Nýtt hús – til hvers? Sigurður Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Landspítali starfar nú á 17 stöðum í um 100 húsum og sex heilbrigðisdeildir háskólans starfa á 13 stöðum, allt frá Hofsvallagötu að Eirbergi á Landspítalalóð. Um er að ræða stærstu vinnustaði landsins. Á Landspítala vinna um 5.000 manns og við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands um 2.500 manns, þar með taldir stúdentar. Húsnæði spítalans er margt gamalt og úr sér gengið, við hann hefur verið byggt og upp á húsin tjaslað í áranna rás, stundum án mikils samræmis. Meginstarfsemin er einkum í tveimur húsum og auðvelt að sjá óhagræðið af hreppaflutningum veiks fólks húsa á milli. Flestir sjúklingar liggja á tví- eða fjórbýli. Enginn þarf að fara í grafgötur um hve óþægilegt er að þurfa að ræða vandamál sín við slíkar aðstæður við lækna, hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk og ekki síst ættingja og vini. Nógu slæmt er að liggja á spítala, og ekki verður það betra í fjölmenni. Endurteknar spítalasýkingar hafa verið verulegt vandamál með ýmsum og alvarlegum afleiðingum. Ein af ástæðum þess eru fjölbýlin. Hvers virði er að losna við allt þetta fyrir veikt fólk? Tími einyrkjans í heilbrigðisþjónustu er liðinn. Henni er nú sinnt af teymum og samstarf og samvinna eru lykilorð. Samstarfið verður að vera sjálfsagt frá fyrsta ári í skóla, þannig að mikilvægi þess verði mönnum strax ljóst. Skilyrði þess er að koma nemendum heilbrigðisdeilda saman undir eitt þak. Þjónustan verður ætíð að snúast um sjúklinga. Þess vegna þarf að lækka múra milli fag- og sérgreina, það er skilyrði samstarfs. Þess vegna þarf fólk að koma saman og vinna saman að rannsóknum, kennslu og þjónustu. Tækjabúnaður er dýr og því mikið hagræði af samnýtingu. Hún fæst ekki ef starfsemin er áfram dreifð um allar koppagrundir. Þetta eru einungis nokkrar ástæður fyrir því af hverju kominn er tími á nýtt hús, núna. Að síðustu verður að minna á að sameiningu spítalanna er ekki lokið. Henni lýkur ekki fyrr en starfsemin er öll komin undir sama þak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Landspítali starfar nú á 17 stöðum í um 100 húsum og sex heilbrigðisdeildir háskólans starfa á 13 stöðum, allt frá Hofsvallagötu að Eirbergi á Landspítalalóð. Um er að ræða stærstu vinnustaði landsins. Á Landspítala vinna um 5.000 manns og við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands um 2.500 manns, þar með taldir stúdentar. Húsnæði spítalans er margt gamalt og úr sér gengið, við hann hefur verið byggt og upp á húsin tjaslað í áranna rás, stundum án mikils samræmis. Meginstarfsemin er einkum í tveimur húsum og auðvelt að sjá óhagræðið af hreppaflutningum veiks fólks húsa á milli. Flestir sjúklingar liggja á tví- eða fjórbýli. Enginn þarf að fara í grafgötur um hve óþægilegt er að þurfa að ræða vandamál sín við slíkar aðstæður við lækna, hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk og ekki síst ættingja og vini. Nógu slæmt er að liggja á spítala, og ekki verður það betra í fjölmenni. Endurteknar spítalasýkingar hafa verið verulegt vandamál með ýmsum og alvarlegum afleiðingum. Ein af ástæðum þess eru fjölbýlin. Hvers virði er að losna við allt þetta fyrir veikt fólk? Tími einyrkjans í heilbrigðisþjónustu er liðinn. Henni er nú sinnt af teymum og samstarf og samvinna eru lykilorð. Samstarfið verður að vera sjálfsagt frá fyrsta ári í skóla, þannig að mikilvægi þess verði mönnum strax ljóst. Skilyrði þess er að koma nemendum heilbrigðisdeilda saman undir eitt þak. Þjónustan verður ætíð að snúast um sjúklinga. Þess vegna þarf að lækka múra milli fag- og sérgreina, það er skilyrði samstarfs. Þess vegna þarf fólk að koma saman og vinna saman að rannsóknum, kennslu og þjónustu. Tækjabúnaður er dýr og því mikið hagræði af samnýtingu. Hún fæst ekki ef starfsemin er áfram dreifð um allar koppagrundir. Þetta eru einungis nokkrar ástæður fyrir því af hverju kominn er tími á nýtt hús, núna. Að síðustu verður að minna á að sameiningu spítalanna er ekki lokið. Henni lýkur ekki fyrr en starfsemin er öll komin undir sama þak.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar