Skilur núna allt þetta ömmu- og afatal 3. febrúar 2012 15:54 Mynd/Stefán Karlsson Unnur Steinsson, vörustjóri Lyfju og ein farsælasta sýningarstúlka landsins, situr aldrei auðum höndum en ásamt starfi sínu, áhugamálum og uppeldinu stefnir hún á að opna heimasíðu í ferðaþjónustunni innan skamms. Hún settist niður með Lífinu og rifjaði upp skemmtilegar sögur úr fortíðinni og ræddi það hvernig er að vera amma og ungamamma í senn. Stefndirðu alltaf á þann stað sem þú ert á í dag eða hefur lífið leitt þig áfram? Ég hef starfað sem vörustjóri hjá Lyfju frá árinu 2005. Starfið felst meðal annars í samskiptum við birgja, verðlagningu og vöruvali verslana Lyfju og Apóteksins, vörutengdum markaðsmálum, útliti verslana, útgáfu tímaritsins Lifið heil svo eitthvað sé nefnt. Stefna hvers og eins í lífinu getur verið eins margbreytileg og maðurinn er sjálfur og hún getur líka tekið U-beygjur hvenær sem er. Ég hef verið svo heppin að hafa fengið að prófa margt á minni starfsævi þó vissulega hafi það oft tengst svipuðum geira. Ég hef alla tíð haft afskaplega gaman af markaðsmálum og hef sótt mér nám af og til inn í bæði Háskóla Íslands sem og Háskólann í Reykjavík í þeim efnum. Ég starfaði sem flugfreyja til margra ára en fór síðan í markaðsnám og réð mig á auglýsingastofu þar sem ég vann við almannatengsl og markaðsmál. Ég hef einnig rekið eigið fyrirtæki og starfað við ferðaþjónustu þannig að stefnan hefur einhvern veginn alltaf verið í þessa átt. Það er að segja markaðsmál með áherslu á samskipti og góða þjónustu. Síðan er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Þú byrjaðir mjög ung að sitja fyrir og kemst í topp fimm í Miss World árið 1983 – hversu mikið heldurðu að öll þessi sviðsframkoma og reynsla hafi mótað líf þitt og feril? Alveg örugglega helling, þó svo ég hafi nú ekki verið óöruggt ungmenni þá er engin spurning að það sem á eftir kom, sér í lagi hvað starf varðar, þá hafði það áhrif. Ég tók að mér alls konar kynningar, vann við sjónvarp til margra ára, sat fyrir á auglýsingamyndum bæði fyrir innlenda og erlenda aðila og þó að mörgum finnist það ekki merkileg störf þá borga þau alveg saltið í grautinn og vel það. En það sem kannski situr mest eftir eru allar skemmtilegu minningarnar frá þessum störfum, fólkið sem maður vann með og uppákomurnar sem maður lenti í. Það er ómetanlegt. Þekkt er orðið að þú varst komin þrjá mánuði á leið í Miss World-keppninni og þurftir þar af leiðandi að láta dómnefndina vita þegar þú varst komin í topp fimm, hvað fór í gegnum huga þinn þegar þú varst komin svona langt í keppninni? Ég verð nú að viðurkenna að ég fór nú ekkert í baklás yfir því. Það hafði spurst út þarna í lokin á keppninni að stúlka frá Evrópu myndi vinna og við vorum bara tvær eftir. Ég átti nú ekki von á að Íslandi ynni Stóra-Bretland og var því alveg pollróleg yfir þessu. Mér fannst hins vegar rétt af mér að láta vita hvers eðlis væri hjá mér en hvort að það hafi haft einhver úrslitaáhrif held ég nú ekki. Ég var bara sátt við mig og hlakkaði til að takast á við það sem fram undan var hjá mér. Upplifðirðu einhverja ókosti við það að verða þekkt andlit? Nei, ég get ekki sagt það, mér þykir alltaf jafn vænt um þegar fólk kannast við mig eða þekkir frá fyrri tíð – spyr jafnvel hvernig gangi með Helgu Sóleyju eða hvernig ömmubarninu dafnar. Við Íslendingar erum eins og ein stór fjölskylda. Hvaða fyrirsætuverkefni stendur upp úr á ferlinum og af hverju? Ég man að þegar ég var að byrja í þessum „bransa" þá var draumurinn að leika í Coca Cola-auglýsingu, því þær voru alltaf svo flottar og glæsilegar. Sá draumur rættist nú ekki en ég komst nálægt honum þegar ég fékk að auglýsa sykurlausa drykkinn TAB á Íslandi en hann var á þeim tíma í Coca Cola-fjölskyldunni. Ég held ég verði samt að segja að skemmtilegasta verkefnið sem ég tók að mér var fyrir Mercedes-Benz. Það var haustið 1997, er Ágúst Baldursson fékk það verkefni að gera myndband fyrir Benz-umboðið í Þýskalandi til að kynna þessa nýju bíla fyrir heiminum. Fluttir voru inn tveir glænýir Benzar sem hvergi höfðu sést áður. Þeir komu til landsins með tveimur umsjónarmönnum og það mátti enginn sjá þessi herlegheit og var þeim því pakkað inn á milli þess sem þeir voru myndaðir. Það var nánast farið með þá eins og hernaðarleyndarmál. Með mér í þessum tökum var leikarinn Valdimar Flygenring og við hlógum oft og mikið að þessu á meðan á tökum stóð. Þessi auglýsing var tekin upp á einni viku á Suðurlandinu, allt frá Hvolsvelli til og með Hafnar í Hornafirði, þar sem náttúra Íslands er eins stórkostleg og margbreytileg og hún getur verið. Þarna krúsaði maður um á glænýjum og ósýndum Benzum með kvikmyndaþyrlur fyrir ofan sig eins og enginn væri morgundagurinn. Mjög eftirminnilegt enda sérvalið fólk í hverju starfi. Telurðu fyrirsætuheiminn hafa tekið miklum breytingum frá því að þinn ferill hófst? Ef eitthvað, þá er hann sjálfsagt orðinn fagmannlegri. Það eru margar stúlkur og jafnvel strákar líka sem hafa haslað sér völl erlendis og flest hafa þau byrjað hér heima svo okkar góða fólk sem starfar í þessu fagi er greinilega að vinna sína vinnu vel. Fylgistu með fegurðarsamkeppnum í dag? Nei, ég geri minna af þú nú en áður, en það eru alltaf einhverjar stúlkur sem hringja í mig til að fá lánaða kjóla. Annaðhvort úr kjólasafni móður minnar heitinnar eða einhverja kjóla sem Unnur Birna skildi eftir heima eftir sitt kjólatímabil. Þetta eru yfirleitt stúlkur af landsbyggðinni. Ég hef reynt að gera mitt besta og hjálpað þeim sem ég hef getað. En ég hef ekki horft á eða farið á þessar keppnir í mörg ár. Eftir að hafa alið þrjú börn; skírt, fermt, útskrifað, krýnt ungfrú heim og svo framvegis, eignaðist þú dóttir 44 ára gömul. Hvernig upplifun var það? Það var stórkostleg upplifun og mikil forréttindi. Það er ekkert sjálfgefið að fæða heilbrigt barn og ég hef verið alveg einstaklega heppin með mína einstaklinga. Gekk meðgangan vel og fæðingin? Já, hún gekk mjög vel. Þau skipti sem ég hef gengið með barn hef ég gert flest það sem ég geri dags daglega. Það skiptir mestu máli að þekkja sín mörk og kunna að hvíla sig þegar líkaminn segir svo. Ég myndi kannski ekki mæla með því að allar konur ættu að eignast barn svona seint, það er ekki eitthvað sem maður á að plana. Maður er auðvitað líkamlega best til þess fallinn á aldrinum 20-30 ára. Eftir 35 ára aldurinn fer líkamsstarfsemin að hægjast og maður er lengur að ná sér í fyrra form eftir fæðingu. Líkurnar eru líka meiri að eitthvað geti verið að eftir því sem maður eldist. Ég er hins vegar sannfærð um að þroski manns til að ala upp og njóta er margfalt betri á þessum aldri en þegar maður er rétt rúmlega tvítugur eins og ég var með mitt fyrsta. Móðurhlutverkið í dag og þá, er meira um dekur? Ég hef nú allatíð dekrað við börnin mín og mun eflaust halda því áfram um ókomna tíð. Ég nýt þess mjög að eyða tíma með Helgu Sóleyju, hún er skemmtileg og fróðleiksfús, ung kona. Hún eyðir miklum tíma ein með okkur hjónunum og leiðist það ekki. Ég trúi því að hún beri gamla sál og eigi eftir að hugsa vel um aldraða foreldra sína í framtíðinni. Hvernig tilfinning var svo að verða amma stuttu síðar? Yndislegt í einu orði sagt! Ég skil núna allt þetta ömmu- og afatal. Ég var nú svo heppin á sínum tíma að búa alltaf í mikilli nálægð við foreldra mína og nutu börnin mín góðs af því. Ég vona að ég nái með tærnar þar sem mamma mín hafði hælana í þeim efnum. Þá verð ég sátt. Hittist þið mæðgurnar reglulega með dætur ykkar? Já, við hittumst oft og Helga Sóley mín er afar hrifin af litlu frænku sinni. Ég vinn skammt frá heimili Unnar Birnu og kíki því oft á þær mæðgur í hádeginu svo kemur litla fjölskyldan líka oft í heimsókn til okkar í Árbæinn. Þær eiga tvímælalaust eftir að alast upp saman enda ekki nema fjögur ár á milli þeirra. Þú ert útivinnandi mamma, amma, eiginkona, hestakona … hvað gerir Unnur Steinsson þegar hún þarf tíma fyrir sjálfa sig? Hvað er það nú? Ég er ein af þessum ofvirku konum sem þarf alltaf að vera að. Það er svo merkilegt að í gegnum tíðina þá hefur aldrei komið að þessu mómenti að ég þurfi einhvern svona tíma fyrir sjálfa mig. Kannski hefur þetta leyst af sjálfu sér með hestabröltinu í mér en það kemur fyrir að ég fari ein í útreiðartúr, maður öðlast ákveðna hugarró við það að vera úti í náttúrunni aðeins með sjálfri sér og hestinum sínum. Eitthvað að lokum? Ég hef ætíð haft það að leiðarljósi að maður uppsker eins maður sáir en eigi samt engu að síður að taka áhættu af til. Maður veit nefnilega ekki hvernig hlutirnir þróast nema láta á þá reyna. Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Unnur Steinsson, vörustjóri Lyfju og ein farsælasta sýningarstúlka landsins, situr aldrei auðum höndum en ásamt starfi sínu, áhugamálum og uppeldinu stefnir hún á að opna heimasíðu í ferðaþjónustunni innan skamms. Hún settist niður með Lífinu og rifjaði upp skemmtilegar sögur úr fortíðinni og ræddi það hvernig er að vera amma og ungamamma í senn. Stefndirðu alltaf á þann stað sem þú ert á í dag eða hefur lífið leitt þig áfram? Ég hef starfað sem vörustjóri hjá Lyfju frá árinu 2005. Starfið felst meðal annars í samskiptum við birgja, verðlagningu og vöruvali verslana Lyfju og Apóteksins, vörutengdum markaðsmálum, útliti verslana, útgáfu tímaritsins Lifið heil svo eitthvað sé nefnt. Stefna hvers og eins í lífinu getur verið eins margbreytileg og maðurinn er sjálfur og hún getur líka tekið U-beygjur hvenær sem er. Ég hef verið svo heppin að hafa fengið að prófa margt á minni starfsævi þó vissulega hafi það oft tengst svipuðum geira. Ég hef alla tíð haft afskaplega gaman af markaðsmálum og hef sótt mér nám af og til inn í bæði Háskóla Íslands sem og Háskólann í Reykjavík í þeim efnum. Ég starfaði sem flugfreyja til margra ára en fór síðan í markaðsnám og réð mig á auglýsingastofu þar sem ég vann við almannatengsl og markaðsmál. Ég hef einnig rekið eigið fyrirtæki og starfað við ferðaþjónustu þannig að stefnan hefur einhvern veginn alltaf verið í þessa átt. Það er að segja markaðsmál með áherslu á samskipti og góða þjónustu. Síðan er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Þú byrjaðir mjög ung að sitja fyrir og kemst í topp fimm í Miss World árið 1983 – hversu mikið heldurðu að öll þessi sviðsframkoma og reynsla hafi mótað líf þitt og feril? Alveg örugglega helling, þó svo ég hafi nú ekki verið óöruggt ungmenni þá er engin spurning að það sem á eftir kom, sér í lagi hvað starf varðar, þá hafði það áhrif. Ég tók að mér alls konar kynningar, vann við sjónvarp til margra ára, sat fyrir á auglýsingamyndum bæði fyrir innlenda og erlenda aðila og þó að mörgum finnist það ekki merkileg störf þá borga þau alveg saltið í grautinn og vel það. En það sem kannski situr mest eftir eru allar skemmtilegu minningarnar frá þessum störfum, fólkið sem maður vann með og uppákomurnar sem maður lenti í. Það er ómetanlegt. Þekkt er orðið að þú varst komin þrjá mánuði á leið í Miss World-keppninni og þurftir þar af leiðandi að láta dómnefndina vita þegar þú varst komin í topp fimm, hvað fór í gegnum huga þinn þegar þú varst komin svona langt í keppninni? Ég verð nú að viðurkenna að ég fór nú ekkert í baklás yfir því. Það hafði spurst út þarna í lokin á keppninni að stúlka frá Evrópu myndi vinna og við vorum bara tvær eftir. Ég átti nú ekki von á að Íslandi ynni Stóra-Bretland og var því alveg pollróleg yfir þessu. Mér fannst hins vegar rétt af mér að láta vita hvers eðlis væri hjá mér en hvort að það hafi haft einhver úrslitaáhrif held ég nú ekki. Ég var bara sátt við mig og hlakkaði til að takast á við það sem fram undan var hjá mér. Upplifðirðu einhverja ókosti við það að verða þekkt andlit? Nei, ég get ekki sagt það, mér þykir alltaf jafn vænt um þegar fólk kannast við mig eða þekkir frá fyrri tíð – spyr jafnvel hvernig gangi með Helgu Sóleyju eða hvernig ömmubarninu dafnar. Við Íslendingar erum eins og ein stór fjölskylda. Hvaða fyrirsætuverkefni stendur upp úr á ferlinum og af hverju? Ég man að þegar ég var að byrja í þessum „bransa" þá var draumurinn að leika í Coca Cola-auglýsingu, því þær voru alltaf svo flottar og glæsilegar. Sá draumur rættist nú ekki en ég komst nálægt honum þegar ég fékk að auglýsa sykurlausa drykkinn TAB á Íslandi en hann var á þeim tíma í Coca Cola-fjölskyldunni. Ég held ég verði samt að segja að skemmtilegasta verkefnið sem ég tók að mér var fyrir Mercedes-Benz. Það var haustið 1997, er Ágúst Baldursson fékk það verkefni að gera myndband fyrir Benz-umboðið í Þýskalandi til að kynna þessa nýju bíla fyrir heiminum. Fluttir voru inn tveir glænýir Benzar sem hvergi höfðu sést áður. Þeir komu til landsins með tveimur umsjónarmönnum og það mátti enginn sjá þessi herlegheit og var þeim því pakkað inn á milli þess sem þeir voru myndaðir. Það var nánast farið með þá eins og hernaðarleyndarmál. Með mér í þessum tökum var leikarinn Valdimar Flygenring og við hlógum oft og mikið að þessu á meðan á tökum stóð. Þessi auglýsing var tekin upp á einni viku á Suðurlandinu, allt frá Hvolsvelli til og með Hafnar í Hornafirði, þar sem náttúra Íslands er eins stórkostleg og margbreytileg og hún getur verið. Þarna krúsaði maður um á glænýjum og ósýndum Benzum með kvikmyndaþyrlur fyrir ofan sig eins og enginn væri morgundagurinn. Mjög eftirminnilegt enda sérvalið fólk í hverju starfi. Telurðu fyrirsætuheiminn hafa tekið miklum breytingum frá því að þinn ferill hófst? Ef eitthvað, þá er hann sjálfsagt orðinn fagmannlegri. Það eru margar stúlkur og jafnvel strákar líka sem hafa haslað sér völl erlendis og flest hafa þau byrjað hér heima svo okkar góða fólk sem starfar í þessu fagi er greinilega að vinna sína vinnu vel. Fylgistu með fegurðarsamkeppnum í dag? Nei, ég geri minna af þú nú en áður, en það eru alltaf einhverjar stúlkur sem hringja í mig til að fá lánaða kjóla. Annaðhvort úr kjólasafni móður minnar heitinnar eða einhverja kjóla sem Unnur Birna skildi eftir heima eftir sitt kjólatímabil. Þetta eru yfirleitt stúlkur af landsbyggðinni. Ég hef reynt að gera mitt besta og hjálpað þeim sem ég hef getað. En ég hef ekki horft á eða farið á þessar keppnir í mörg ár. Eftir að hafa alið þrjú börn; skírt, fermt, útskrifað, krýnt ungfrú heim og svo framvegis, eignaðist þú dóttir 44 ára gömul. Hvernig upplifun var það? Það var stórkostleg upplifun og mikil forréttindi. Það er ekkert sjálfgefið að fæða heilbrigt barn og ég hef verið alveg einstaklega heppin með mína einstaklinga. Gekk meðgangan vel og fæðingin? Já, hún gekk mjög vel. Þau skipti sem ég hef gengið með barn hef ég gert flest það sem ég geri dags daglega. Það skiptir mestu máli að þekkja sín mörk og kunna að hvíla sig þegar líkaminn segir svo. Ég myndi kannski ekki mæla með því að allar konur ættu að eignast barn svona seint, það er ekki eitthvað sem maður á að plana. Maður er auðvitað líkamlega best til þess fallinn á aldrinum 20-30 ára. Eftir 35 ára aldurinn fer líkamsstarfsemin að hægjast og maður er lengur að ná sér í fyrra form eftir fæðingu. Líkurnar eru líka meiri að eitthvað geti verið að eftir því sem maður eldist. Ég er hins vegar sannfærð um að þroski manns til að ala upp og njóta er margfalt betri á þessum aldri en þegar maður er rétt rúmlega tvítugur eins og ég var með mitt fyrsta. Móðurhlutverkið í dag og þá, er meira um dekur? Ég hef nú allatíð dekrað við börnin mín og mun eflaust halda því áfram um ókomna tíð. Ég nýt þess mjög að eyða tíma með Helgu Sóleyju, hún er skemmtileg og fróðleiksfús, ung kona. Hún eyðir miklum tíma ein með okkur hjónunum og leiðist það ekki. Ég trúi því að hún beri gamla sál og eigi eftir að hugsa vel um aldraða foreldra sína í framtíðinni. Hvernig tilfinning var svo að verða amma stuttu síðar? Yndislegt í einu orði sagt! Ég skil núna allt þetta ömmu- og afatal. Ég var nú svo heppin á sínum tíma að búa alltaf í mikilli nálægð við foreldra mína og nutu börnin mín góðs af því. Ég vona að ég nái með tærnar þar sem mamma mín hafði hælana í þeim efnum. Þá verð ég sátt. Hittist þið mæðgurnar reglulega með dætur ykkar? Já, við hittumst oft og Helga Sóley mín er afar hrifin af litlu frænku sinni. Ég vinn skammt frá heimili Unnar Birnu og kíki því oft á þær mæðgur í hádeginu svo kemur litla fjölskyldan líka oft í heimsókn til okkar í Árbæinn. Þær eiga tvímælalaust eftir að alast upp saman enda ekki nema fjögur ár á milli þeirra. Þú ert útivinnandi mamma, amma, eiginkona, hestakona … hvað gerir Unnur Steinsson þegar hún þarf tíma fyrir sjálfa sig? Hvað er það nú? Ég er ein af þessum ofvirku konum sem þarf alltaf að vera að. Það er svo merkilegt að í gegnum tíðina þá hefur aldrei komið að þessu mómenti að ég þurfi einhvern svona tíma fyrir sjálfa mig. Kannski hefur þetta leyst af sjálfu sér með hestabröltinu í mér en það kemur fyrir að ég fari ein í útreiðartúr, maður öðlast ákveðna hugarró við það að vera úti í náttúrunni aðeins með sjálfri sér og hestinum sínum. Eitthvað að lokum? Ég hef ætíð haft það að leiðarljósi að maður uppsker eins maður sáir en eigi samt engu að síður að taka áhættu af til. Maður veit nefnilega ekki hvernig hlutirnir þróast nema láta á þá reyna.
Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira