Gamalt hafnarsvæði. Nýtt skipulag Hjálmar Sveinsson skrifar 29. september 2012 06:00 Á ljósmyndum sést að miðborg Reykjavíkur var hafnarborg lengst af á 20. öldinni. Þar áður hafnlaust sjávarpláss. Götur og sund teygja sig alveg að sjónum og húsin standa á hafnarbakkanum. Landfyllingar, plássfrek hafnsækin starfsemi og hönnun Geirsgötu sem hraðbrautar rufu þessi tengsl borgar og hafnar. Breytt skipulag hafnarstarfseminnar, aukinn áhugi borgarbúa og ferðamanna á hafnarsvæðinu og breytt viðhorf til borgarumhverfisins hafa á undanförnum árum myndað ný tengsl. Segja má að nú sé stöðugur straumur fólks niður að höfninni við verbúðirnar í Suðurbugt og að Hörpu yst á Austurbakka. Gamla hafnarsvæðið er að verða ný þungamiðja í borginni. Núna síðast var opnað þarna Hótel Marina í gamla Slippfélagshúsinu. Flestir eru sammála um að þar hafi tekist vel til. Þetta er endurnýting eins og hún gerist best. Útlit hússins hefur lítið breyst nema það er allt frísklegra og fallegra en það hefur lengi verið. Með nýju rammaskipulagi fyrir hafnarsvæðið, sem kynnt var í borgarstjórn í síðustu viku, er snúið frá þeirri stefnu, sem ríkti hér of lengi, að rífa allt sem fyrir er og byggja allt nýtt frá grunni. Rammaskipulagið tryggir að gömlu verbúðirnar við Suðurbugt halda sér, allar sem ein, og spilhúsin í Slippnum. Og Slippurinn sjálfur verður fyrst um sinn áfram á sínum gamla stað. Stungið hefur verið upp á að stígurinn norðan hússins fái nafnið Spilhúsastígur. Er það ekki samþykkt hér og nú?Ný hafnarhverfi Nýja rammaskipulagið skiptir svæðinu milli Sjóminjasafns og Hörpu í fjögur hafnarhverfi sem kallast Vesturbugt, Suðurbugt, Miðbakki og Austurbakki. Skipulagið leggur áherslu á að hvert þessara hverfa hafi sinn karakter. Götur er hafðar fremur þröngar, eins í Grjótaþorpinu, og inn á milli húsanna eru hér og hvar lítil og nett torg. Húsin eru stölluð og höfð í klassískum reykvískum skala: 3 til 5 hæðir. Form þeirra minnir svolítið á gamla netagerðarhúsið, Nýlendugötu 14, gegnt Hótel Marina. Það er 2 og 4 hæðir. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð: Íbúðir, verslanir, handverkstæði, skrifstofur, hótel, slippur, ferðaþjónusta, söfn, kaffihús, gallerí, veitingastaðir, fiskmarkaður og jafnvel útisundlaug. Þarna verða greiðar leiðir fyrir fótgangandi vegfarendur og hjólandi. Bílastæði eru nær alfarið í bílakjöllurum og kveðið er á um að þau skuli vera að hámarki eitt á íbúð. Fyrirhuguð uppbygging er áfangabundin. Reiknað er með að vestasta svæðið, milli Slipps og Sjóminjasafns, það er að segja Vesturbugtin, byggist fyrst upp. Þar gætu risið allt að 250 íbúðir. Í fyrsta áfanga verður þó aðeins byggt að Slippnum, það er að segja í vestari hluta Vesturbugtar. Suðurbugt verður mikið til óbreytt. Þó er gert ráð fyrir að hægt sé að þétta það svæði örlítið með því að byggja hús á bílastæðinu milli Hafnarbúða og austasta hluta verbúðarinnar. Það er í takt við nýja tíma að byggja hús fyrir fólk á afgangslóðum sem hafa verið nýtt sem bílastæði. Reiknað er með að ekki komi til uppbyggingar á Miðbakka fyrr en eftir að Vesturbugtin hefur byggst upp, eða er að minnsta kosti komin vel af stað. Þá hafa borgarbúar reynslu af þeirri tegund byggðar og geta betur dæmt um hvort þeir vilja halda áfram á sömu braut. Vegna áforma erlendra aðila að byggja hótel samkvæmt gildandi deiliskipulagi á austasta svæðinu, Austurbakka, var ákveðið að taka það svæði út fyrir sviga. Þar verður til að byrja með áfram gildandi deiliskipulag.Ekkert snobbhill Eitt mikilvægasta verkefnið í þeirri vinnu sem nú tekur við er að finna leiðir sem tryggja að nýju hafnarhverfin einkennist af félagslegum fjölbreytileika. Þetta mega ekki verða hverfi þar sem eingöngu sterkefnað fólk hefur efni á að búa. Markaðurinn, sem krefst auðvitað hámarksarðs af sölu lóða og íbúða, má ekki ráð ferðinni einn. Samkvæmt nýsamþykktri húsnæðisstefnu eiga leiguíbúðir að vera að lágmarki 20% íbúða í nýjum hverfum. Ég tel að það hlutfall eigi að vera hærra í Vesturbugt. Rammaskipulaginu er ætlað að tengja aftur saman borg og höfn. Til að það takist er lykilatriði að Geirsgötu verði breytt úr fráhrindandi hraðbraut í aðlaðandi borgargötu með rólegri umferð. Sú umbreyting ein og sér er mikilvægur liður í því að byggja upp borg fyrir fólk frekar en bíla. Hún er mikilvæg yfirlýsing um nýja stefnu í skipulagsmálum borgarinnar. Uppbygging nýju hafnarsvæðanna samkvæmt þessu skipulagi sem hér hefur verið lýst fellur vel að markmiðum endurskoðaðs aðalskipulags borgarinnar til ársins 2030. Þar er gegndarlausri útþenslu borgarinnar snúið við. Borgin á ekki lengur að byggjast út á við heldur inn á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Á ljósmyndum sést að miðborg Reykjavíkur var hafnarborg lengst af á 20. öldinni. Þar áður hafnlaust sjávarpláss. Götur og sund teygja sig alveg að sjónum og húsin standa á hafnarbakkanum. Landfyllingar, plássfrek hafnsækin starfsemi og hönnun Geirsgötu sem hraðbrautar rufu þessi tengsl borgar og hafnar. Breytt skipulag hafnarstarfseminnar, aukinn áhugi borgarbúa og ferðamanna á hafnarsvæðinu og breytt viðhorf til borgarumhverfisins hafa á undanförnum árum myndað ný tengsl. Segja má að nú sé stöðugur straumur fólks niður að höfninni við verbúðirnar í Suðurbugt og að Hörpu yst á Austurbakka. Gamla hafnarsvæðið er að verða ný þungamiðja í borginni. Núna síðast var opnað þarna Hótel Marina í gamla Slippfélagshúsinu. Flestir eru sammála um að þar hafi tekist vel til. Þetta er endurnýting eins og hún gerist best. Útlit hússins hefur lítið breyst nema það er allt frísklegra og fallegra en það hefur lengi verið. Með nýju rammaskipulagi fyrir hafnarsvæðið, sem kynnt var í borgarstjórn í síðustu viku, er snúið frá þeirri stefnu, sem ríkti hér of lengi, að rífa allt sem fyrir er og byggja allt nýtt frá grunni. Rammaskipulagið tryggir að gömlu verbúðirnar við Suðurbugt halda sér, allar sem ein, og spilhúsin í Slippnum. Og Slippurinn sjálfur verður fyrst um sinn áfram á sínum gamla stað. Stungið hefur verið upp á að stígurinn norðan hússins fái nafnið Spilhúsastígur. Er það ekki samþykkt hér og nú?Ný hafnarhverfi Nýja rammaskipulagið skiptir svæðinu milli Sjóminjasafns og Hörpu í fjögur hafnarhverfi sem kallast Vesturbugt, Suðurbugt, Miðbakki og Austurbakki. Skipulagið leggur áherslu á að hvert þessara hverfa hafi sinn karakter. Götur er hafðar fremur þröngar, eins í Grjótaþorpinu, og inn á milli húsanna eru hér og hvar lítil og nett torg. Húsin eru stölluð og höfð í klassískum reykvískum skala: 3 til 5 hæðir. Form þeirra minnir svolítið á gamla netagerðarhúsið, Nýlendugötu 14, gegnt Hótel Marina. Það er 2 og 4 hæðir. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð: Íbúðir, verslanir, handverkstæði, skrifstofur, hótel, slippur, ferðaþjónusta, söfn, kaffihús, gallerí, veitingastaðir, fiskmarkaður og jafnvel útisundlaug. Þarna verða greiðar leiðir fyrir fótgangandi vegfarendur og hjólandi. Bílastæði eru nær alfarið í bílakjöllurum og kveðið er á um að þau skuli vera að hámarki eitt á íbúð. Fyrirhuguð uppbygging er áfangabundin. Reiknað er með að vestasta svæðið, milli Slipps og Sjóminjasafns, það er að segja Vesturbugtin, byggist fyrst upp. Þar gætu risið allt að 250 íbúðir. Í fyrsta áfanga verður þó aðeins byggt að Slippnum, það er að segja í vestari hluta Vesturbugtar. Suðurbugt verður mikið til óbreytt. Þó er gert ráð fyrir að hægt sé að þétta það svæði örlítið með því að byggja hús á bílastæðinu milli Hafnarbúða og austasta hluta verbúðarinnar. Það er í takt við nýja tíma að byggja hús fyrir fólk á afgangslóðum sem hafa verið nýtt sem bílastæði. Reiknað er með að ekki komi til uppbyggingar á Miðbakka fyrr en eftir að Vesturbugtin hefur byggst upp, eða er að minnsta kosti komin vel af stað. Þá hafa borgarbúar reynslu af þeirri tegund byggðar og geta betur dæmt um hvort þeir vilja halda áfram á sömu braut. Vegna áforma erlendra aðila að byggja hótel samkvæmt gildandi deiliskipulagi á austasta svæðinu, Austurbakka, var ákveðið að taka það svæði út fyrir sviga. Þar verður til að byrja með áfram gildandi deiliskipulag.Ekkert snobbhill Eitt mikilvægasta verkefnið í þeirri vinnu sem nú tekur við er að finna leiðir sem tryggja að nýju hafnarhverfin einkennist af félagslegum fjölbreytileika. Þetta mega ekki verða hverfi þar sem eingöngu sterkefnað fólk hefur efni á að búa. Markaðurinn, sem krefst auðvitað hámarksarðs af sölu lóða og íbúða, má ekki ráð ferðinni einn. Samkvæmt nýsamþykktri húsnæðisstefnu eiga leiguíbúðir að vera að lágmarki 20% íbúða í nýjum hverfum. Ég tel að það hlutfall eigi að vera hærra í Vesturbugt. Rammaskipulaginu er ætlað að tengja aftur saman borg og höfn. Til að það takist er lykilatriði að Geirsgötu verði breytt úr fráhrindandi hraðbraut í aðlaðandi borgargötu með rólegri umferð. Sú umbreyting ein og sér er mikilvægur liður í því að byggja upp borg fyrir fólk frekar en bíla. Hún er mikilvæg yfirlýsing um nýja stefnu í skipulagsmálum borgarinnar. Uppbygging nýju hafnarsvæðanna samkvæmt þessu skipulagi sem hér hefur verið lýst fellur vel að markmiðum endurskoðaðs aðalskipulags borgarinnar til ársins 2030. Þar er gegndarlausri útþenslu borgarinnar snúið við. Borgin á ekki lengur að byggjast út á við heldur inn á við.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun