Það þarf að fjárfesta í landsliðinu Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar 27. janúar 2012 08:00 Guðmundur Guðmundsson. Mynd/Vilhelm Skrautlegu Evrópumóti í handknattleik er lokið hjá íslenska landsliðinu og líkt og svo oft áður skiptust á skin og skúrir hjá strákunum okkar. Liðið varð fyrir gríðarlegu áfalli fyrir mót þegar ljóst varð að þeir Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson myndu ekki taka þátt. Svo meiðast Alexander Petersson og Ingimundur Ingimundarson. Þetta eru allt lykilmenn og ekki mörg lið sem myndu höndla það að missa svo stóra bita úr sínu liði. Ef mið er tekið af þessum áföllum þá er árangur strákanna okkar í Serbíu magnaður og þeir komu ansi mörgum á óvart með vasklegum leik. Það hefði ekki mikið þurft að falla með þeim til þess að liðið hefði farið enn lengra og jafnvel blandað sér í slaginn um undanúrslitasæti. „Ef ég geri upp mótið þá er ég auðvitað svekktur að hafa ekki komist með nein stig í milliriðilinn. Mér fannst við vera með mjög góða stöðu. Burtséð frá því þá hefði ég viljað fá vörn og markvörslu fyrr í gang hjá okkur. Það fellir okkur að þessu sinni," segir Guðmundur þegar hann er beðinn um að greina hvað vantaði upp á. Hann tók þá ákvörðun að senda Hreiðar Levý Guðmundsson markvörð heim á kostnað nýliðans Arons Rafns Eðvarðssonar og menn spyrja sig að því hvort landsliðsferli Hreiðars sé lokið? „Það var erfið ákvörðun fyrir mig að senda Hreiðar heim því hann hefur oft bjargað okkur í erfiðum stöðum. Ég mun aldrei gleyma leiknum sem hann átti gegn Svíum þegar við tryggðum okkur inn á Ólympíuleikana árið 2008. Þar átti hann stórkostlegan leik og hann hefur átt fleiri góðar innkomur og við gleymum þeim ekki," sagði Guðmundur sem fagnar samkeppni um markvarðastöðurnar. „Ég met stöðuna þannig í dag að við eigum þrjá frábæra markverði og það er mjög jákvætt. Það er gott að hafa getað bætt Aroni við og fínt að það sé samkeppni. Hreiðar verður að sjálfsögðu áfram í myndinni og landsliðsferli hans er ekkert lokið." Lítið vantaði upp áMynd/VilhelmÞónokkrir nýliðar fengu tækifæri í Serbíu og nýttu allir sín tækifæri vel. Er breiddin í íslenska landsliðinu að aukast? „Já, hún er að aukast að vissu leyti. Við eigum auðvitað menn inni. Það má ekki gleyma því að við vorum án Alexanders Petersson allan milliriðilinn. Við vorum líka án eins besta varnarmanns liðsins, eins besta hraðaupphlaupsmannsins og eins besta sóknarmannsins. Við náum samt mjög fínum úrslitum og mér finnst margt jákvætt við það sem við vorum að gera á þessu móti," segir þjálfarinn en ekki vantaði mikið upp á að liðið færi enn lengra á þessu móti. „Ef markvarslan hefði verið betri í riðlinum þá hefðum við farið mjög langt í þessum milliriðli. Ég trúi því staðfastlega. Við töpum fyrir Króötum með tveim mörkum og leiðum í 56 mínútur. Ein varsla í hvorum hálfleiknum hefði getað riðið baggamuninn. Svona lítið vantaði upp á og ef við hefðum fengið markvörslu í Slóvenaleiknum hefði staðan orðið önnur. Þarna sitjum við eftir með sárt ennið. Varnarleikurinn var ekki eins góður og við viljum hafa hann en hann fór batnandi." Það var afar áhugavert hversu vel sóknarleikurinn gekk á mótinu í ljósi þess að hvorki Ólafur Stefánsson né Snorri Steinn Guðjónsson voru með liðinu. Þeir hafa borið uppi sóknarleik landsliðsins að mestu leyti á undanförnum árum. „Landsliðið hefur ekki í langan tíma spilað eins góðan sóknarleik heilt yfir og á þessu móti. Það er frábært. Það hefur margt háð liðinu en ég get ekki annað en klappað strákunum á bakið," segir Guðmundur en það leynir sér ekki að hann er stoltur af strákunum sínum. „Leikmenn eru að nýta sinn frítíma til að spila á stórmótum. Það er ekki sjálfgefið og þess vegna er ég svo þakklátur. Mér finnst líka að þjóðin eigi að vera þakklát leikmönnunum sínum sem eru að fórna sér. Þeir gera þetta líka ótrúlega faglega þessir strákar og eru atvinnumenn fram í fingurgóma. Það gerir það líka þess virði að standa í þessu. Menn skulu líka ekki gleyma því að það er ekki sjálfgefið að þetta haldi áfram svona endalaust," segir Guðmundur en hann er á meðal þeirra sem finnst dapurlegt hversu lítið er stutt við bakið á íslenska landsliðinu sem hefur borið hróður Íslands víða á síðustu árum. Þjóðin vill árangurMynd/Vilhelm„Menn verða að átta sig á því að ef þeir vilja eiga gott landslið þá þarf að fjárfesta í því. Allt annað er ekki mögulegt. Það er meira og minna allt undir á hverju móti. Það liggur stundum nánast þannig að ef við komumst ekki inn á næsta stórmót þá þurfi að loka HSÍ. Það liggur við að þetta sé þannig og hefur stundum verið. Íslenska þjóðin vill árangur og er oft stolt af þessu liði. Menn verða líka að fara að gera upp við sig hvort þeir vilji virkilega eiga svona heimsklassalið eða ætla menn bara að slá sér á brjóst á mannamótum þegar landsliðið hefur staðið sig vel? Ég vil sjá meiri fjárfestingu inn í þetta lið ef menn á annað borð vilja eiga það," segir Guðmundur en strákarnir okkar fá aldrei neinar greiðslur fyrir þátttöku sína með landsliðinu. Landsliðsmenn annarra þjóða skilja það ekki og hafa margoft sagt við þá að þeir myndu ekki nenna þessu ef þeir fengju ekki almennilega greitt. Þarf að fækka stórmótumMynd/Vilhelm„Það er ómæld og endalaus vinna sem þessir strákar leggja á sig og þeir eiga ekkert nema hrós skilið fyrir það. Þeir eiga alla mína virðingu fyrir það sem þeir leggja á sig þessir drengir. Mér finnst þeir alveg frábærir." Það kom margt á óvart á þessu EM. Meðal annars að liðin sem léku til úrslita á HM fyrir ári – Frakkland og Danmörk – fóru stigalaus í milliriðli. Eins fór hjá íslenska liðinu. Mikil umræða hefur verið um álag handboltamanna á síðustu árum. Það er að minnsta kosti eitt stórmót á ári ofan í erfiðar deildarkeppnir um allan heim og þetta mikla álag virðist vera að bíta sum liðin í afturendann. „Það háir okkur meira en mörgum liðum því við erum ekki með eins marga háklassaleikmenn og þessi sterkustu lið. Við erum hægt og sígandi að reyna að nálgast þau en höfum ekki sömu breiddina og bestu liðin í dag. Við lentum svo í því núna að þurfa að fylla stór skörð og mér fannst við gera það mjög vel. Álagið er auðvitað gríðarlegt á öllum þessum leikmönnum. Mér persónulega finnst að það þurfi að fækka þessum stórmótum og hafa lengra á milli þeirra. Ég myndi vilja sjá að minnsta kosti þrjú ár á milli HM því þetta er rosalegt álag." Tengdar fréttir Guðmundur: Mikið álag að vera í tveimur störfum Guðmundur Guðmundsson tók við landsliðinu þegar enginn vildi taka við því af Alfreð Gíslasyni eftir EM árið 2008. Uppgangur landsliðsins hefur verið með ólíkindum alla tíð síðan þá og liðið unnið tvenn verðlaun undir stjórn Guðmundar. 27. janúar 2012 07:30 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Skrautlegu Evrópumóti í handknattleik er lokið hjá íslenska landsliðinu og líkt og svo oft áður skiptust á skin og skúrir hjá strákunum okkar. Liðið varð fyrir gríðarlegu áfalli fyrir mót þegar ljóst varð að þeir Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson myndu ekki taka þátt. Svo meiðast Alexander Petersson og Ingimundur Ingimundarson. Þetta eru allt lykilmenn og ekki mörg lið sem myndu höndla það að missa svo stóra bita úr sínu liði. Ef mið er tekið af þessum áföllum þá er árangur strákanna okkar í Serbíu magnaður og þeir komu ansi mörgum á óvart með vasklegum leik. Það hefði ekki mikið þurft að falla með þeim til þess að liðið hefði farið enn lengra og jafnvel blandað sér í slaginn um undanúrslitasæti. „Ef ég geri upp mótið þá er ég auðvitað svekktur að hafa ekki komist með nein stig í milliriðilinn. Mér fannst við vera með mjög góða stöðu. Burtséð frá því þá hefði ég viljað fá vörn og markvörslu fyrr í gang hjá okkur. Það fellir okkur að þessu sinni," segir Guðmundur þegar hann er beðinn um að greina hvað vantaði upp á. Hann tók þá ákvörðun að senda Hreiðar Levý Guðmundsson markvörð heim á kostnað nýliðans Arons Rafns Eðvarðssonar og menn spyrja sig að því hvort landsliðsferli Hreiðars sé lokið? „Það var erfið ákvörðun fyrir mig að senda Hreiðar heim því hann hefur oft bjargað okkur í erfiðum stöðum. Ég mun aldrei gleyma leiknum sem hann átti gegn Svíum þegar við tryggðum okkur inn á Ólympíuleikana árið 2008. Þar átti hann stórkostlegan leik og hann hefur átt fleiri góðar innkomur og við gleymum þeim ekki," sagði Guðmundur sem fagnar samkeppni um markvarðastöðurnar. „Ég met stöðuna þannig í dag að við eigum þrjá frábæra markverði og það er mjög jákvætt. Það er gott að hafa getað bætt Aroni við og fínt að það sé samkeppni. Hreiðar verður að sjálfsögðu áfram í myndinni og landsliðsferli hans er ekkert lokið." Lítið vantaði upp áMynd/VilhelmÞónokkrir nýliðar fengu tækifæri í Serbíu og nýttu allir sín tækifæri vel. Er breiddin í íslenska landsliðinu að aukast? „Já, hún er að aukast að vissu leyti. Við eigum auðvitað menn inni. Það má ekki gleyma því að við vorum án Alexanders Petersson allan milliriðilinn. Við vorum líka án eins besta varnarmanns liðsins, eins besta hraðaupphlaupsmannsins og eins besta sóknarmannsins. Við náum samt mjög fínum úrslitum og mér finnst margt jákvætt við það sem við vorum að gera á þessu móti," segir þjálfarinn en ekki vantaði mikið upp á að liðið færi enn lengra á þessu móti. „Ef markvarslan hefði verið betri í riðlinum þá hefðum við farið mjög langt í þessum milliriðli. Ég trúi því staðfastlega. Við töpum fyrir Króötum með tveim mörkum og leiðum í 56 mínútur. Ein varsla í hvorum hálfleiknum hefði getað riðið baggamuninn. Svona lítið vantaði upp á og ef við hefðum fengið markvörslu í Slóvenaleiknum hefði staðan orðið önnur. Þarna sitjum við eftir með sárt ennið. Varnarleikurinn var ekki eins góður og við viljum hafa hann en hann fór batnandi." Það var afar áhugavert hversu vel sóknarleikurinn gekk á mótinu í ljósi þess að hvorki Ólafur Stefánsson né Snorri Steinn Guðjónsson voru með liðinu. Þeir hafa borið uppi sóknarleik landsliðsins að mestu leyti á undanförnum árum. „Landsliðið hefur ekki í langan tíma spilað eins góðan sóknarleik heilt yfir og á þessu móti. Það er frábært. Það hefur margt háð liðinu en ég get ekki annað en klappað strákunum á bakið," segir Guðmundur en það leynir sér ekki að hann er stoltur af strákunum sínum. „Leikmenn eru að nýta sinn frítíma til að spila á stórmótum. Það er ekki sjálfgefið og þess vegna er ég svo þakklátur. Mér finnst líka að þjóðin eigi að vera þakklát leikmönnunum sínum sem eru að fórna sér. Þeir gera þetta líka ótrúlega faglega þessir strákar og eru atvinnumenn fram í fingurgóma. Það gerir það líka þess virði að standa í þessu. Menn skulu líka ekki gleyma því að það er ekki sjálfgefið að þetta haldi áfram svona endalaust," segir Guðmundur en hann er á meðal þeirra sem finnst dapurlegt hversu lítið er stutt við bakið á íslenska landsliðinu sem hefur borið hróður Íslands víða á síðustu árum. Þjóðin vill árangurMynd/Vilhelm„Menn verða að átta sig á því að ef þeir vilja eiga gott landslið þá þarf að fjárfesta í því. Allt annað er ekki mögulegt. Það er meira og minna allt undir á hverju móti. Það liggur stundum nánast þannig að ef við komumst ekki inn á næsta stórmót þá þurfi að loka HSÍ. Það liggur við að þetta sé þannig og hefur stundum verið. Íslenska þjóðin vill árangur og er oft stolt af þessu liði. Menn verða líka að fara að gera upp við sig hvort þeir vilji virkilega eiga svona heimsklassalið eða ætla menn bara að slá sér á brjóst á mannamótum þegar landsliðið hefur staðið sig vel? Ég vil sjá meiri fjárfestingu inn í þetta lið ef menn á annað borð vilja eiga það," segir Guðmundur en strákarnir okkar fá aldrei neinar greiðslur fyrir þátttöku sína með landsliðinu. Landsliðsmenn annarra þjóða skilja það ekki og hafa margoft sagt við þá að þeir myndu ekki nenna þessu ef þeir fengju ekki almennilega greitt. Þarf að fækka stórmótumMynd/Vilhelm„Það er ómæld og endalaus vinna sem þessir strákar leggja á sig og þeir eiga ekkert nema hrós skilið fyrir það. Þeir eiga alla mína virðingu fyrir það sem þeir leggja á sig þessir drengir. Mér finnst þeir alveg frábærir." Það kom margt á óvart á þessu EM. Meðal annars að liðin sem léku til úrslita á HM fyrir ári – Frakkland og Danmörk – fóru stigalaus í milliriðli. Eins fór hjá íslenska liðinu. Mikil umræða hefur verið um álag handboltamanna á síðustu árum. Það er að minnsta kosti eitt stórmót á ári ofan í erfiðar deildarkeppnir um allan heim og þetta mikla álag virðist vera að bíta sum liðin í afturendann. „Það háir okkur meira en mörgum liðum því við erum ekki með eins marga háklassaleikmenn og þessi sterkustu lið. Við erum hægt og sígandi að reyna að nálgast þau en höfum ekki sömu breiddina og bestu liðin í dag. Við lentum svo í því núna að þurfa að fylla stór skörð og mér fannst við gera það mjög vel. Álagið er auðvitað gríðarlegt á öllum þessum leikmönnum. Mér persónulega finnst að það þurfi að fækka þessum stórmótum og hafa lengra á milli þeirra. Ég myndi vilja sjá að minnsta kosti þrjú ár á milli HM því þetta er rosalegt álag."
Tengdar fréttir Guðmundur: Mikið álag að vera í tveimur störfum Guðmundur Guðmundsson tók við landsliðinu þegar enginn vildi taka við því af Alfreð Gíslasyni eftir EM árið 2008. Uppgangur landsliðsins hefur verið með ólíkindum alla tíð síðan þá og liðið unnið tvenn verðlaun undir stjórn Guðmundar. 27. janúar 2012 07:30 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Guðmundur: Mikið álag að vera í tveimur störfum Guðmundur Guðmundsson tók við landsliðinu þegar enginn vildi taka við því af Alfreð Gíslasyni eftir EM árið 2008. Uppgangur landsliðsins hefur verið með ólíkindum alla tíð síðan þá og liðið unnið tvenn verðlaun undir stjórn Guðmundar. 27. janúar 2012 07:30