Bono meðal stórra hluthafa í Facebook 3. febrúar 2012 09:33 Bono, söngvari U2. Facebook, sem er á leiðinni á skráðan hlutabréfamarkað, birti í gærkvöldi skráningarupplýsingar um reksturinn á síðasta ári. Heildartekjurnar námu 3,7 milljörðum dollara eða sem nemu 458 milljörðum króna. Hagnaðurinn nam ríflega einum milljarði dollara. Bono, söngvari U2, á 1,5 prósenta hlut í fyrirtækinu sem er virði tæplega 100 milljarða króna. Eftirfarandi upplýsingar má finna í skráningarlýsingu Facebook: Um 85 prósent af tekjum Facebook komu af auglýsingum í fyrra, en hlutfallið var 95% 2010 og 98% 2009. Notendur Facebook eru 843 milljónir manna um allan heim, og fjölgar hratt í þeim hópi. Um 483 milljónir nota vefinn daglega. Helmingur mánaðarlegra notenda notar Facebook í símanum, en enn sem komið er hefur fyrirtækið ekki tekjur af notendum í símum. Stærstur hluti tekna Facebook kemur frá Bandaríkjunum, en stærstur hluti notenda er í öðrum löndum. Um 2,7 milljarða "like" tengjast síðunni á hverjum degi og 250 milljónum mynda er upphlaðið á vefinn á hverjum degi. Starfsmenn eru 3.200. Lady Gaga er með vinsælustu síðuna á Facebook, með 47 milljónir "like". Mark Zuckerberg, forstjóri, er stærsti eigandinn með 28,8 prósent hlut sem talinn er vera 28 milljarða dollara virði. Bono, söngvari U2, á 1,5 prósena hlut í fyrirtækinu í gegnum félag hans Elevation Partners. Dustin Moskovitz, vinur Zuckerberg og meðstofnandi, á 8 prósenta hlut. Tækni Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Facebook, sem er á leiðinni á skráðan hlutabréfamarkað, birti í gærkvöldi skráningarupplýsingar um reksturinn á síðasta ári. Heildartekjurnar námu 3,7 milljörðum dollara eða sem nemu 458 milljörðum króna. Hagnaðurinn nam ríflega einum milljarði dollara. Bono, söngvari U2, á 1,5 prósenta hlut í fyrirtækinu sem er virði tæplega 100 milljarða króna. Eftirfarandi upplýsingar má finna í skráningarlýsingu Facebook: Um 85 prósent af tekjum Facebook komu af auglýsingum í fyrra, en hlutfallið var 95% 2010 og 98% 2009. Notendur Facebook eru 843 milljónir manna um allan heim, og fjölgar hratt í þeim hópi. Um 483 milljónir nota vefinn daglega. Helmingur mánaðarlegra notenda notar Facebook í símanum, en enn sem komið er hefur fyrirtækið ekki tekjur af notendum í símum. Stærstur hluti tekna Facebook kemur frá Bandaríkjunum, en stærstur hluti notenda er í öðrum löndum. Um 2,7 milljarða "like" tengjast síðunni á hverjum degi og 250 milljónum mynda er upphlaðið á vefinn á hverjum degi. Starfsmenn eru 3.200. Lady Gaga er með vinsælustu síðuna á Facebook, með 47 milljónir "like". Mark Zuckerberg, forstjóri, er stærsti eigandinn með 28,8 prósent hlut sem talinn er vera 28 milljarða dollara virði. Bono, söngvari U2, á 1,5 prósena hlut í fyrirtækinu í gegnum félag hans Elevation Partners. Dustin Moskovitz, vinur Zuckerberg og meðstofnandi, á 8 prósenta hlut.
Tækni Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira