Segir að umhverfisvernd geti orðið besta atvinnustefnan Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. nóvember 2012 18:30 Umhverfisvernd getur orðið besta atvinnustefnan fyrir Ísland og því þarf að stíga varlega til jarðar í virkjanamálum því gríðarleg verðmætasköpun getur falist í því að viðhalda sterkri ímynd hreinleika landsins. Þetta segir Magnús Orri Schram alþingismaður. Þá telur hann að Sjálfstæðisflokkurinn hafi glatað tækifærinu til að höfða til kjósenda á miðjunni með afstöðu í Evrópumálum. Magnús Orri gaf nýlega út bókina „Við stöndum á tímamótum" þar sem hann fjallar um hugmyndir sínar og framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag, en hann er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Í bókinni segir Magnús Orri að umhverfisvernd geti í eðli sínu orðið besta atvinnustefnan. Mikil verðmætasköpun geti falist í því að viðhalda sterkri ímynd hreinleika landsins. „Þar af leiðandi er ég að reyna að sýna fram á að mikil verðmæti skapast fyrir fyrirtækin þegar við leggjum mikið upp úr umhverfisvernd. Hagsmunir þeirra sem vilja byggja upp atvinnulífið og þeirra sem vilja huga að umhverfinu liggja saman því það er svo mikil verðmætasköpun sem felst í umhverfisvernd. Í ofanálag sjáum við fyrir okkur að í framtíðinni verður alltaf meira og meira lagt upp úr umhverfisvernd og lífrænum afurðum og að menn gangi vel um náttúruna og framleiði vörur sem standast skilyrði um sjálfbærni. Og þar eigum við mikla möguleika. Þess vegna segi ég, stígum varlega til jarðar í virkjanapólitík okkar," segir Magnús Orri. Hann telur það undarlegt að verndunarsinnar séu kallaðir andstæðingar uppbyggingar í atvinnulífinu því til lengri tíma litið séu þeir að huga að verðmætasköpun með því að viðhalda sterkri ímynd landsins. Í þættinum fjallar Magnús Orri einnig um Evrópumálin en hann telur mikil sóknarfæri fyrir Samfylkinguna á miðjunni og hægra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum í ljósi afstöðu forystu Sjálfstæðisflokksins en Magnús telur þá hugmynd galna að lata kjósa um hvort halda eigi viðræðum við sambandið áfram. „Mér finnst þetta svo absúrd hugmynd, vegna þess um hvað mun sú atkvæðagreiðsla snúast? Hún mun snúast um hræðslu, yfirboð en ekki í raun og veru efnisatriði samningsins sjálfs. Hvaða samningi munum við ná til þess að losna við krónu og taka upp evru? Hvaða samningi munum við ná sem gætir að því að við höfum yfirráð yfir okkar fiskimiðum? Við vitum það ekki og getum þess vegna ekki tekið upplýsta ákvörðun um hvort okkur langi til að ganga inn í Evrópuambandið eða ekki," segir Magnús Orri. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér.thorbjorn@stod2.is Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Umhverfisvernd getur orðið besta atvinnustefnan fyrir Ísland og því þarf að stíga varlega til jarðar í virkjanamálum því gríðarleg verðmætasköpun getur falist í því að viðhalda sterkri ímynd hreinleika landsins. Þetta segir Magnús Orri Schram alþingismaður. Þá telur hann að Sjálfstæðisflokkurinn hafi glatað tækifærinu til að höfða til kjósenda á miðjunni með afstöðu í Evrópumálum. Magnús Orri gaf nýlega út bókina „Við stöndum á tímamótum" þar sem hann fjallar um hugmyndir sínar og framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag, en hann er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Í bókinni segir Magnús Orri að umhverfisvernd geti í eðli sínu orðið besta atvinnustefnan. Mikil verðmætasköpun geti falist í því að viðhalda sterkri ímynd hreinleika landsins. „Þar af leiðandi er ég að reyna að sýna fram á að mikil verðmæti skapast fyrir fyrirtækin þegar við leggjum mikið upp úr umhverfisvernd. Hagsmunir þeirra sem vilja byggja upp atvinnulífið og þeirra sem vilja huga að umhverfinu liggja saman því það er svo mikil verðmætasköpun sem felst í umhverfisvernd. Í ofanálag sjáum við fyrir okkur að í framtíðinni verður alltaf meira og meira lagt upp úr umhverfisvernd og lífrænum afurðum og að menn gangi vel um náttúruna og framleiði vörur sem standast skilyrði um sjálfbærni. Og þar eigum við mikla möguleika. Þess vegna segi ég, stígum varlega til jarðar í virkjanapólitík okkar," segir Magnús Orri. Hann telur það undarlegt að verndunarsinnar séu kallaðir andstæðingar uppbyggingar í atvinnulífinu því til lengri tíma litið séu þeir að huga að verðmætasköpun með því að viðhalda sterkri ímynd landsins. Í þættinum fjallar Magnús Orri einnig um Evrópumálin en hann telur mikil sóknarfæri fyrir Samfylkinguna á miðjunni og hægra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum í ljósi afstöðu forystu Sjálfstæðisflokksins en Magnús telur þá hugmynd galna að lata kjósa um hvort halda eigi viðræðum við sambandið áfram. „Mér finnst þetta svo absúrd hugmynd, vegna þess um hvað mun sú atkvæðagreiðsla snúast? Hún mun snúast um hræðslu, yfirboð en ekki í raun og veru efnisatriði samningsins sjálfs. Hvaða samningi munum við ná til þess að losna við krónu og taka upp evru? Hvaða samningi munum við ná sem gætir að því að við höfum yfirráð yfir okkar fiskimiðum? Við vitum það ekki og getum þess vegna ekki tekið upplýsta ákvörðun um hvort okkur langi til að ganga inn í Evrópuambandið eða ekki," segir Magnús Orri. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér.thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira