Stjarnan vann 3-0 sigur á Þrótti úr Neskaupsstað í Mikasadeild karla í blaki í gær en Stjarnan komst með sigrinum í toppsæti deildarinnar. Fimm bræður eru í þessum tveimur liðunum en þetta kemur fram á heimasíðu Blaksambandsins.
Stjarnan vann hrinurnar í leiknum 25-20, 25-21 og 25-15. Stigahæstir í leiknum voru Hilmar Sigurjónsson með 11 stig og Róbert Karl Hlöðversson með 10 stig fyrir Stjörnuna. Í liði Þróttar Nes voru þeir Valgeir Valgeirsson og Matthías Haraldsson stigahæstir með 9 stig hvor.
Fimm bræður leika með Stjörnunni og Þrótti úr Neskaupsstað. Róbert Karl, Vignir Þröstur og Ástþór Hlöðverssynir leika með Stjörnunni og í liði Þróttar Nes leika þeir Geir Sigurpáll og Hlöðver Hlöðverssynir. Fyrir leikinn var tekin mynd af bræðrunum í keppnisbúningum sínum enda um afar merkilega stund að ræða.
Fimm bræður í sama leiknum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin
Íslenski boltinn

„Svona er úrslitakeppnin“
Handbolti


„Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“
Körfubolti

Dramatík í Manchester
Enski boltinn


Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi
Íslenski boltinn

