Ákæruvald Alþingis- ríkissaksóknari Valtýr Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Í grein sem ég ritaði í Mbl. 18. janúar sl. var vakin athygli á greinum Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem þá höfðu birst í blaðinu. Stefán Már taldi m. a. að sú ákvörðun Alþingis að greiða atkvæði um hvort mál skyldi höfða á hendur hverjum og einum þeirra fjögurra ráðherra sem þingmannanefndin lagði til að ákærðir yrðu, væri haldin ágöllum. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hafi því orðið tilviljunarkennd og forsendur sumra þingmanna, sem gengið hafi út frá því að annað hvort yrðu allir ákærðir eða enginn, kynnu að hafa brostið. Niðurstaðan var sú, að veruleg hætta hafi verið á að við meðferð Alþingis á málinu hafi verið vikið í þýðingarmiklum atriðum frá almennum og viðurkenndum reglum um höfðun sakamála. Grein Ögmundar staðfesti að málið hefði tekið eðlisbreytingu þegar niðurstaðan varð sú að aðeins einn skyldi ákærður og að forsendur væru brostnar fyrir ákvörðun hans. Hann myndi því greiða atkvæði með öðrum hætti kæmi málið á ný til kasta Alþingis. Í niðurlagi greinar minnar var á það bent að undanfarna áratugi hafi verið unnið að því bæði hérlendis og erlendis að styrkja faglega þekkingu og vinnubrögð ákærenda með það fyrir augum að auka réttaröryggi borgaranna. Tilviljunarkenndar niðurstöður við meðferð ákæruvalds sem og ófagleg vinnubrögð væru í andstöðu við þessa þróun og í ósamræmi við reglur um réttláta málsmeðferð sem sérhver sakborningur á að njóta. Nú liggur fyrir að fleiri þingmenn en Ögmundur, sem áður greiddu atkvæði með því að ákæra Geir H. Haarde, telja að sú ákvörðun hafi ekki verið rétt. Því mætti ætla að ekki væri lengur meirihluti á Alþingi fyrir ákvörðuninni. Sú skoðun er nú almennt viðurkennd að Alþingi geti afturkallað ákæruna. Þetta kom m. a. fram í blaðaviðtali við saksóknara Alþingis í lok janúar sl. Við sama tækifæri lýsti saksóknarinn því hins vegar yfir að í raun hefði ekkert breyst efnislega í málinu sem lyti að líkum á sakfellingu í því. Í Mbl. þann 23. febrúar sl. staðfesti saksóknari Alþingis þetta og benti jafnframt á að það væri talsvert virðingarleysi við vinnu allra ef ákæran yrði afturkölluð á síðasta degi. Að mínu mati snýst málið ekki um virðingu eða virðingarleysi við vinnu einstakra manna sem komið hafa að því heldur fyrst og fremst um grundvallarréttindi sakbornings í málinu og meginreglur um réttláta málsmeðferð í réttarríki. Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds lögum samkvæmt. Hann hefur boðvald yfir öðrum ákærendum og eftirlit með þeim. Í því felst m. a. að hann ber ábyrgð á að samræmis sé gætt við meðferð ákæruvalds og að grundvallarreglur sakamálaréttarfars séu virtar. Markmiðið er m.a að bæta réttarstöðu sakborninga og styrkja réttaröryggi borgaranna. Í hefðbundnum sakamálum ákveður ákærandinn einn hvort hann gefur út ákæru eða afturkallar hana. Í máli því sem hér um ræðir var um fjölskipað ákæruvald að ræða. Samþykkt var með naumum meirihluta atkvæða að ákæra í málinu. Formlega séð er sá meirihluti ekki lengur fyrir hendi. Sé raunin sú ber að afturkalla ákæruna. Margt bendir nú til þess að niðurstaða um hvort málið fái réttláta meðferð Alþingis muni ekki ráðast af hlutlægum atriðum. Þetta ætti að vera áhyggjuefni fyrir ríkissaksóknara við meðferð ákæruvalds í málinu. Það hlutverk sitt að gæta almennra grundvallarreglna sakamálaréttarfars, sem m.a. lúta að réttarstöðu sakbornings, ætti ríkissaksóknari að taka fram yfir hlutverk sitt sem saksóknari Alþingis. Svo virðist sem hið veigamikla eftirlitshlutverk ríkissaksóknara sé ekki fyrir hendi að þessu leyti í umræddu máli og að ákærði hafi engan ríkissaksóknara til að hafa eftirlit með því að umræddar grundvallareglur réttarfars í máli hans séu virtar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í grein sem ég ritaði í Mbl. 18. janúar sl. var vakin athygli á greinum Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem þá höfðu birst í blaðinu. Stefán Már taldi m. a. að sú ákvörðun Alþingis að greiða atkvæði um hvort mál skyldi höfða á hendur hverjum og einum þeirra fjögurra ráðherra sem þingmannanefndin lagði til að ákærðir yrðu, væri haldin ágöllum. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hafi því orðið tilviljunarkennd og forsendur sumra þingmanna, sem gengið hafi út frá því að annað hvort yrðu allir ákærðir eða enginn, kynnu að hafa brostið. Niðurstaðan var sú, að veruleg hætta hafi verið á að við meðferð Alþingis á málinu hafi verið vikið í þýðingarmiklum atriðum frá almennum og viðurkenndum reglum um höfðun sakamála. Grein Ögmundar staðfesti að málið hefði tekið eðlisbreytingu þegar niðurstaðan varð sú að aðeins einn skyldi ákærður og að forsendur væru brostnar fyrir ákvörðun hans. Hann myndi því greiða atkvæði með öðrum hætti kæmi málið á ný til kasta Alþingis. Í niðurlagi greinar minnar var á það bent að undanfarna áratugi hafi verið unnið að því bæði hérlendis og erlendis að styrkja faglega þekkingu og vinnubrögð ákærenda með það fyrir augum að auka réttaröryggi borgaranna. Tilviljunarkenndar niðurstöður við meðferð ákæruvalds sem og ófagleg vinnubrögð væru í andstöðu við þessa þróun og í ósamræmi við reglur um réttláta málsmeðferð sem sérhver sakborningur á að njóta. Nú liggur fyrir að fleiri þingmenn en Ögmundur, sem áður greiddu atkvæði með því að ákæra Geir H. Haarde, telja að sú ákvörðun hafi ekki verið rétt. Því mætti ætla að ekki væri lengur meirihluti á Alþingi fyrir ákvörðuninni. Sú skoðun er nú almennt viðurkennd að Alþingi geti afturkallað ákæruna. Þetta kom m. a. fram í blaðaviðtali við saksóknara Alþingis í lok janúar sl. Við sama tækifæri lýsti saksóknarinn því hins vegar yfir að í raun hefði ekkert breyst efnislega í málinu sem lyti að líkum á sakfellingu í því. Í Mbl. þann 23. febrúar sl. staðfesti saksóknari Alþingis þetta og benti jafnframt á að það væri talsvert virðingarleysi við vinnu allra ef ákæran yrði afturkölluð á síðasta degi. Að mínu mati snýst málið ekki um virðingu eða virðingarleysi við vinnu einstakra manna sem komið hafa að því heldur fyrst og fremst um grundvallarréttindi sakbornings í málinu og meginreglur um réttláta málsmeðferð í réttarríki. Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds lögum samkvæmt. Hann hefur boðvald yfir öðrum ákærendum og eftirlit með þeim. Í því felst m. a. að hann ber ábyrgð á að samræmis sé gætt við meðferð ákæruvalds og að grundvallarreglur sakamálaréttarfars séu virtar. Markmiðið er m.a að bæta réttarstöðu sakborninga og styrkja réttaröryggi borgaranna. Í hefðbundnum sakamálum ákveður ákærandinn einn hvort hann gefur út ákæru eða afturkallar hana. Í máli því sem hér um ræðir var um fjölskipað ákæruvald að ræða. Samþykkt var með naumum meirihluta atkvæða að ákæra í málinu. Formlega séð er sá meirihluti ekki lengur fyrir hendi. Sé raunin sú ber að afturkalla ákæruna. Margt bendir nú til þess að niðurstaða um hvort málið fái réttláta meðferð Alþingis muni ekki ráðast af hlutlægum atriðum. Þetta ætti að vera áhyggjuefni fyrir ríkissaksóknara við meðferð ákæruvalds í málinu. Það hlutverk sitt að gæta almennra grundvallarreglna sakamálaréttarfars, sem m.a. lúta að réttarstöðu sakbornings, ætti ríkissaksóknari að taka fram yfir hlutverk sitt sem saksóknari Alþingis. Svo virðist sem hið veigamikla eftirlitshlutverk ríkissaksóknara sé ekki fyrir hendi að þessu leyti í umræddu máli og að ákærði hafi engan ríkissaksóknara til að hafa eftirlit með því að umræddar grundvallareglur réttarfars í máli hans séu virtar.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun