Engin kraftaverk á Króknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2012 07:00 Bárður Eyþórsson hefur náð frábærum árangri með Tindastólsliðið á þessu tímabili. Mynd/Anton KörfuboltiTindastóll byrjaði tímabilið ekki vel og stjórnarmenn körfuknattleiksdeildarinnar urðu síðan að hafa snör handtök þegar þjálfarinn Borce Ilievski hætti með liðið eftir þrjú töp í fyrstu þremur leikjunum. Tindastóll hafði hins vegar heppnina með sér þegar félagið datt niður á Bárð Eyþórsson, ferskan eftir góðan tíma á sjónum og tilbúinn í slaginn á ný. Bárður hafði ekki þjálfað síðan hann hætti með Fjölni vorið 2010 en var fljótur að rífa Stólana upp og nú eru þeir orðnir eitt heitasta liðið í karlakörfunni. „Ég byrjaði ekkert að vinna hérna þó að það hafi síðan gerst fljótlega," segir Bárður en fjórir fyrstu leikirnir töpuðust þar af tveir þeirra á móti tveimur heitustu liðum deildarinnar. Tindastóll vann fyrsta leikinn á móti Val 10. nóvember og síðan þá hefur liðið varla tapað leik. Tindastóll sló Njarðvík út úr átta liða úrslitum bikarsins á sunnudagskvöldið sem var tíundi sigurinn í síðustu tólf leikjum. Allir vissu hvað bjó í liðinuMynd/Anton„Ég held að allir hafi vitað að það bjó mikið í þessu liði og þess vegna tók ég þetta að mér," sagði Bárður og hann mun fylgjast vel með í dag þegar dregið verður í undanúrslit bikarsins. „Þegar þú ert kominn svona langt þá skiptir ekki alltaf máli hvar þú spilar en það er aldrei verra að fá heimaleik," segir Bárður og Tindastóll gæti dregist á móti Keflvíkingum sem mæta í Síkið í Iceland Express-deildinni í kvöld. Í pottinum eru líka KR og KFÍ. „Ég finn mig mjög vel á Króknum og finnst mjög gott að vera hérna.Þeim finnst greinilega ágætt að h afa mig því þeir eru að spila svona vel. Það var fínt að hvíla sig aðeins á þjálfuninni. Ég fór á sjóinn á meðan, á frystitogara, og mér fannst það mjög góður tími. Ég er enn þá í góðu sambandi við strákana á Hrafni Sveinbjarnarsyni," segir Bárður sem segist hafa þurft að taka þessa pásu út af persónulegum ástæðum. „Maður er vonandi alltaf að læra allt sitt líf og maður er aldrei fullnuma í þessum fræðum. Ég veit ekki hvort ég kem eitthvað öðruvísi að þessu. Ætli maður horfi ekki bara öðruvísi á lífið." Bárður telur að strákarnir hans geti gert enn betur. „Mér finnst að við eigum helling inni og við erum ekki búnir að toppa. Við erum ekkert að spila neinn glimrandi bolta þó svo að við skorum nógu mikið. Okkur finnst við eiga nóg inni og það heldur okkur á jörðinni. Það er mikill metnaður í strákunum og þeir mæta á hverja einustu æfingu til þess að leggja sig fram. Þar er slegist og allt sem því fylgir, til þess að halda uppi góðri æfingu," segir Bárður. „Við erum alltaf að vinna í okkar hlutum á hverjum degi. Varnarleikurinn okkar hefur styrkst leik frá leik og mistökunum okkar þar fækkar alltaf. Það er ekkert nýtt hjá mér að vera með sterkan varnarleik en það tekur misfljótt að koma honum á," segir Bárður sem hrósar þó strákunum fyrir að taka vel í hans varnarboðskap. Snýst um strákana sjálfaMynd/Anton„Þetta eru bara það góðir strákar að þetta er einmitt það sem þeir eiga að vera að gera, að vinna. Það er það sem ég upplifi og þetta gengi kemur mér ekkert á óvart. Ég held að ég hafi ekki verið að gera nein kraftaverk hérna og þetta snýst aðallega um þá sjálfa. Kannski hefur manni tekist að snúa við hugarfarinu og koma einhverjum aga í spilamennskuna. Þetta eru gríðarlega reyndir strákar og það er hungur í þeim. Það verður gaman að sjá hvernig þetta þróast en gengið er allavega gott núna," segir Bárður kátur. Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
KörfuboltiTindastóll byrjaði tímabilið ekki vel og stjórnarmenn körfuknattleiksdeildarinnar urðu síðan að hafa snör handtök þegar þjálfarinn Borce Ilievski hætti með liðið eftir þrjú töp í fyrstu þremur leikjunum. Tindastóll hafði hins vegar heppnina með sér þegar félagið datt niður á Bárð Eyþórsson, ferskan eftir góðan tíma á sjónum og tilbúinn í slaginn á ný. Bárður hafði ekki þjálfað síðan hann hætti með Fjölni vorið 2010 en var fljótur að rífa Stólana upp og nú eru þeir orðnir eitt heitasta liðið í karlakörfunni. „Ég byrjaði ekkert að vinna hérna þó að það hafi síðan gerst fljótlega," segir Bárður en fjórir fyrstu leikirnir töpuðust þar af tveir þeirra á móti tveimur heitustu liðum deildarinnar. Tindastóll vann fyrsta leikinn á móti Val 10. nóvember og síðan þá hefur liðið varla tapað leik. Tindastóll sló Njarðvík út úr átta liða úrslitum bikarsins á sunnudagskvöldið sem var tíundi sigurinn í síðustu tólf leikjum. Allir vissu hvað bjó í liðinuMynd/Anton„Ég held að allir hafi vitað að það bjó mikið í þessu liði og þess vegna tók ég þetta að mér," sagði Bárður og hann mun fylgjast vel með í dag þegar dregið verður í undanúrslit bikarsins. „Þegar þú ert kominn svona langt þá skiptir ekki alltaf máli hvar þú spilar en það er aldrei verra að fá heimaleik," segir Bárður og Tindastóll gæti dregist á móti Keflvíkingum sem mæta í Síkið í Iceland Express-deildinni í kvöld. Í pottinum eru líka KR og KFÍ. „Ég finn mig mjög vel á Króknum og finnst mjög gott að vera hérna.Þeim finnst greinilega ágætt að h afa mig því þeir eru að spila svona vel. Það var fínt að hvíla sig aðeins á þjálfuninni. Ég fór á sjóinn á meðan, á frystitogara, og mér fannst það mjög góður tími. Ég er enn þá í góðu sambandi við strákana á Hrafni Sveinbjarnarsyni," segir Bárður sem segist hafa þurft að taka þessa pásu út af persónulegum ástæðum. „Maður er vonandi alltaf að læra allt sitt líf og maður er aldrei fullnuma í þessum fræðum. Ég veit ekki hvort ég kem eitthvað öðruvísi að þessu. Ætli maður horfi ekki bara öðruvísi á lífið." Bárður telur að strákarnir hans geti gert enn betur. „Mér finnst að við eigum helling inni og við erum ekki búnir að toppa. Við erum ekkert að spila neinn glimrandi bolta þó svo að við skorum nógu mikið. Okkur finnst við eiga nóg inni og það heldur okkur á jörðinni. Það er mikill metnaður í strákunum og þeir mæta á hverja einustu æfingu til þess að leggja sig fram. Þar er slegist og allt sem því fylgir, til þess að halda uppi góðri æfingu," segir Bárður. „Við erum alltaf að vinna í okkar hlutum á hverjum degi. Varnarleikurinn okkar hefur styrkst leik frá leik og mistökunum okkar þar fækkar alltaf. Það er ekkert nýtt hjá mér að vera með sterkan varnarleik en það tekur misfljótt að koma honum á," segir Bárður sem hrósar þó strákunum fyrir að taka vel í hans varnarboðskap. Snýst um strákana sjálfaMynd/Anton„Þetta eru bara það góðir strákar að þetta er einmitt það sem þeir eiga að vera að gera, að vinna. Það er það sem ég upplifi og þetta gengi kemur mér ekkert á óvart. Ég held að ég hafi ekki verið að gera nein kraftaverk hérna og þetta snýst aðallega um þá sjálfa. Kannski hefur manni tekist að snúa við hugarfarinu og koma einhverjum aga í spilamennskuna. Þetta eru gríðarlega reyndir strákar og það er hungur í þeim. Það verður gaman að sjá hvernig þetta þróast en gengið er allavega gott núna," segir Bárður kátur.
Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum