Rektorinn rekur veiðisögu sína Trausti Hafliðason skrifar 9. desember 2012 23:01 Óhætt er að segja að veiðidellan hafi yfirskyggt öll önnur áhugamál Bjarna í gegnum tíðina. „Glettni veiðigyðjunnar - ekki nema það þó!" er titill nýrrar veiðibókar sem kom út fyrir skömmu. Þetta er saga Bjarna Kristjánssonar, sem er mörgum kunnur sem „Rektorinn" bæði vegna þess að hann var lengi rektor Tækniskóla Íslands en ekki síst af því að vinsæl straumfluga var nefnd eftir honum. Það var Kolbeinn Grímsson sem hnýtti fluguna á sínum tíma þegar þeir félagar voru við veiðar í Laxá í Mývatnssveit. „Bjarni er kominn á níræðisaldur en áhuginn á veiðum er ennþá mikill, þó ,,hnén séu farin að hefta vaðgetuna", eins og hann orðar það í bók sinni," segir Kristján, sonur Bjarna en þeir feðgar gefa bókina út sjálfir. Í bókinni rekur Bjarni, sem meðal annars var einn af stofnendum Ármanna og formaður þess félags, veiðiferilinn í máli og myndum. „Veiðisagan er rakin frá fermingaraldri þegar hann reri á sexæringi með Mýrdælingum úr Maríuhliði við ósa Jökulsár á Sólheimasandi á tímum Seinni heimsstyrjaldarinnar og náði að hala inn þorski upp á heildrætti þó hann hafi fyrirfram verið skráður hálfdrættingur," segir Kristján. „Skotveiðar fá sitt pláss, en Bjarni starfaði lengi með Skotvís og var þar formaður um tíma. En stangveiðin er þó fyrirferðarmest og veiðisögur úr öllum landsfjórðungum fylla bókina; frásagnir af veiðiskap og eftirminnilegum veiðifélögum, sumum hverjum goðsögum í hópi veiðimanna eins og Kolbeini Grímssyni og Stefáni Jónssyni fréttamanni." 55 punda urriðiÞessi urriði veiddist í Þýskalandi árið 1976 og vó þá 27,5 kíló.Kristján segir föður sinn hafa upplifað mörg furðuleg atvik í veiðiskapnum. „Meðal annars þegar hann var á veiðum með tveimur öðrum Ármönnum í Hlíðarvatni. Það var að morgni og ördeyða. Bjarni hafði vaðið yst út á Mölina og sleit af sér veiðifluguna Peter Ross nr. 12. Leið svo dagurinn og undir kvöld reyndu þeir aftur á sama stað. Enn festi hann í botni, en nú hélt girnið og upp kom flugan sem hann hafði misst um morguninn, -krækt í augað! Þá varð félaga hans, Jóni Erlingi Þorlákssyni tryggingastærðfræðingi að orði: ,,Þarna voru líkurnar 0 –en samt gerðist það!" Í bókinni er einnig sagt frá æsilegri veiðisögu úr Soginu. „Sagan hefst undir kvöld þegar laxinn fór að taka á Ferjuklöppinni, neðsta veiðistaðnum á Alviðru," segir Kristján. „Þarna er áin á annað hundrað metrar á breidd og í henni miðri er nokkur hundruð fermetra klöpp, sem áin rennur yfir, og þar lá stundum mikið af laxi. Hann var með Black Doctor nr. 8 þegar laxinn fór að taka. Með tvo þá fyrstu gekk allt vel, en sá þriðji olli áhyggjum með því að ákveða fljótlega að strika skáhallt undan straumi, þar til um 80 metrar af línu voru úti. Með fyrirhöfn tókst að ná honum inn og einum til en eftiminnilegastur er þó sannkallaður tröllfiskur (,,sá stóri") sem stökk og þurrkaði sig alveg í um það bil 15 metra fjarlægð frá veiðimanninum áður en hann skall niður á flugulínuna." Í bókinni lýsir Bjarni þessu svona: ,,Mér brá ekki svo lítið við þessa sýn og sjaldan hefur veiðivonin blossað eins ákaflega upp í mér. Þó setti jafnskjótt að mér ugg um endalokin, ef hann tæki nú hjá mér fluguna við þessar aðstæður. Ég áætlaði þennan fisk strax vel yfir 30 pund, og hvernig mundi mér ganga með hann, svo erfiður sem síðasti fiskur hafði reynst?" Mér varð það fyrst fyrir að skipta um flugu og setti nú á Blue Charm nr. 4. Þessari flugu hafði ég kastað tvisvar eða þrisvar þegar fiskurinn stökk aftur og nú aðeins 6-7 metra frá mér. Hann þurrkaði sig alveg og mér virtist hann renna á mig athugulu auga, alveg óttalaust. Háttalag hans bar vott um algert skeytingaleysi eða í mesta lagi ögn af undrun." Þetta frásagnarbrot verður ekki botnað hér að öðru leyti en því að Kristján segir að faðir hans hafi í raun aldrei borið þessa atviks bætur. Í bókinni er einnig greint frá pílagrímaferðurm Bjarna til Bæjaralands í Þýskalandi. Ferðum sem farnar voru með fjölskyldunni undir yfirskyni náttúrkskoðunar, innkaupa og veitingastaðabrölts. Í þessum ferðum beindist hugur Bjarna þó fyrsta og fremst að herbergi við hlið kirkju Heilags Bartolomeusar við vatnið Königssee í þýsku ölpunum. Þar er enn þann dag í dag uppstoppaður urriði til sýnis í glerbúri sem Bjarni heldur þann stærsta í heimi. Hann var veiddur árið 1976 og vóg þá 27,5 kíló eða 55 pund - íslensk.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði
„Glettni veiðigyðjunnar - ekki nema það þó!" er titill nýrrar veiðibókar sem kom út fyrir skömmu. Þetta er saga Bjarna Kristjánssonar, sem er mörgum kunnur sem „Rektorinn" bæði vegna þess að hann var lengi rektor Tækniskóla Íslands en ekki síst af því að vinsæl straumfluga var nefnd eftir honum. Það var Kolbeinn Grímsson sem hnýtti fluguna á sínum tíma þegar þeir félagar voru við veiðar í Laxá í Mývatnssveit. „Bjarni er kominn á níræðisaldur en áhuginn á veiðum er ennþá mikill, þó ,,hnén séu farin að hefta vaðgetuna", eins og hann orðar það í bók sinni," segir Kristján, sonur Bjarna en þeir feðgar gefa bókina út sjálfir. Í bókinni rekur Bjarni, sem meðal annars var einn af stofnendum Ármanna og formaður þess félags, veiðiferilinn í máli og myndum. „Veiðisagan er rakin frá fermingaraldri þegar hann reri á sexæringi með Mýrdælingum úr Maríuhliði við ósa Jökulsár á Sólheimasandi á tímum Seinni heimsstyrjaldarinnar og náði að hala inn þorski upp á heildrætti þó hann hafi fyrirfram verið skráður hálfdrættingur," segir Kristján. „Skotveiðar fá sitt pláss, en Bjarni starfaði lengi með Skotvís og var þar formaður um tíma. En stangveiðin er þó fyrirferðarmest og veiðisögur úr öllum landsfjórðungum fylla bókina; frásagnir af veiðiskap og eftirminnilegum veiðifélögum, sumum hverjum goðsögum í hópi veiðimanna eins og Kolbeini Grímssyni og Stefáni Jónssyni fréttamanni." 55 punda urriðiÞessi urriði veiddist í Þýskalandi árið 1976 og vó þá 27,5 kíló.Kristján segir föður sinn hafa upplifað mörg furðuleg atvik í veiðiskapnum. „Meðal annars þegar hann var á veiðum með tveimur öðrum Ármönnum í Hlíðarvatni. Það var að morgni og ördeyða. Bjarni hafði vaðið yst út á Mölina og sleit af sér veiðifluguna Peter Ross nr. 12. Leið svo dagurinn og undir kvöld reyndu þeir aftur á sama stað. Enn festi hann í botni, en nú hélt girnið og upp kom flugan sem hann hafði misst um morguninn, -krækt í augað! Þá varð félaga hans, Jóni Erlingi Þorlákssyni tryggingastærðfræðingi að orði: ,,Þarna voru líkurnar 0 –en samt gerðist það!" Í bókinni er einnig sagt frá æsilegri veiðisögu úr Soginu. „Sagan hefst undir kvöld þegar laxinn fór að taka á Ferjuklöppinni, neðsta veiðistaðnum á Alviðru," segir Kristján. „Þarna er áin á annað hundrað metrar á breidd og í henni miðri er nokkur hundruð fermetra klöpp, sem áin rennur yfir, og þar lá stundum mikið af laxi. Hann var með Black Doctor nr. 8 þegar laxinn fór að taka. Með tvo þá fyrstu gekk allt vel, en sá þriðji olli áhyggjum með því að ákveða fljótlega að strika skáhallt undan straumi, þar til um 80 metrar af línu voru úti. Með fyrirhöfn tókst að ná honum inn og einum til en eftiminnilegastur er þó sannkallaður tröllfiskur (,,sá stóri") sem stökk og þurrkaði sig alveg í um það bil 15 metra fjarlægð frá veiðimanninum áður en hann skall niður á flugulínuna." Í bókinni lýsir Bjarni þessu svona: ,,Mér brá ekki svo lítið við þessa sýn og sjaldan hefur veiðivonin blossað eins ákaflega upp í mér. Þó setti jafnskjótt að mér ugg um endalokin, ef hann tæki nú hjá mér fluguna við þessar aðstæður. Ég áætlaði þennan fisk strax vel yfir 30 pund, og hvernig mundi mér ganga með hann, svo erfiður sem síðasti fiskur hafði reynst?" Mér varð það fyrst fyrir að skipta um flugu og setti nú á Blue Charm nr. 4. Þessari flugu hafði ég kastað tvisvar eða þrisvar þegar fiskurinn stökk aftur og nú aðeins 6-7 metra frá mér. Hann þurrkaði sig alveg og mér virtist hann renna á mig athugulu auga, alveg óttalaust. Háttalag hans bar vott um algert skeytingaleysi eða í mesta lagi ögn af undrun." Þetta frásagnarbrot verður ekki botnað hér að öðru leyti en því að Kristján segir að faðir hans hafi í raun aldrei borið þessa atviks bætur. Í bókinni er einnig greint frá pílagrímaferðurm Bjarna til Bæjaralands í Þýskalandi. Ferðum sem farnar voru með fjölskyldunni undir yfirskyni náttúrkskoðunar, innkaupa og veitingastaðabrölts. Í þessum ferðum beindist hugur Bjarna þó fyrsta og fremst að herbergi við hlið kirkju Heilags Bartolomeusar við vatnið Königssee í þýsku ölpunum. Þar er enn þann dag í dag uppstoppaður urriði til sýnis í glerbúri sem Bjarni heldur þann stærsta í heimi. Hann var veiddur árið 1976 og vóg þá 27,5 kíló eða 55 pund - íslensk.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði