Enski boltinn

Podolski sagður vera á leið til Arsenal í sumar

Samkvæmt þýska blaðinu Bild þá hefur þýski landsliðsframherjinn Lukas Podolski samþykkt að ganga í raðir Arsenal í sumar.

Podolski hefur lengi verið orðaður við Arsenal en hann hefur þó hingað til ekki viljað yfirgefa Köln. Uppgangur liðsins er aftur á móti hægur og Podolski ku vera nóg boðið.

Fleiri félög hafa sýnt Podolski áhuga en hann er sagður hafa ákveðið að ganga í raðir Arsenal.

Engu að síður er ekki enn búið að skrifa undir neina samninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×