Apple tilkynnti í dag að yfir þrjár milljónir iPad mini og fjórðu kynslóðar iPad-spjaldtölva hefðu selst um opnunarhelgina en sala á þeim hófst 23. október. Þetta eru tvöfalt fleiri spjaldtölvur en seldust opnunarhelgina á iPad í mars síðastliðnum.
Samkvæmt greiningarfyrirtækinu Forrester er áætlað að Apple selji um 62 milljónir iPad-spjaldtölva á þessu ári. iPadinn sem fór í sölu á föstudag er minni útgáfa af hinum hefðbundna iPad og svo uppfærsla á þriðju kynslóð af spjaldtölvunni.
Snertiskjár nýju spjaldtölvunnar er 7.9 tommur. Á stærri útgáfu iPad er skjárinn 9.7 tommur. Þrátt fyrir þetta er upplausn snertiskjásins á iPad Mini jafn há og á fyrri útgáfum spjaldtölvunnar. iPad Mini er jafnframt ódýrasta spjaldtölva Apple frá upphafi en hún mun kosta rúmlega 40 þúsund krónur.
Þá var einnig tilkynnt í gær að Apple hefði selt yfir 100 milljónir spjaldtölva frá því að iPad komst fyrst á markað fyrir rúmlega tveimur árum.
Seldu þrjár milljónir iPad mini á þremur dögum

Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi
Viðskipti innlent

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent


Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Viðskipti innlent

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent


Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura
Viðskipti innlent