Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2012 20:15 Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Þátt frá heimsókn Stöðvar 2 á svæðið, sem sýndur var í Íslandi í dag, má sjá hér. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. Ístak fékk verkið í alútboði og fól íslenskum verkfræðistofum hönnun, Eflu og Verkís. Meginþorri 170 starfsmanna Ístaks á Grænlandi er þó ekki í bænum heldur í óbyggðum sextíu kílómetra í burtu - þar sem verið er að reisa virkjuna, - og þangað liggur enginn vegur. Okkur er því boðið að ganga um borð í farþegabátinn Blika, en satt að segja líst okkur hæfilega á blikuna. Höfnin er nefnilega full af ísjökum, og þegar við siglum út á Diskóflóa taka bara við ennþá stærri jakar, - og sagan segir okkur að jakarnir héðan geta sökkt heimsins stærstu farþegaskipum. En það er bót í máli að stálbáturinn Smyrill ryður leiðina á undan og okkur er sagt að skrokkurinn eigi að þola höggin þegar við rekumst utan í jakana. Ekki spillir að Ístaksmenn hafa þaulvana grænlenska skipstjóra í sínum röðum til að stýra um þessar klakaslóðir. Sá sem stjórnar framkvæmdum Ístaks á Grænlandi er Gísli H. Guðmundsson og hann fræðir okkur um erfiðleikana við að koma starfsmönnum á vinnustaðinn. Siglingaleiðin liggur fyrst norður með strönd Diskóflóa en síðan er beygt inn á djúpan fjörð, Pakitsoq-fjörðinn, um þrönga straumröst, og þessa leið hafa Ístaksmenn þurfa að flytja, - ekki bara allan mannskapinn, - heldur hvert einasta tæki og tól, túrbínur og trukka, já og heilu vinnubúðirnar, á prömmum, bátum og skipum. Þarna eru Ístaksmenn búnir að vinna í tvö og hálft ár. Þarna iðar allt af lífi og í fréttum Stöðvar 2 sáum við þegar sprengt var síðasta haftið í frárennsligöngum virkjunarinnar sem að mestu verður neðanjarðar. Háspennulína er komin frá virkjuninni yfir fjöllin fimmtíu kílómetra leið til bæjarins og þar fagna ráðamenn því að fá rafmagnið en fyrsta túrbínan verður gangsett fyrir jól. Aflvélarnar verða þrjár, samtals upp á 22,5 megavött. Nick Nielsen, yfirmaður framkvæmda og umhverfismála í Ilulissat, segir að virkjunin hafi mikla þýðingu. „Ég get ekki fundið neitt neikvætt við þetta. Vatnsaflsstöðin hefur einungis jákvæð áhrif," segir Nick Nielsen. „Þá verðum við ekki eins háð olíu og þessi endurnýjanlega orka er jú græn orka. Hún er vissulega frábær fyrir umhverfið og okkur sem búum hérna. Við munum ekki nýta alla framleiðslugetuna en bærinn stækkar vissulega. Þannig tryggjum við orku fyrir framtíðina." Áfram verður fjallað um líf og störf Íslendinganna á Grænlandi í Íslandi í dag á Stöð 2 annaðkvöld. Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Þátt frá heimsókn Stöðvar 2 á svæðið, sem sýndur var í Íslandi í dag, má sjá hér. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. Ístak fékk verkið í alútboði og fól íslenskum verkfræðistofum hönnun, Eflu og Verkís. Meginþorri 170 starfsmanna Ístaks á Grænlandi er þó ekki í bænum heldur í óbyggðum sextíu kílómetra í burtu - þar sem verið er að reisa virkjuna, - og þangað liggur enginn vegur. Okkur er því boðið að ganga um borð í farþegabátinn Blika, en satt að segja líst okkur hæfilega á blikuna. Höfnin er nefnilega full af ísjökum, og þegar við siglum út á Diskóflóa taka bara við ennþá stærri jakar, - og sagan segir okkur að jakarnir héðan geta sökkt heimsins stærstu farþegaskipum. En það er bót í máli að stálbáturinn Smyrill ryður leiðina á undan og okkur er sagt að skrokkurinn eigi að þola höggin þegar við rekumst utan í jakana. Ekki spillir að Ístaksmenn hafa þaulvana grænlenska skipstjóra í sínum röðum til að stýra um þessar klakaslóðir. Sá sem stjórnar framkvæmdum Ístaks á Grænlandi er Gísli H. Guðmundsson og hann fræðir okkur um erfiðleikana við að koma starfsmönnum á vinnustaðinn. Siglingaleiðin liggur fyrst norður með strönd Diskóflóa en síðan er beygt inn á djúpan fjörð, Pakitsoq-fjörðinn, um þrönga straumröst, og þessa leið hafa Ístaksmenn þurfa að flytja, - ekki bara allan mannskapinn, - heldur hvert einasta tæki og tól, túrbínur og trukka, já og heilu vinnubúðirnar, á prömmum, bátum og skipum. Þarna eru Ístaksmenn búnir að vinna í tvö og hálft ár. Þarna iðar allt af lífi og í fréttum Stöðvar 2 sáum við þegar sprengt var síðasta haftið í frárennsligöngum virkjunarinnar sem að mestu verður neðanjarðar. Háspennulína er komin frá virkjuninni yfir fjöllin fimmtíu kílómetra leið til bæjarins og þar fagna ráðamenn því að fá rafmagnið en fyrsta túrbínan verður gangsett fyrir jól. Aflvélarnar verða þrjár, samtals upp á 22,5 megavött. Nick Nielsen, yfirmaður framkvæmda og umhverfismála í Ilulissat, segir að virkjunin hafi mikla þýðingu. „Ég get ekki fundið neitt neikvætt við þetta. Vatnsaflsstöðin hefur einungis jákvæð áhrif," segir Nick Nielsen. „Þá verðum við ekki eins háð olíu og þessi endurnýjanlega orka er jú græn orka. Hún er vissulega frábær fyrir umhverfið og okkur sem búum hérna. Við munum ekki nýta alla framleiðslugetuna en bærinn stækkar vissulega. Þannig tryggjum við orku fyrir framtíðina." Áfram verður fjallað um líf og störf Íslendinganna á Grænlandi í Íslandi í dag á Stöð 2 annaðkvöld.
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira