Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Sighvatur Björgvinsson skrifar 10. nóvember 2012 06:00 Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þetta er kynslóðin sem hélt sig geta kennt öðrum þjóðum hvernig reka ætti banka. Þetta er kynslóðin sem ól af sér útrásarvíkingana, sem sögðust bera íslenska víkingablóðið í æðunum og „keyptu“ ýmis þekktustu vörumerki Norður-Evrópu, vínræktarhéruð í Suður-Evrópu og turna í Macao, notaði gullduft sem útálát á steikurnar í Róm og ferðaðist um í einkaþotum og lystisnekkjum – allt í skuld. Þetta er kynslóðin af hverri sextán þúsund einstaklingar voru komnir á vanskilaskrá fyrir hrun því þeir lifðu langt um efni fram. Þetta er kynslóðin sem tók lán í öðrum gjaldmiðlum en hún hafði tekjur sínar í þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir og komst ekki að þeirri niðurstöðu að það væri ólöglegt fyrr en hún fór að tapa á því. Þetta er kynslóðin sem segir að fall íslensku krónunnar sé „forsendubrestur“ – þó íslenska krónan hafi fátt annað gert alla sína hundstíð en að falla. Þetta er kynslóðin sem krefst þess að hagur almennings verði bættur á kostnað almennings (les: minn hagur bættur á kostnað annarra). Þetta er kynslóðin sem sér ekkert annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem ræður umfjölluninni í íslenskum fjölmiðlum. Þessi kynslóð sér ekkert fréttnæmt í því að hópur gamalmenna hafi tapað aleigu sinni við að reyna að tryggja sér verndarskjól í ellinni með viðskiptum sínum við Eir. Það telur þessi kynslóð varla fréttnæmt – enda varðar það ekki hana. Þessi kynslóð telur það vart umræðuvert þó gamlir menn og konur hafi tapað aleigu sinni fyrir þær sakir að láta tilleiðast fyrir eindregin tilmæli einstaklinga þessarar sömu kynslóðar til þess að setja ævisparnað sinn í áhættusjóði ævintýramanna af sjálfhverfu kynslóðinni, sem síðan töpuðu hverri einustu krónu af ævitekjum gamla fólksins – nema þeim sem þeir komu undan í skattaskjól fyrir sjálfa sig. Þessi sjálfhverfa kynslóð sér ekki heldur neitt umræðuvert í því, þó íbúar allra Raufarhafna þessa lands gangi slyppir og snauðir frá húseignum sínum sem í mörgum tilvikum kostuðu þá miklu meira fé að byggja vegna hás flutningskostnaðar aðfanga en sjálfhverfu kynslóðina á höfuðborgarsvæðinu. Nei – það að krónan haldi áfram að falla eins og hún hefur svikalaust gert alla sína hundstíð kallar þessi kynslóð „forsendubrest“ en að undirstaða atvinnu í sjávarplássunum fyrir austan, norðan og vestan sé flutt burt frá fólki vegna eiginhagsmuna örfárra manna telur sjálfhverfa kynslóðin ekki umræðuvert – hvað þá heldur „forsendubrest“. „Forsendubrest“ sjálfhverfu kynslóðarinnar er skylt að bæta – það er krafan – en stórfellt eignatap fólksins við sjávarsíðuna eftir að kvótinn var burtu seldur eða eignahrun gamla fólksins fyrir tilverknað hinna útrásarglöðu einstaklinga sjálfhverfu kynslóðarinnar – um það er ástæðulaust að ræða. Það tekur því ekki. Þvert á móti er rétt að senda reikninga sjálfhverfu kynslóðarinnar þessu fólki til greiðslu. „Hvað ætlar þú að gera fyrir mig?“ Þetta er sú spurning, sem sjálfhverfa kynslóðin spyr nú alla frambjóðendur til komandi alþingiskosninga. Í mínum huga eru þetta einfaldlega atkvæði á uppboði. Skyldi gamla fólkið á Eir spyrja slíkra spurninga – nú eða íbúar Raufarhafna þessa lands? Nei – ég á ekki von á því. Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þetta er kynslóðin sem hélt sig geta kennt öðrum þjóðum hvernig reka ætti banka. Þetta er kynslóðin sem ól af sér útrásarvíkingana, sem sögðust bera íslenska víkingablóðið í æðunum og „keyptu“ ýmis þekktustu vörumerki Norður-Evrópu, vínræktarhéruð í Suður-Evrópu og turna í Macao, notaði gullduft sem útálát á steikurnar í Róm og ferðaðist um í einkaþotum og lystisnekkjum – allt í skuld. Þetta er kynslóðin af hverri sextán þúsund einstaklingar voru komnir á vanskilaskrá fyrir hrun því þeir lifðu langt um efni fram. Þetta er kynslóðin sem tók lán í öðrum gjaldmiðlum en hún hafði tekjur sínar í þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir og komst ekki að þeirri niðurstöðu að það væri ólöglegt fyrr en hún fór að tapa á því. Þetta er kynslóðin sem segir að fall íslensku krónunnar sé „forsendubrestur“ – þó íslenska krónan hafi fátt annað gert alla sína hundstíð en að falla. Þetta er kynslóðin sem krefst þess að hagur almennings verði bættur á kostnað almennings (les: minn hagur bættur á kostnað annarra). Þetta er kynslóðin sem sér ekkert annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem ræður umfjölluninni í íslenskum fjölmiðlum. Þessi kynslóð sér ekkert fréttnæmt í því að hópur gamalmenna hafi tapað aleigu sinni við að reyna að tryggja sér verndarskjól í ellinni með viðskiptum sínum við Eir. Það telur þessi kynslóð varla fréttnæmt – enda varðar það ekki hana. Þessi kynslóð telur það vart umræðuvert þó gamlir menn og konur hafi tapað aleigu sinni fyrir þær sakir að láta tilleiðast fyrir eindregin tilmæli einstaklinga þessarar sömu kynslóðar til þess að setja ævisparnað sinn í áhættusjóði ævintýramanna af sjálfhverfu kynslóðinni, sem síðan töpuðu hverri einustu krónu af ævitekjum gamla fólksins – nema þeim sem þeir komu undan í skattaskjól fyrir sjálfa sig. Þessi sjálfhverfa kynslóð sér ekki heldur neitt umræðuvert í því, þó íbúar allra Raufarhafna þessa lands gangi slyppir og snauðir frá húseignum sínum sem í mörgum tilvikum kostuðu þá miklu meira fé að byggja vegna hás flutningskostnaðar aðfanga en sjálfhverfu kynslóðina á höfuðborgarsvæðinu. Nei – það að krónan haldi áfram að falla eins og hún hefur svikalaust gert alla sína hundstíð kallar þessi kynslóð „forsendubrest“ en að undirstaða atvinnu í sjávarplássunum fyrir austan, norðan og vestan sé flutt burt frá fólki vegna eiginhagsmuna örfárra manna telur sjálfhverfa kynslóðin ekki umræðuvert – hvað þá heldur „forsendubrest“. „Forsendubrest“ sjálfhverfu kynslóðarinnar er skylt að bæta – það er krafan – en stórfellt eignatap fólksins við sjávarsíðuna eftir að kvótinn var burtu seldur eða eignahrun gamla fólksins fyrir tilverknað hinna útrásarglöðu einstaklinga sjálfhverfu kynslóðarinnar – um það er ástæðulaust að ræða. Það tekur því ekki. Þvert á móti er rétt að senda reikninga sjálfhverfu kynslóðarinnar þessu fólki til greiðslu. „Hvað ætlar þú að gera fyrir mig?“ Þetta er sú spurning, sem sjálfhverfa kynslóðin spyr nú alla frambjóðendur til komandi alþingiskosninga. Í mínum huga eru þetta einfaldlega atkvæði á uppboði. Skyldi gamla fólkið á Eir spyrja slíkra spurninga – nú eða íbúar Raufarhafna þessa lands? Nei – ég á ekki von á því. Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun