Í bílstjórasætinu í riðlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2012 06:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson lék mjög vel í Rúmeníu í gær og skoraði 8 mörk úr aðeins 9 skotum. Mynd/AFP Íslenska landsliðið er þegar komið með eins stigs forskot á Slóveníu á toppi síns riðils í undankeppni EM í Danmörku eftir flottan 37-30 sigur í Rúmeníu í gær. Langt og erfitt ferðalag og allt annað en óskabyrjun en þegar á reyndi þá sýndu íslensku strákarnir styrk sinn í seinni hálfleik og kláruðu leikinn með sannfærandi hætti. Liðið er því komið í bílstjórasætið í riðlinum. „Það eru eins og við viljum hafa þetta," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins. „Þetta var erfiður útivöllur, langt ferðalag og ég er gríðarlega ánægður með að við skyldum ná svona öruggum sigri í lokin." Rúmenar voru skrefinu á undan nær allan fyrri hálfleikinn og íslenska liðið var í vandræðum með stórar og sterkar skyttur liðsins. „Við byrjuðum leikinn mjög illa, lendum þremur mörkum undir og virkum eins og við séum svolítið á hælunum í vörninni," segir Aron um byrjun leiksins þar sem Rúmenar skoruðu alltof auðveldlega og náðu mest þriggja marka forskoti. „Þegar við fórum að þétta vörnina og spila hver með öðrum þá kom vörnin og við fórum að vinna okkur hægt og rólega inn í leikinn. Við náðum eins marks forystu fyrir hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við spila nokkuð vel," sagði Aron. Aron Rafn Eðvarðsson stóð sig vel í íslenska markinu og fékk líka hrós frá þjálfaranum. „Aron Rafn var í fyrsta skipti að standa sem fyrsti markvörður í landsleik. Það var pressa á honum á erfiðum útivelli og það eru góðar skyttur í þessu rúmenska liði. Hann er að verja allan tímann og taka nokkuð góð færi," sagði Aron og Ásgeir Örn Hallgrímsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Kári Kristjánsson fengu líka hrós. Einn besti landsleikur Ásgeirs„Ásgeir var mjög góður og var að spila einn af sínum betri landsleikjum. Guðjón Valur klúðraði reyndar tveimur hraðaupphlaupum en skoraði 11 mörk og var að spila mjög „massíft" allan leikinn. Kári kemur inn síðustu tólf mínúturnar og var strax mjög hættulegur," segir Aron. Aron Pálmarson var eins og svart og hvítt í leiknum. Hann gerði mörg mistök í fyrri hálfleiknum og komst ekki á blað fyrr en eftir hlé. Hann spilaði hins vegar vel í seinni hálfleik. „Aron var svolítið þungur á sér í fyrri hálfleik og kom of hægt á vörnina. Aron var að reyna of mikið sjálfur í fyrri hálfleik en í þeim seinni var hann bara að spila með liðinu. Hann kom þá af krafti í vörnina og var með helling af góðum stoðsendingum og nokkur mjög góð mörk. Hann var að spila mjög vel í seinni hálfleik." Íslenska liðið vann síðustu sjö mínúturnar á móti Hvít-Rússum 6-1 og síðustu tólf mínúturnar í gær 10-4. Samtals hefur íslenska liðið unnið lokamínúturnar í fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Arons með 11 marka mun. „Strákarnir stóðu sig mjög vel, voru á tánum, sýndu mikla samstöðu og baráttuvilja sem var mjög ánægjulegt. Það er gott að vinna tvo örugga sigra í tveimur fyrstu leikjunum," sagði Aron að lokum. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Íslenska landsliðið er þegar komið með eins stigs forskot á Slóveníu á toppi síns riðils í undankeppni EM í Danmörku eftir flottan 37-30 sigur í Rúmeníu í gær. Langt og erfitt ferðalag og allt annað en óskabyrjun en þegar á reyndi þá sýndu íslensku strákarnir styrk sinn í seinni hálfleik og kláruðu leikinn með sannfærandi hætti. Liðið er því komið í bílstjórasætið í riðlinum. „Það eru eins og við viljum hafa þetta," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins. „Þetta var erfiður útivöllur, langt ferðalag og ég er gríðarlega ánægður með að við skyldum ná svona öruggum sigri í lokin." Rúmenar voru skrefinu á undan nær allan fyrri hálfleikinn og íslenska liðið var í vandræðum með stórar og sterkar skyttur liðsins. „Við byrjuðum leikinn mjög illa, lendum þremur mörkum undir og virkum eins og við séum svolítið á hælunum í vörninni," segir Aron um byrjun leiksins þar sem Rúmenar skoruðu alltof auðveldlega og náðu mest þriggja marka forskoti. „Þegar við fórum að þétta vörnina og spila hver með öðrum þá kom vörnin og við fórum að vinna okkur hægt og rólega inn í leikinn. Við náðum eins marks forystu fyrir hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við spila nokkuð vel," sagði Aron. Aron Rafn Eðvarðsson stóð sig vel í íslenska markinu og fékk líka hrós frá þjálfaranum. „Aron Rafn var í fyrsta skipti að standa sem fyrsti markvörður í landsleik. Það var pressa á honum á erfiðum útivelli og það eru góðar skyttur í þessu rúmenska liði. Hann er að verja allan tímann og taka nokkuð góð færi," sagði Aron og Ásgeir Örn Hallgrímsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Kári Kristjánsson fengu líka hrós. Einn besti landsleikur Ásgeirs„Ásgeir var mjög góður og var að spila einn af sínum betri landsleikjum. Guðjón Valur klúðraði reyndar tveimur hraðaupphlaupum en skoraði 11 mörk og var að spila mjög „massíft" allan leikinn. Kári kemur inn síðustu tólf mínúturnar og var strax mjög hættulegur," segir Aron. Aron Pálmarson var eins og svart og hvítt í leiknum. Hann gerði mörg mistök í fyrri hálfleiknum og komst ekki á blað fyrr en eftir hlé. Hann spilaði hins vegar vel í seinni hálfleik. „Aron var svolítið þungur á sér í fyrri hálfleik og kom of hægt á vörnina. Aron var að reyna of mikið sjálfur í fyrri hálfleik en í þeim seinni var hann bara að spila með liðinu. Hann kom þá af krafti í vörnina og var með helling af góðum stoðsendingum og nokkur mjög góð mörk. Hann var að spila mjög vel í seinni hálfleik." Íslenska liðið vann síðustu sjö mínúturnar á móti Hvít-Rússum 6-1 og síðustu tólf mínúturnar í gær 10-4. Samtals hefur íslenska liðið unnið lokamínúturnar í fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Arons með 11 marka mun. „Strákarnir stóðu sig mjög vel, voru á tánum, sýndu mikla samstöðu og baráttuvilja sem var mjög ánægjulegt. Það er gott að vinna tvo örugga sigra í tveimur fyrstu leikjunum," sagði Aron að lokum.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira