Handbolti

Umfjöllun: Rúmenía - Ísland 30-37

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska handboltalandsliðið er með fullt hús í sínum riðli eftir nokkuð öruggan sjö marka sigur í Rúmeníu í dag, 37-30. Íslenska liðið var í vandræðum framan af leik en lék mun betur í seinni hálfleiknum og sigur liðsins var aldrei í hættu í lokin.

Rúmenar skoruðu að því virtist að vild í fyrri hálfleiknum og alls 18 mörk fyrir hlé en strákarnir tóku sig á og bættu varnarleikinn í seinni hálfleiknum. Rúmenar voru mest þremur mörkum yfir en það var ljóst allan tímann að íslensku strákarnir áttu mikið inni.

Íslenska liðið sýndi styrk sinn á síðustu tólf mínútunum sem liðið vann með sex marka mun, 10-4, og breytti stöðunni úr 27-26 í 37-30.

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, skoraði 11 mörk annan leikinn í röð og fór fyrir markaskoruninni ásamt Ásgeiri Erni Hallgrímssyni. Aron Rafn Eðvarðsson gekk illa að stoppa mörg þrumuskot Rúmena framan af leik en varði ágætlega allan tímann og alls 19 skot.

Þórir Ólafsson átti góða innkomu í seinni hálfleik alveg eins og Kári Kristjánsson sem var með 3 mörk og 1 fiskað víti á síðustu átta mínútunum.

Aron Pálmarsson gat ekkert fyrir hlé en það gekk betur í seinni hálfleiknum og ekki síst þegar Ólafur Guðmundsson fór að spila fyrir hann vörnina en Ólafur lék vel í vörninni í dag.

Hér fyrir neðan má sjá tölfræði og gang leiksins en hann var í beinni textalýsingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×