Kosningu um sigurvegara Real Snow-keppninnar, þar sem myndband Halldórs Helgasonar keppir til úrslita, fer senn að ljúka en staðan er nú hnífjöfn.
Halldór fékk boð um að taka þátt í keppninni og var eini fulltrúinn utan Norður-Ameríku sem fékk að taka þátt. Myndband Halldórs komst alla leið í úrslitin og keppir nú við myndband kanadíska brettakappans Louis-Felix Paradis.
Kosningunni lýkur á morgun, laugardag, en þegar þetta er skrifað hefur hvort myndband fengið helming greiddra atkvæða. Smelltu hér til að kjósa.
Sigurvegari keppninnar fær 50 þúsund dollara í sinn hlut eða um sex milljónir króna eða um 6,2 milljónir króna. Það er því mikið í húfi fyrir Halldór.
Sérstök dómnefnd mun einnig velja sinn sigurvegara og fær sá aðili einnig 50 þúsund dollara í verðlaun. Tilkynnt verður um úrslitin síðdegis á morgun.
Hnífjafnt hjá Halldóri | Kosningu í Real Snow að ljúka
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn


Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
