Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi varð með þrettánda besta tímann í undanrásum í 200 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í Chartres í Frakklandi í morgun en það voru bara átta bestu sundkonurnar sem komust áfram.
Eygló Ósk synti 200 metra baksundið á 2:09.88 mínútum sem er nokkuð frá Íslandsmeti hennar frá 2011 sem er 2:07.10 mínútur. Íslandsmetið hennar hefði dugað henni til að komast í úrslitasundið.
Eygló Ósk komst í undanúrslitin í 100 metra baksundi en það voru engin undanúrslit í 200 metra baksundinu. Eygló Ósk var meira en tveimur sekúndum frá því að komast í úrslitin.
Inga Elín Cryer úr ÍA endaði í 24. sæti í 200 metra skriðsundi á 2:01.05 mínútum.
Bryndís Rún Hansen úr Ægi og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH syntu báðar 50 metra skriðsund. Ingibjörg Kristín varð í 29. sæti á 25,99 sekúndum og Bryndís Rún endaði tveimur sætum á eftir á 26,03 sekúndum.
