Lífið

Gátu ekki keypt á netinu

Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar Jónas Sigurðsson
Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar Jónas Sigurðsson
Fulltrúar Lúðrasveitar Þorlákshafnar heimsóttu dvalarheimili aldraðra í Þorlákshöfn á dögunum til að hjálpa gamla fólkinu að kaupa miða á tónleika Jónasar Sigurðssonar þar í bæ um næstu helgi. Margar kvartanir höfðu borist frá dvalarheimilinu því fólkinu þótti of flókið að þurfa að kaupa miðana á netinu.

Þessi heimsókn Lúðrasveitarinnar, sem spilar með Jónasi á nýrri plötu hans Þar sem himin ber við haf, virðist hafa borið árangur því uppselt er á tónleikana á föstudags- og laugardagskvöld. Búið er að bæta þriðju tónleikunum við á sunnudeginum.

Mikið verður lagt í tónleikana og búið er að leigja hljóðkerfi og tækjabúnað fyrir hátt í aðra milljón, þar á meðal glæsilegt surround-kerfi sem umlykur áheyrendurna á meðan á tónleikunum stendur.

-fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×