og ég er orðin góð. Þó að það sé gaman í körfu þá er það ekki þess virði að stoppa mig á frjálsíþróttaferlinum," segir Helga, sem heldur áfram í meðferð vegna bakmeiðslanna. „Ég ákvað bara að einbeita mér að þessu. Ég geri mér ekki neinar vonir eða plön um einhverjar keppnir. Ég er ekki að stressa mig neitt á því að halda mér í formi því ég kem mér bara almennilega í form þegar ég er orðin góð," segir Helga. „Ég reyni að sitja eins lítið og ég get sem gengur reyndar ekki nógu vel í skólanum. Þetta er allavega annar lífsstíll að læra að kynnast þessu að vera ekki að æfa og vera bara í skólanum. Að geta verið í skólanum fram eftir. Á sama tíma átta ég mig á því að það er ekki lífsstíll sem ég vil temja mér," segir Helga, sem leggur stund á næringarfræði í Háskóla Íslands. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
Fjölþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur þurft að setja bæði frjálsíþróttaskóna og körfuboltaskóna inn í skáp á meðan hún reynir að koma skrokknum í lag. Helga Margrét hefur verið að glíma við huldumeiðsli undanfarin þrjú ár og hélt að hún væri búin að finna vandamálið á dögunum. „Þegar farið var í gegnum gamlar myndir frá því 2010 þá sáu læknarnir greinilegra brjósklos heldur en allir héldu þá og þar á meðal ég. Svo fór ég aftur í myndatöku núna og þá er brjósklosið ekki jafnslæmt í dag og það var 2010. Það kom okkur á óvart því verkurinn er sá sami og hann var árið 2010. Þetta var því aftur orðin spurning um hvað þetta væri," segir Helga Margrét. „Það var mikið sjokk að heyra það að ég hefði verið með brjósklos allan þennan tíma en á sama tíma var mér létt, það væri þá komið í ljós hvað þetta var," segir Helga en enn á ný breyttust aðstæður. „Eins og staðan er í dag þá er ég að hvíla alveg. Ég labba í klukkutíma á dag og það er nú eða aldrei að laga þetta. Körfuboltinn er líka kominn upp á hillu en ég fer á æfingu um leið og ég er orðin góð. Þó að það sé gaman í körfu þá er það ekki þess virði að stoppa mig á frjálsíþróttaferlinum," segir Helga, sem heldur áfram í meðferð vegna bakmeiðslanna. „Ég ákvað bara að einbeita mér að þessu. Ég geri mér ekki neinar vonir eða plön um einhverjar keppnir. Ég er ekki að stressa mig neitt á því að halda mér í formi því ég kem mér bara almennilega í form þegar ég er orðin góð," segir Helga. „Ég reyni að sitja eins lítið og ég get sem gengur reyndar ekki nógu vel í skólanum. Þetta er allavega annar lífsstíll að læra að kynnast þessu að vera ekki að æfa og vera bara í skólanum. Að geta verið í skólanum fram eftir. Á sama tíma átta ég mig á því að það er ekki lífsstíll sem ég vil temja mér," segir Helga, sem leggur stund á næringarfræði í Háskóla Íslands.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira